Sagnir - 01.04.1989, Side 76

Sagnir - 01.04.1989, Side 76
Erla Hulda Halldórsdóttir hann kemst að orði: „Náttúran segir til sín.“18 Konur munu heldur ekki sækja í þau störf sem þær geta ekki sinnt sökum líkamlegra ástæðna. Flestir þingmannanna eru á sama máli og Hannes, og þykir sjálfsagt að auka réttindi kvenna. Það geri þeim kleift að finna út sjálfar hvers þær eru megnugar og þannig muni þær hætta að krefjast þeirra karla- starfa sem þær geta ekki sinnt. Einn þingmannanna líkti saman konum og kúm. Hann taldi að konurnar vildu embættin einungis af því að þeim væri meinaður aðgangur að þeim, rétt eins og kýrnar sæktu í töðuna í næsta bás þó svo að hún væri síst betri en sú sem þeim stæði til boða í eigin bás. Sá sami biður félaga sína því að vera alveg rólega því að konur muni ekki velja sér „annan verkahring en þann“, sem þær væru „færar um að gegna":19 Til hvers eru konur hæfar? Það voru aðeins tveir þingmenn, þeir Jón Jónsson í Múla og dr. Jón Þorkelsson, sem beinlínis töluðu á móti frumvarpinu frá 1911. Þeir álitu báðir að konan væri hreint yndisleg- ur skapnaður, en hún á að halda sig á sínu sviði. „Konur eiga að vera mæður barna sinna og gæta hús- móðurstarfa á heimilinu", segir Jón Jónsson, og þykir afkáralegt og öfug- snúið ef svo færi að karlinn yrði að sitja heima yfir börnum og búi á meðan að konan færi um sveitir að sinna embættiserindum sínum. „Karl- menn ... [eruj miklu færari um að gæta opinberra starfa en kvenfólk."20 Um dr. Jón Þorkelsson fjallar Bríet Bjarnhéðinsdóttir í Kvenna- blaðinu eftir að frumvarpið var samþykkt. Bríet sat á þingpöllum á meðan umræður um frumvarpið fóru fram og fylgdist grannt með öllu sem fram fór. í grein sinni hefur hún eftir Jóni að „þótt konur væru „góð guðsgjöf til síns brúks“, þá væru þær ekki færar í embætti, eða aðrar þær stöður, sem körlum væru sérstaklega ætlaðar."21 Þessi ummæli Jóns er ekki að finna í Alþingistíð- indum en hvort sem hann hefur við- haft þau eða ekki má segja að í 74 SAGNIR þeim felist inntak umræðna hans á Alþingi. Hann telur eins og nafni hans í Múla að konan eigi að vera húsmóðir og uppalandi, og í hæsta máta óeðlilegt að hún sinni öðru hlutverki en því sem guð og aðrir karlar hafa ætlað henni. Jón er sér- staklega á móti embættum í hönd- um kvenna og þá einkum prests- embættinu, en kona í prestshempu stríðir á móti kristnum lögum að hans'áliti. Þetta rökstyður hann m.a. með því að Páll postuli hafi boðað „að konur skuli halda sér saman í kirkjunni og steinþegja í söfnuðin- um.“ Jón klykkir út með því, að frumvarpið hafi verið sett fram til að þóknast „óvitrari" konum!22 Þingmenn töldu að það væru nokkur störf sem konur gætu ekki sinnt jafn vel og karlar. Þar höfðu þeir einkum í huga sýslumanns- og læknisembættin, sem kröfðust ferða- laga um fjallvegi eða aðrar ófærur og þá oft í tvísýnu veðri. Hins vegar þótti þeim allt í lagi að samþykkja frumvarpið þar sem konur myndu þá fljótt finna sinn rétta farveg.23 „Alt er það öfugt, sem fer í bága við lögmál náttúrunnar."24 Árið 1912 kom út á Akureyri bókin Kvenfrelsiskoriur eftir Stefán Daníels- son (f.1834). Það verður að segjast eins og er, að heldur fer lítið fyrir ritsnilld höfundar enda tilgangurinn með ritun bókarinnar annar en sá að hasla sér völl sem rithöfundur. í henni eru konur búnar að fá öll möguleg réttindi og sagt er frá fjór- um konum sem notfæra sér þau og hætta sér inn á valdsvið karlmanns- ins. í stuttu máli sagt, þá fer illa fyrir öllum kvenpersónum sögunnar, enda sjá þær að konur ráða ekki við hlutverk karlmannsins. Hamingjuna finna þær síðan í eldhúsinu, í sinni réttu stöðu, og karlinn situr einn að sínu hlutverki. Höfundur segir okk- ur sitthvað um tíðarandann með riti sínu og hið skemmtilega er að á meðan hann er önnum kafinn við að sýna hvernig fer fyrir konum sem stíga af sinni réttu braut þá sýnir Hér er hin dœmigerða íorpokaða piparjúnka komin í hluluerk ytirvaldsins og eru undirmenn hennar greinlega lítl hrifnir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.