Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.05.1934, Side 127
Stefniii]
Baráttan við rússneska bóndann.
125
hendi. Og nú hófst harður leikur
til að komast fyrir um, hvar
bændur geymdu korn sitt. Blöðin
fluttu fregnir um sigurvinninga á
„brauðvígstöðvunum“. Hjá ekkju
eins bóndans fannst heill poki af
fyrsta flokks korni í gróf undir
gólffjölunum — og annars stað-
ar kartöfluhálftunna undir
rusli í eldiviðarbirginu. Strangur
vörður var settur um kornforða-
búr stjórnarinnar og kornflutn-
ingur allur háður umsjón vopn-
aðra hermanna. Var því líkast,
sem þá er fjandmanna þjóð á
stríðstíma krefst skatts greidds í
korni af þeim, er hún hefir und-
irokað.
Allir þeir bændur, er mótþróa
sýndu, eða sem áttu einhverja
sök á hinni lélegu uppskeru, sættu
hegningu. Ibúar heilla vinnubúa
voru fluttir burtu eða drepnir —
eins og t. d. átti sér stað í Norður-
Kákasus — en það var kallað að
„ræsta“ búin. En vegna þess að
ekki mátti líta svo út, út í frá, sem
hér væri um einróma svar allra
bænda, gegn bændapólitík stjórn-
arinnar að ræða, létu menn sér
oftast nægja, að taka einn og einn
af lífi, hinum til viðvörunar. Þá
var og aftur gripið til þess að æsa
upp gegn Kúlökkunum, þeir
áttu með undirróðri sínum sökina
Slippfélagið
í Reykjavík.
Simar 2309 — 2909 - 3009.
Simnefni Slippen.
Seljum ódýrast eik, teak,
pitch-pine, lerk m. m. Ávalt
miklar birgðir af málningar-
vörum, saum o. m. fl.
Spyrjist fyrir hjá oss áður
en þér festið kaup annar-
staðar.
á óhlýðni samvinnubændanna.
Undir því yfirskini var fjölda
manna refsað.
Næsta skrefið var að kúga til-
hneigingu bænda til að skjótast
undan samvinnuokinu. Áður hafði
kosti eigna-bænda verið þrengt á
allan hátt. Haustið 1932 var þeim
t. d. skipað að láta af hendi hesta
sína til samvinnubúanna, er alltaf
vantaði dráttarafl. En betur
mátti ef duga skyldi, því þótt ár
kynnu að koma, er gæfi betri upp-
skeru, var hætt við, að vanhirðan
á búunum ætti sér langan aldur.
Fimm ára áætlunin, svo glæsilega
sem hún leit út fyrir iðnaðinn,
hafði brugðist í aðalatriði sínu,