Sagnir - 01.04.1989, Page 80

Sagnir - 01.04.1989, Page 80
Egill Ólafsson Sumir uísindamenn álitu að hœgt vœri að meta gáfur fólks eftir útliti. Myndir af 12 piltum uoru lagðar fyrir274 sérfrœðinga og þeir beðnir að raða þeim upp eftir gáfnafari. Eftir að piltarnir höfðu gengist undir gáfnapróf kom i Ijós að sérfrœðingunum hafði aðeins tekist að geta sér nokkuð rétt til með fáuitana (uitkuóti undir 50). Huer er gáfaðastur og huer er heimskastur? Steingrímur Matthíasson (1876- 1948) læknir skrifaði t.d. grein í Skírrti 1913 þar sem hann bendir á að hvíti kynstofninn stefni hraðbyri að feigðarósi. Steingrímur bendir á ýmis dæmi máli sínu til stuðnings. Hann segir að sjúkdómum fjölgi, glæpum og sjálfsmorðum fjölgi, úrkynjun sé tíðari, fávitum og geð- sjúklingum fjölgi. Hann nefnir t.d. máli sínu til stuðnings að rannsókn á skólabörnum í New York sýni að 93% þeirra séu vanþroska og að allt stefni í að geðsjúklingar verði í meirihluta í Texas í Bandaríkjun- um. Síðan er hin hæga fjölgun hvíta kynstofnsins í samanburði við aðra kynstofna auðvitað mikið áhyggju- efni.3 Helsti forystumaður mannbóta- stefnunnar, enski vísindamaðurinn Sir Francis Galton (1822-1911), frændi Darwins, taldi að með því að skoða ættartölur mætti finna ættir þar sem nær eingöngu væru fábján- ar, drykkjumenn eða glæpamenn. Ýmis dæmi voru nefnd þessu til sönnunar svo sem afkomendur Martins Kallikaks, sem var hermað- ur í frelsisstríðinu í Bandaríkjunum. Af 480 niðjum hans voru 143 skil- greindir sem fábjánar og aðeins 46 taldir eins og fólk er flest.4 Upp úr vangaveltum af þessu tagi spratt sú kenning að vestræn menning væri að hruni komin. Að því er best verður séð eru tvær höfuðröksemdir fyrir mannbótum. Önnur er að þróun sé staðreynd og að maðurinn eigi að nota þá þekk- ingu og þau tæki sem hann hefur, til þess að flýta þróuninni og beina henni í æskilegan farveg. Hin rök- semdin er að heimurinn fari versn- andi og því verði maðurinn að grípa inn í hina náttúrulegu þróun ef mannkynið eigi ekki að úrkynjast en slík úrkynjun hefði óhjákvæmilega í för með sér hnignun og tortímingu mannkynsins. Ofurmennið Kenningar um mannbætur eru tengd- ar hugmynd þýska heimspekingsins Friedrichs Nietzsche (1844-1900) um ofurmennið. Nietzsche hreifst af þróunarkenningu Darwins og því að baráttan fyrir lífinu hefði getið af sér æðri tegundir jurta og dýra. Nietz- sche bjó til nokkuð flókið kenninga- kerfi þar sem meginþemað er bar- átta hins veika og hins sterka sem getur af sér ofurmennið. í kenningu Nietzsches um þræla- og herrasið- ferði koma fram þeir tveir pólar sem mannbótafræðin nærðist á. Annars vegar er það hugprýðin, hreystin og drengskapurinn og hins vegar auð- mýktin, miskunnsemin og veiklynd- ið. Nietzsche varaði við meðal- mennskunni og hjarðlífinu. En hann var ekki einn um að óttast meðal- mennskuna og óska eftir afburða- mönnum, enski heimspekingurinn John Stuart Mill (1806-1873) gerði það t.d. líka. Nietzsche talar um að aðaltilgangur mannsins með jarðlífi sínu sé að framleiða nýja og æðri veru, sem sé jafnhátt yfir mannkynið hafin og mennirnir eru yfir dýrin í dag.5 Kenningar Nietzsches hafa verið túlkaðar á ýmsa vegu eftir hans daga. Nasistar hófu hann upp til skýjanna og notuðu það sem þeim hentaði úr kenningum hans sér til framdráttar. í sjálfu sér er ekki rétt að kenna Nietzsche við nas- isma. Hann hafði t.d. andúð á gyð- ingahatri og þýskri þjóðernishyggju. Ekki er hægt að kenna honum um hvernig kenningar hans hafa verið túlkaðar eftir hans daga. í nasismanum var alls kyns hug- myndum steypt saman í eitt kenn- ingakerfi. Nasisminn var fyrst og fremst stjórnmálahreyfing sem nærðist á niðurlægingu þýsku þjóð- arinnar og því stjórnleysi sem skapaðist eftir fyrri heimsstyrjöld- ina. Hugmyndafræði nasismans mótaðist mikið af þessu. Reynt var 78 SAGNIR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.