Sagnir - 01.04.1989, Síða 52

Sagnir - 01.04.1989, Síða 52
Gunnar Halldórsson Skolinn Ebenezer Henderson (1784-1858) hóf hið mikla trúboðsstarf sitl í Danmörku árið 1805. „ Var þá danskt túariíf mjög í dreyfð og dróma. Árið 1814 kom hann til íslands á uegum Breska og erlenda Biblíufélagsins og hafði meðferðis íslenska Biblíu sem félagið hafði látið prenta í Kaupmannahöfn. Koma hans markar þau tímamót að nú fékk íslensk alþýða í fyrsta sinn tœki- fœri til að eignast Biblíuna fyrir uiðráðanlegt uerð. Ferðabók Hendersons um íslandsferðina kom út i Edinborg árið 1818 og uarð einhuer besta landkynning sem ísland hefur fengið. Er jafnue! talið að áhrif hennar á danska stjórnmálamenn hafi orðið til að auðuetda sjálfstœðisbaráttuna. Sérstaklega ber Henderson íslenskri alþýðu uel söguna fyrir góðar gáfur og fróðleik um hluti sem aðeins menntamenn láti sig uarða í öðrum löndum. En þetta mat hans er í hrópandi and- stöðu uið lýsingar ýmissa íslenskra menntamanna á gáfnafari alþýðunnar á 19. öld. Hliðstœðu uið þennan ágreining er að finna i mismunandi rannsóknaniðurstöðum og deilum félagsuis- indamanna nú á límum um uœgi erfða ananrsuegar og umhuerfis hinsuegar sem áhrifaualda á greind fólks. En í Ijós hefur komið að stéttarlegur uppruni og pólitískar skoðanir uísindamann- anna sjálfra hafa oft úrslitaáhrif á það að huaða niðurstöðu þeir komast.96 Sagnfrœðingum - og lesendum þeirra - er hollt að ihuga lœrdóminn sem felst í þessu dæmi. Ljóðlínur sem þessar eru lýsandi dæmi um hversu fjarlægur sá reynslu- heimur er sem hér er verið að skyggnast inn í, en við hljótum að álykta að reynslan af hungursneyð. hafi haft veruleg áhrif á hugsunar- hátt gamla sámfélagsins. Han.s vísdómsfulla ráð Allt fram á 19. öld var íslenskri al- þýðu ætlað að lesa guðsorðabækur í stað Biblíunnar,36 en á 18. öld var boðskapur þeirra orðinn verulega frá- brugðinn hugsunarhætti samtímans í Evrópu. í stað þess að áhersla sé lögð á yfirráð mannsins yfir náttúr- unni er hún enn tæki í hendi guðs til að refsa fyrir syndir. Árið 1771 hefði bók Stefáns Halldórssonar sem vitnað var í hér að framan þótt tímaskekkja víðast hvar í Evrópu en á íslandi varð hún vinsæl og kom síðast út árið 1836. „Guðs blessan er það sem seður þig og vermir en ekki þitt erfiði og forsjón",37 segir Stefán. Tilgangsleysi mannlegrar við- leitni til að bjarga sjálfum sér er staðfest, en þjáningum er aftur á móti gefinn tilgangur: Hér fyrir leggur hinn alvísi Guð sínum börnum uppá kross og hörmungar, svo hann þar með hafi í taumi gjálífi gamla mannsins, og kenni þeim að halda sig ekki saklaus.33 Þjáningin verður léttbærari þar sem hún er merki um elsku guðs og felur í sér fyrirheit um annað líf „í fagnaðar- hæðum himnanna",39’ en þjáningar þessa heims eru óumflýjanlegar: því kann engin magt, hvorki djöf- uls né veraldar, að auka þeim nokkurt angur fram yfir það, sem hans vísdómsfulla ráð hefur niðurskammtað og leyfir.40 Það var huggun harmi gegn að þján- ingar þessa heims voru ákvarðaðar af guði og þjónuðu æðsta tilgangi fífsins, að hjálpa mönnum að verða hólpnir. En þetta viðhorf fól líka í sér að enginn mannlegur máttur gæti dregið úr þjáningunum og að viðleitni í þá átt væri beinlínis hættuleg sáluhjálp. Eðlileg niður- staða út frá þessum forsendum var að börnum væri best að deyja sem fyrst og fara til guðs. En í samfélagi sem taldi allar breytingar í framfara- átt varhugaverðar var barnadauði einnig æskilegur af öðrum orsökum. Hræðsla við fólksfjölgun Þegar hörð andstaða íslenskrar valdastéttar gegn þéttbýlismyndun við sjó er skýrð með tilvísun til einkahagsmuna bænda hættir sagn- fræðingum til að sleppa þeim atrið- um í heimildunum sem gefa tilefni til flóknari skýringa. Það er til dæmis rétt að Magnús Stephensen kveðst vera á móti búðsetu vegna þess að vinnufólkið hleypur „úr vistum í þurrabúða ómennsku og hægð, svo jarðir verða ekki, fyrir fólkseklu upp- unnar eða fénaður forsorgaður."41 En þar með er ekki öll sagan sögð. Þegar Magnús heldur áfram að lýsa afleiðingum þurrabúðaiífsins leiða fullyrðingar hans um vont siðferði búðsetufólks beint til hugleiðinga um fólksfjölgun. Vinnuhjú „keppast að flytjast pörum saman í þurrabúð- anna hægð, til að geta þar börn."‘,2 Af þessari giftingaráráttu „ietimaga og öreiga"43 leiðir öll ógæfa þjóðar- innar. Veit ég samt vel, að ríkisstjórnir leggja kapp á að fjölga hjóna- böndum, en ekki fækka, allt til fólksfjölgunar, er þær álíta landa ríkdóm og ég játa það sama,11 50 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.