Sagnir - 01.04.1989, Side 31

Sagnir - 01.04.1989, Side 31
„Einhver smitvaldur eða pestarbrunnur...“ Jóns á undrum þeim er gerðust á heimili hans. Það er einnig áhrifa- ríkt og átakanlegt að lesa lýsingu hans á handtöku Kirkjubólsfeðg- anna og viðbrögðum þeirra við dauðadóminum, örvæntingu Jóns yngra og kvíða fyrir dauðastundinni. Lýsir sr. Jón þeirri breytingu sem varð á unga manninum í fangavist- inni: því mig undraði stórum, hversu umskiptileg sú manneskja var orðin ... Því sá maður virtist mér manna dæilegastur að andlits- mynd og yfirlitum, með gullkrús- að hár, fagran hjálm og hvítan hörundslit... og er hann kom fyrir mín augu, ógnaði mér á hann að horfa ... því hans andlit var orðið svart og þrútið ... en hans hár, sem eg átti von á rauðgulu og ekki langt frá gullslit, var orðið móalótt eða með öskulit ...l0 Sr. Jóni voru dæmdar í málsbæt- ur mestallar eigur Jóns eldra og það gæti vissulega vakið grunsemdir um raunverulegan tilgang hans með ákærunum. En því má samt ekki gleyma að sr. Jón og samtíðarmenn hans trúðu á galdra og að galdra- menn yrðu einungis sáluhólpnir á bálkestinum, eftir að hafa hlotið góða iðran.11 Þó ekki sé hægt að efast um sann- færingu sr. Jóns er samt augljóst að roenn gátu notað galdraótta og of- sóknir til að breiða yfir annan tilgang, en sannfært bæði sjálfa sig °g aðra um að hinar bestu hvatir •aegju að baki. „Lærðastur... mælskastur og mikilhæfastur..." Sr. Páll Björnsson fæddist líklega 1621. Eftir nám í Hólaskóla var hann þrjú ár í háskólanum í Kaup- mannahöfn og útskrifaðist þaðan með próf í guðfræði og heimspeki. Er að sjá að hann hafi verið framúr- skarandi námsmaður, enda segir Hannes Þorsteinsson um hann að hann hafi verið manna „lærðastur... mælskastur og mikilhæfastur".12 Hann átti ágæta framamöguleika, en svo fór að hann vígðist til „út- kjálkabrauðs" á Vestfjörðum. Það var árið 1647 og í Selárdal bjó sr. Páll til æviloka. Þáttur sr. Páls í galdramálum hérlendis er óneitan- lega stór og hann samdi m.a. frægt rit um galdra, Kennimark kölska (Character bestiœ). Þar er að finna ýmsan fróðleik, t.d. þessa lýsingu á galdramanni: Galdramaður er sá, hvört það er karl eða kvinna, sem af djöflinum eða öðrum útifrá eða úr galdra- bókum viljandi og vísvitandi nemur og lærir þennan galdralær- döm og með fyrirskrifuðu formi barbarískra og ókunnugra orða, characteribus, vísum, versum, hvískri, kveðlingum, særingum, bölvunum og blóðvökvan, ásamt öðrum ceremonium, dauðra manna ístru og beinum, sem og guðs heilaga orðs vanbrúkan, kallar djöfulinn sér til þjónustu og gjörir svo samband við þann vonda anda til að framkvæma það galdramaðurinn meinar hann muni fyrir sig kunna að gjöra, í hvörra tölu að skiljast allir þeir missýningar og spáfarir brúka, hvörra author og höfundur að er sá leiði djöfull.13 Eins og sjá má var sr. Páll mælsku- maður, stólræður hans þóttu stór- kostlegar og hann var í miklum met- um vegna þekkingar sinnar og ræðu- snilldar. Sr. Páll hafði lausleg kynni af sr. Jóni Magnússyni, er sá síðarnefndi skrifaði honum í nauðum sínum og Páll heimsótti hann síðar. Heim- sókn þessi kann að hafa haft áhrif á sr. Pál, þó ekki væri það hann sem veiktist heldur kona hans. Hún veikt- ist fýrst árið 1660 og fyrstu galdra- brennurnar vegna veikinda hennar voru árið 1669 og þar kom Þorleifur Kortsson við sögu. Alls voru sex manns brenndir vegna veikinda prestsfrúarinnar og barna þeirra hjóna, þar á meðal eina konan sem brennd var á íslandi. Sr. Páll bað Brynjólf biskup um að gangast fyrir því að prestastefna er haldin var á Þingvöllum 1669 sendi konungi bænaskrá um refsingu galdramanna, en prestarnir komu sér undan þeirri beiðni.14 Sjálfur var Brynjólfur enginn æsingamaður í galdramálum og reyndi fremur að draga úr ofsanum, hann trúði frem- ur á dýrð drottins en makt myrkr- anna.15 íslenskt galdrafár af erlendri rót — en þó frábrugðið „Það er áreiðanlegt, að galdraof- sóknir þær, sem geysuðu [svoj um ísland á 17. öld og nokkuð fram á 18. öld, eiga rót sína að rekja til út- landa,“16 segir Ólafur Davíðsson í riti sínu um Galdur og galdramál á íslandi. Rótina erlendis má hinsvegar rekja til breyttrar afstöðu kirkjunnar til galdra. Kirkjan tók að ætla djöfl- inum meiri mátt en hún hafði áður gert. Frá kirkjunnar mönnum kom það rit sem varð höfuðrit galdraof- sókna í Evrópu. Það var ritið Malleus maleficarum, eða Nornahamarinn svokallaði, sem tveir munkar sömdu árið 1486. Galdraofsóknir voru harð- ar bæði í Þýskalandi og í Danmörku SAGNIR 29
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.