Sagnir - 01.04.1989, Síða 79

Sagnir - 01.04.1989, Síða 79
Fábjánar og afburðamenn! Rekja má upphaf mannbótastefnunnar allt til utsindabyltingarinnar á 17. öld. eru áskapaðir mismunandi hæfi- leikar eða eiginleikar sem gerir það að verkum að þeir eru mishæfir til að komast af. Náttúran velur úr þá hæfustu og vinnur sjálf að því að bæta hverja tegund. Fram að því er Darwin setti fram í>ýnar hugmyndir, miðuðust athug- anir vísindamanna einkum við það að komast að því af hverju hlutirnir væru eins og þeir voru. En með kenningum Darwins fóru menn að reyna að komast að því hvernig mál- in myndu þróast í framtíðinni. Þró- unarkenning Darwins fékk þannig vísindamenn til að skoða manninn í nýju ljósi. Maðurinn hafði alla tíð verið álitinn fullkomnasta lífveran á jörðinni og Darwin tók undir það en hann benti jafnframt á að maðurinn hefði þróast í gegnum aldirnar og því þótti mörgum rökrétt að gera ráð fyrir að hann myndi halda áfram að Þróast. í framhaldi af því kom upp sú hugmynd hvort ekki mætti með einhverju móti flýta þessari þróun. Mannbótahugmyndir eru þannig komnar fram vegna einlægrar fram- farahyggju og oftrúar á lögmál. Allt fal um mannbætur miðaði að því að búa til betra mannkyn og betra mannlíf. Eru þeir hæfileikalausu hættulegir? Mönnum hefur lengst af verið ljóst að einstaklingar eru mismunandi hæfileikaríkir. Þessi mismunur hef- ur löngum verið notaður til að rétt- læta margs kyns ójöfnuð. En nú fóru menn að skoða þennan ójöfnuð út frá nýju sjónarhorni. Kenning var sett fram um að þeir hæfileikalausu og veiku væru hættulegir framtíðar- heill mannsins. Talið var að slíkir einstaklingar hefðu áður orðið und- ir í lífsbaráttunni og ekki náð að auka kyn sitt. En á seinni tímum hefði manneskjan farið að vinna gegn þessu náttúruvali með þeim afleiðingum að þeir sem undir „venjulegum kringumstæðum" hefðu dáið, fái nú að auka kyn sitt. Þetta átti svo aftur að leiða til þess að teg- undinni homo sapiens færi aftur á þróunarbrautinni. Guðmundur Finn- bogason (1873-1944), heimspeking- ur og landsbókavörður, segir árið 1929 í greininni „Vísindin og fram- tíð mannkynsins": Þeir menn, sem voru fyrir svo sem þrjátíu þúsund árum, virðast ekki hafa verið í neinu ver gefnir en vér nú erum. Þeir voru að meðaltali um 188 cm. á hæð og heilinn M> stærri en í Evrópu- mönnum nú á tímum. Ástæðan til þess, að meðfæddum hæfi- leikum manna fór ekki lengur fram, mun hafa verið sú, að eftir því sem félagslíf og menning óx, varð meira komið undir sam- bandi einstaklinga við þá félags- heild, er þeir lifðu í, heldur en dug sjálfra þeirra. Þeir gátu lifað í skjóli heildarinnar, notið styrks af hjálpargögnum hennar og þar með verið minna undirorpnir náttúruvali.1 Sem sagt mannkynið er ómeð- vitað að vinna gegn sjálfu sér. En hvað er þá til úrlausnar? Jú, hægt er með ýmsum ráðstöfunum að snúa þróuninni til betri vegar. Flestir mannbótasinnar tala um að rétt sé að koma í veg fyrir að „fábjánar og vitfirringar" geti alið af sér afkvæmi en stuðla beri að því að „atorkusamir menn" geri það. Guðmundur Finnbogason vitnar í grein sinni 1929 í enska heimspek- inginn Bertrand Russel (1872- 1970). Russel vildi gera fábjána ófrjóa en varaði jafnframt við því að hætta væri á að stjórnvöld skil- greindu þá fábjána sem væru and- stæðir þeim í stjórnmálum. Russel vildi að flogaveikir menn, drykkju- ræflar o.fl. væru gerðir ófrjóir. Hann viðurkenndi að viss hætta væri á að einn og einn gáfumaður myndi tap- ast við þetta t.d. væri líklegt að Dickens hefði ekki fæðst ef ófrjó- semisaðgerðir hefðu verið gerðar á sínum tíma því að faðir hans mun hafa verið mikið fyrir sopann. En betra er að missa einn gáfumann ef hægt er með því að koma í veg fyrir að margir fábjánar fæðist. Guð- mundur Finnbogason segir að takist að fækka afkomendum fábjána en fjölga afkomendum afburðamanna komi framfarir af sjálfu sér. Aðal- hættan er að mannkyninu fari svo mikið aftur áður en árangur af mannbótaaðgerðum kemur í ljós að ekki verði úr bætt. Því er nauðsyn- legt að flýta mannbótum sem kostur er.2 Ýmsir óttuðust að hvíta kynstofn- inum væri stórkostleg hætta búin. SAGNIR 77
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.