Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 61

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 61
Um blessaðan lífs-ávöxt á 17. og 18. öld I Bessastaðapóstum frá 1685, vegna „vors allranáðugasta arfa- kóngs stóru og víðfrægu meðaumk- unnar og náðar"2 eru gefnar út til- skipanir um uppeldi, þar sem sérleg áhersla er lögð á að „halda börnum og þjónustufólki til ærlegs erfiðis og manndóms, og til hlýðni og ótta við sína yfirboðara."3 Það átti að vera starf hreppstjóra og presta að umvanda og straffa aðskiljan- legan ókristilegan lifnað og fram- ferði, svosem guðs heilaga nafns, orðs og sakramenntanna vanrækt, misbrúkun og forakt, helgra daga vanbrúkun, illa forlíkun ektafólks ímillum og barna, úngdómsins ómennsku, agaleysi og óttaleysi við sína foreldra, kennifeður og aðra yfirboðara, þjónustufólksins leti, ódygð, óhlýðni og sjálfræði, og af þessu vaxandi margvíslega landsins fordjarfan ...4 En ef eftir sem áður „einn partur af börnum og þjónustufólki [værij ... latt, ódugtugt, blótsamt, trássugt og óhlýðið í orðum og verkum við sína foreldra og húsbændur"5 þá varð að uPpþenkja önnur ráð: Að tilskikkast mættu hespur og gabastokkar, eða þvílíkt hentugt fángelsi héldist á öllum biskupa- stólum, prófasta og presta görðum ... til að hindra og straffa guðs orðs foraktara, létíngja og lausagángara, samt þverbrotin og óhlýðin börn og þjónustufólk, eptir því sem sérhver yfirboðari vill með góðri samvizku bekennd- ur verða fyrir guði og yfirvaldinu, að hann í kristilegri og nauðsyn- legri umvöndum gjöri ...6 Hlýðni Undir lok 17. aldar fór að bera á v'ssu andsvari við bókstafstrú rétt- frúnaðarins og krafa kom fram um bfandi og virkt trúarlíf. Þessi stefna, Píetisminn, var eins konar siðbótar- vakning, sem tók ekki einungis til tþúarlífs og uppeldis, heldur einnig menntamála. Ekki var þó sorfið að einvöldum konungum, sem eftir sem áður höfðu vald sitt frá Guði, en grunnur var lagður að stjórnskip- an einveldis samfara siðbreytingu 16. aldar. Einvaldurinn var æðsta höfuð hinnar lúthersku kirkju og varð því einskonar fulltrúi Guðs á jörðu hér; hlýðni við konung þýddi því hlýðni við Guð. Heimilin höfðu sinn eigin „ein- vald“ föðurinn/húsbóndann, en húsmóðurinni var skipað á bekk með börnum og hjúum. Eitt höfuð skyldi vera á hverri fjölskyldu því Eftirlíking af gapastokk, en ekki er ósennilegt aö slíkir hafi fyrirfundist hér á landi. „að tvíhöfða heimili yrði sjálfu sér sundurþykkt, óskapnaður sem Guð hefði vanþóknun á.“7 Því skyldi einn ráða samkvæmt boðskap Lúthers. Með þessa nýju siðbót í huga sendir kóngur hingað Ludvig Har- boe biskup með ýmsar tilskipanir um endurbætur í menntun og upp- eldi Islendinga í sönnum einveldis- anda. Meðal þessara tilskipana var svonefnd Húsagatilskipun gefin út í júní 1746.8 Þar kemur fram að ekki finnist konungi uppeldi rétttrúnað- arins hafa tekist allt of vel á „landi sínu íslandi". Forvitnilegt er því að velta því fyrir sér hvort rétttrúnaður- inn og siðbótarafkvæmi hans, píet- isminn, hafi haft ólík áhrif á uppeldis- aðferðirnar. í húsagatilskipuninni er vitnað til hins illa aga sem ríkt hafi, og eru þar ýmsar skipanir um úrbætur á „hingað til verandi viðurstyggilegum vana ...“9 Þar sem vitnað er til þótta og sjálfræðis barna og þjónustu- fólks og bent á að slíkt skuli öngvan- veginn líðast. Þá eru foreldrar einnig varaðir við „eftir hingað til brúkan- legum siðvana"10 að láta of mikið eftir börnunum, en áminntir um að hirta þau ærlega með mikilli alvöru, bæði með orðum og hendi. Þá skal „sá heimskulegi vani, sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að hræða börn með jóla- sueinum eður vofum alldeilis vera afskaffaður",11 en guðsótti og reiði Guðs þeim mun harðar ítrekað. Þótt sífelld áminning um refsivönd Guðs og ógnir helvítis hafi dunið á fólki á tímum rétttrúnaðarins, telur Dana- konungur greinilega að jólasveinn- inn sé enn hættulegri sálum þessa lands. Með húsagatilskipuninni hefur átt að herða enn agann og bæta sið- venjur og kalla fram auðmýkt og undirgefni við yfirvöld, en þó trú- lega á mannúðlegri hátt en áður (samanber Bessastaðapósta) í anda píetismans. „ein Guðs gáfa“ Þar að börnin eru ein Guðs gáfa, þá eiga þaug að helgast hönum í móður-lífi, og ber kristilegum for- eldrum þess vegna daglega, þann tíma móðurin er ólétt, innilega að ákalla Guð í þeirra bænum, að hann vilji varðveita og blessa þeirra lífs-ávöxt ...l2 Svo segir í húsagatilskipuninni. En hversu lengi var þessi „lífsávöxtur" barn á þessum tíma? Hvernig var að vera barn á 17. og 18. öld á íslandi? Loftur Guttormsson bendir rétti- lega á, að sitthvað sé að vera barn/ unglingur í iðnaðarþjóðfélagi eða lítt verkskiptu samfélagi.13 Þannig hefur það verið annað að vera barn í danskri borgarmenningu eða í bláfátækum íslenskum sveitum. Varð ekki oft að setja tilfinningar og SAGNIR 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.