Sagnir - 01.04.1989, Side 30

Sagnir - 01.04.1989, Side 30
Sigríður ÞorgrímscLóttir „Fámálugur og aðsópslítill..." orleifur Kortsson fæddist um 1620. Faðir hans var klaustur- haldari á Kirkjubæjarklaustri. Talið er að langafi hans hafi verið þýskur, enda sigldi Þorleifur til Þýskalands á unga aldri og dvaldist í Hamborg hjá ættingjum sínum. Lítið er vitað um nám hans hér heima áður en hann fór til Þýska- lands, en talið að hann hafi numið klæðskeraiðn þar í landi, og e.t.v. eitthvað fleira. Hann dvaldi mörg ár í Þýskalandi, en var kominn heim til íslands ekki seinna en 1647 og gerðist þá umboðsmaður sýslu- mannsins í Húnavatnsþingi til árs- ins 1652. Hann varð sýslumaður í hálfri ísafjarðarsýslu og hálfri Strandasýslu árið 1652. Skömmu eftir að hann tók við embætti vakti hann mikla aðdáun fyrir vasklega framgöngu í galdramálum í Trékyllis- vík. Þar voru þrír menn brenndir með fárra daga millibili í kjölfar æsilegra atburða, er ungar stúlkur veltust um með hljóðum og froðu- fellandi undir messugjörð og hlaut slíkt athæfi að vera magnað fram með göldrum. Mennirnir þrír játuðu sök án pyndinga, en ekki er talið lík- legt að pyndingum hafi verið beitt á íslandi. Þorleifi hefurþó e.t.v. dottið slíkt í hug, ef marka má samtíma- frásögn af því er Þorleifur var að yfir- heyra menn ákærða fyrir galdra hafi hann spurt „hvort hér á bænum væri ekki töng til og kol svo mikil, að hana mætti heita gjöra...“' Hannesi Þorsteinssyni fannst og líklegt að Þorleifur hafi einhvern tíma notað tengur sínar.2 Ein af þekktari frásögnum um umsvif Þorleifs var þegar hann reyndi að koma Margréti Þórðardótt- ur úr Trékyllisvík, Galdra-Möngu sem svo er nefnd í þjóðsögum, á bálköstinn. Það tókst ekki; Margrét lagði á flótta, en tókst síðar að sverja af sér galdraorðið. í þjóðsög- um eru endalok hennar sögð þau að henni hafi verið drekkt, en engar sönnur eru fyrir því.3 Þorleifur naut góðs álits samtíma- manna sinna og var leystur frá störf- um með bestu ummælum. Lýsingar á honum eru þó ekki sérlega aðlað- andi. Hann er talinn hafa verið „heldur fámálugur og aðsópslítill á þingum og fremur óhöfðinglegur, þar eð hann var bæði lítill vexti og einsýnn."4 Og annarsstaðar finnast lýsingarorð eins og fátalaður, hæg- látur, dulur, eineygður og lágvax- inn.5 Margir hafa orðið til að eigna Þor- leifi persónulega meirihlutann af brennudómum á íslandi og segir jafnvel á einum stað að tíðarandinn hafi breyst „eftir að brennuvargurinn Þorieifur Kortsson var oltinn úr völdum."6 Þorleifur átti sinn skerf, en hversu stór var hann? Af tuttugu og fimm brennudómum voru fjórtán í valdatíð Þorleifs og af þeim fjórtán málum dæmdi hann í átta. Hann átti því þátt í um þriðjungi dóm- anna.7 Innsigli mót draugum og djöflum. „Geðveiki eins klerks..." Sr. Jón Magnússon, einnig kallaður Jón þumlungur, fæddist árið 1610. Hann var vel ættaður og er hann missti móður sína tók Oddur Einars- son biskup hann að sér og setti hann til mennta í Skálholtsskóla. Hann lauk námi 1630 og varð síðan prestur á Eyri við Skutulsfjörð. Vera má að sr. Jón hafi ekki verið heill á geðsmunum, en víst er að ári eftir fyrstu galdrabrennurnar fór hann að finna til einkennilegra veik- inda, sem hann áleit orsakast af göldrum. Ofsóknarmenn sína taldi hann vera feðga, sem báðir hétu Jón Jónsson, á Kirkjubóli í Eyrarsókn. Hamaðist hann gegn þeim feðgum sem mest hann mátti og linnti ekki látum fyrr en þeir voru handteknir og dæmdir á bálköstinn. Sýslumað- urinn, Magnús Magnússon, var að vísu tregur til athafna, en neyddist þó til að taka tillit til sífelldra kvart- ana sr. Jóns og heimilisfólks hans. Þegar Þorleifur Kortsson kom á vett- vang komst skriður á málin og leið ekki á löngu uns játningar hinna ákærðu lágu fyrir. Kirkjubólsfeðg- arnir voru dæmdir til dauða og brenndir árið 1656, en ekki bötnuðu sr. Jóni veikindin. Þá ákærði hann Þuríði á Kirkjubóli, dóttur Jóns eldra. Ekki tókst sr. Jóni að fá Þuríði dæmda fyrir galdra og hún reyndi jafnvel að kæra sr. Jón fyrir ofsóknir á hendur sér, en ekki segir af mála- lokum. Sr. Jón samdi Píslarsöguna, bæði sem ákærurit á Þuríði og yfir- völd, og sem varnarrit sjálfum sér. í Píslarsögunni lýsir sr. Jón nákvæm- lega galdraofsóknum Kirkjubólsfeðga á hendur sér og segir frá veikindum sínum, sem einkenndust af ásókn djöfulsins í líki ýmissa kvikinda. Lýsingar þessar eru oft mjög mergj- aðar, eins og sjá má af eftirfarandi tilvitnunum: Svo er og mér minnisstæð sá hörmung, sem á sálunni lá, þegar eg hafði (þó af forakti) skyrpt að einni þeirri djöfulsflugunni og fiðrildinu, sem upp yfir mér flaug og flökti ... þá hvarf hún mér undir eins frá sjónum, og vissi eg þá ekki betur en svo að finna sem hvolpur eða þess háttar kvikindi skriði upp og ofan í kviðnum og lífinu innvortis...8 Heimilisfólkið fór heldur ekki varhluta af ósköpunum: En almennilega sáust hér bleikar flugur svo sem fiðrildi, sem veif- uðu og kringsóluðu yfir mér og annarstaðar í húsum ... Sumir sáu líka aðrar flugnamyndir, sumar með löngum hala, sumar með síðum klóm og fótum, hvað oflangt er upp að skrifa.9 Mörg fleiri dæmi væri hægt að taka af skrautlegum lýsingum sr. 28 SAGNIR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.