Sagnir - 01.04.1989, Síða 51
Lútherskur rétttrúnaður og lögmál hallæranna
eða „ekki án ótta“ þegar tíð var góð
og náttúran gjöful? Animismi var
enn við lýði eins og áður sagði, en
til að skýra svartsýni af þessu tagi
verður að athuga fleiri þætti í lífs-
skoðun íslendinga.
Hræðsla við velgengni
Gamla samfélaginu íslenska má
líkja við burðargrind sem styrkist
undir álagi en liggur við hruni ef
okið er fjarlægt. Hömlur þær sem
yfirvöld lögðu á frelsi einstaklinga
tóku að bresta í langvarandi góðæri
sem, að dómi Jóns Espólíns, leiddi
af sér „óguðleik, ósið, óreglu, sjálf-
ræðisfrekju og leti“.22 Þegar lægri
stéttir þjóðfélagsins eygðu þann
■nöguleika að nýta góðæri til að
bæta hlutskipti sitt þótti mál til kom-
ið að guð sendi hallærið á nýjan
leik.23 Hlýðni við veraldleg yfirvöld
var látin jafngilda hlýðni við guð24
°§ trúarviðhorfin þjónuðu samfé-
lagslegu hlutverki með því að leggja
hömlur á framagirni einstaklinga. í
kyrrstæðu landbúnaðarsamfélagi
æeð takmarkað jarðnæði og tak-
æarkaða framleiðslugetu var nægju-
semin því meiri dyggð þar sem
nietnaður lægri stéttanna leiddi til
ataka um takmörkuð gæði og „sjálf-
ræðisfrekju". Afstaða kirkjunnar fór
heldur ekki á milli mála. Heiðarleg
fátækt telur Jón Vídalín „að ekki all-
lítið gagni til himnaríkis"25 og í
guðsorðabók sem fyrst kom út árið
1771 og varð vinsæl, útskýrir sr.
Stefán Halldórsson á Myrká þá
hættu sem fylgir velgengni:
Þegar guð ann oss meðlætis, þá
minnist forblinduð náttúra lítið
þess þakklætis, sem skaparanum
á þar fyrir að greiða, svo margir
gleyma þá bæði Guði og sjálfum
sér: Guðs miskunn og náð, sem
átti að uppvekja hjá þeim elsku
og auðsveipni, og, þekking á sín-
um eigin vanmætti og óverðug-
leika, svo þeim þykir sér fáir hlut-
'r ómögulegir, hvar fyrir þeir
treysta uppá holdið en tapa því
sanna trausti á Guði.26
hegar svona er komið eru íslending-
ar farnir að tileinka sér „það sem
Verst er á hinum farsælu þjóðunum,
er lifa i þeim góðu löndunum", og
vanrækja að tilbiðja guð „fyrir vel-
lystingar sakir".27
Langvarandi góðæri þótti leiða til
upplausnar í samfélaginu og minni
guðrækni. Ég hef áður gert því
nokkur skil hversu bókstaflega öll
áföll voru túlkuð sem merki um
reiði guðs vegna slíks ástands28 og
læt því nægja hér að nefna lítið
dæmi um hvernig guðsóttinn gat
komið fram. Skagfirskan bónda
dreymdi mann er sat í stól í loftinu
yfir Vatnsskarði og dýfði vendi í
blóðpott og hristi í allar áttir.
Draummaður túlkaði sýnina: „það
var Guð, sem í stólnum sat, vöndur-
inn merkir straff, en blóðið merkir
dauða.1'29 Guðsótti af þessu tagi
verður skiljanlegur ef við höfum í
huga varnarleysi fólks gagnvart sjúk-
dómum og það hversu algengur,
jafnvel hversdagslegur hungurdauð-
inn var; en talið er að á bilinu 1600-
1800 hafi komið 58 meiri eða minni
hungurfellisár á íslandi.30
í raunveruleikanum fengu menn
ítrekaða staðfestingu á reiði guðs;
óttinn við refsingu og dauða var því
eðlilegur miðað við almenna trú og
ytri aðstæður. En eigi að síður virðist
samvirkni milli rétttrúnaðar annars-
vegar og drepsótta og hungurdauða
hinsvegar varla duga til að útskýra
þá hræðslu sem kom yfir fólk þegar
árgæska var óvenju mikil. Líklegra er
að það geri ráð fyrir viðlíka náttúru-
lögmáli og lýst er í vísunni:
Ef hún Góa öll er góð,
að því gæti mengi,
þá mun Harpa, hennar jóð,
herða mjóa strengi.31
En hverjar eru forsendur lögmáls-
ins? Síðasta dæmið sem ég ætla að
taka um hugsunarhátt af þessu tagi
felur í sér eins konar orsakaskýr-
ingu, en þegar að er gáð gerir skýr-
ingin vandamálið aðeins flóknara.
Heimildin er bréf ritað af Hjálmari
Jónssyni árið 1874, sem ber þess
merki að höfundur hefur ígrundað
málið vandlega.
Mér þótti gleðilegt að heyra í bréfi
yðar um þá miklu blessun af
síldarafla og fiskifeng; það er
mikil guðs gjöf þar nyrðra, en það
er eins og ég óttist fyrir, að þetta
mikla síldarhlaup svo snemma á
tíma muni kannske leiða eftir sig
vorkulda, því svo reyndist mér
það jafnan, sem og hvað annað,
sem gengur yfir eðli náttúrunnar
hér í þessu harðærissama landi.32
Skýring Hjálmars hefur yfirbragð
skynsemishyggju; það er eðli náttúr-
unnar, að minnsta kosti hér á ís-
landi, að leita aftur að því jafnvægi
sem raskast hefur vegna óvenjulegrar
árgæsku. Orsakasamhengið virðist
rökrétt, svo langt sem það nær, en
hvers vegna er gert ráð fyrir því að
síldarganga hafi áhrif á veðurfar? í
vélgengri náttúru sem að öllu leyti
er skýranleg með aðferðum náttúru-
vísinda er slíkt orsakasamhengi
ekki til. En þótt langt sé liðið á 19.
öld er þetta ekki sú náttúra sem
Hjálmar skynjar, heldur er það hin
lifandi náttúra sem refsar mönnum
fyrir að ganga á fjöll og tekur gjafir
sínar til baka. Ef ég skil Hjálmar rétt
þá hefði fiskigangan ein sér tæpast
valdið honum áhyggjum, en það
gerir hinn mikli fiskifengur, á
óvenjulegum tíma í harðærissömu
landi. Hegðun manna, líðan og
hugarfar hefur áhrif á hegðun nátt-
úrunnar; þegar þeim gengur allt í
haginn vofir hættan yfir.
Freud og lærisveinar hans hafa
greint hræðsluna við hubris, eða
hroka, sem afleiðingu sektarkenndar
sem allir menn finna til í meira eða
minna mæli. Aðeins refsing getur
linað sektarkenndina sem magnast
við langvarandi velgengni. Bent er á
að Forn-Grikkir, sem voru tiltölulega
lausir við sektarkennd miðað við
aðra menningarhópa, skilgreindu
hrokahræðslu sem einn af undir-
stöðueiginleikum sálarlífsins.33
Á 17. og 18. öld voru íslendingar
langt frá því að vera lausir við sektar-
kennd. Hart uppeldi var trúaratriði,34
en í landi hungurdauðans er líklegt
að kærleiksboðskapurinn hafi ekki
síður magnað samviskubit. Engar
heimildir greina frá líðan þeirra sem
í hallærum neyddust til að vísa ver-
gangsfólki frá sínum bæjardyrum,
en kvæðið Varúðarvísa, sem Hálfdan
Einarsson orti að afstöðnu hallæri
árið 1758 gefur innsýn í hugarástand
þjóðarinnar:
Syndir hyl sekra vondar
(sjá brár, hvernig þær tárastl),
tak hjörð þína, ó hirðir!
harmandi þér á arma.35
SAGNIR 49