Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 81

Sagnir - 01.04.1989, Qupperneq 81
Fábjánar og afburðamenn! Mannbótasinnar létu sér detta í hug að mœla útlit og líkamsbyggingu fólks. M.a. þurfti að mœla nefið. að ala á hatri út í óvini ríkisins. Þar voru gyðingar og kommúnistar efstir á blaði. Áhersla var lögð á misk- unnarleysið í lífsbaráttunni líkt og félagslegi Darwinisminn gerði. í samræmi við þetta voru veikir ein- staklingar gerðir ófrjóir eða hrein- lega drepnir. Sterkir og heilbrigðir einstaklingar voru vegsamaðir og af- burðamönnum var sérstaklega hampað. Gripið var til gamalla kenninga um hinn hreina aríska kynstofn og þær færðar í vísindaleg- an búning. Saman við þetta var síð- an hrært gamalgrónu kynþáttahatri. Nasistar höfðu uppi áform um víð- tsekar kynbætur á mönnum. Lítið af bví komst í framkvæmd nema auð- vitað hin umfangsmikla útrýming gyðinga og fleiri hópa. Umræður um mannbætur hafa að mestu fallið niður síðan Hitler reyndi að koma einhverju af þeim hugmyndum sem Þar lágu að baki í verk. Félagslegur Darwinismi ^annbótastefnan er ekki nema einn angi af þeim hugmyndum sem sPruttu í kjölfar kenninga Darwins. Hugmyndir komu fram sem gengu að sumu leyti enn lengra en mann- bótastefnan, þ.e.a.s. hinn svokall- sði félagslegi Darwinismi. Englend- ingurinn Herbert Spencer (1820- 1903) er talinn forvígismaður stefn- nnnar. Spencer og Darwin voru samtímamenn og sóttu hugmyndir hvor til annars. Spencer vildi að helst ekkert yrði gert til að hefta náttúruúrvalið. Árni Sigurjónsson hefur orðað þetta vel í grein sinni um Sigurð Nordal en Sigurður hreifst af kenningum Spencers um tíma. „Maðurinn er dýr... og á að laga sig að hrynjandi náttúrunnar í stað þess að fara öfugt að, aðlaga náttúruna eigin þörfum."6 Frjáls náttúruleg samkeppni átti að ríkja á sem flestum sviðum og hún átti að ala af sér sterkara og hæfara mannkyn. Barátta hvers einstaklings fyrir því að lifa af átti að hafa þessi jákvæðu áhrif. í samræmi við þetta mátti ekkert gera sem hindraði sam- keppnina eða viðhélt óhæfum og veikum einstaklingum. Opinber heilsugæsla, ríkisskólar og önnur opinber þjónusta var slæm því hún virkaði sem hemill á líffræðilega þróun og stuðlaði að leti og ómennsku, dró úr sjálfsbjargarhvöt og ól upp miðlungsmenn.7 Spencer var mjög á móti allri ómagafram- færslu og taldi réttast að óduglegir menn og framtakslausir yrðu látnir deyja drottni sínum frekar en að þeir lægju uppi á þjóðfélaginu og fengju að auka kyn sitt óhindrað. Þó að Spencer gerði mikið úr náttúruástandinu, þá vildi hann alls ekki einhvers konar afturhvarf til náttúrunnar. Hann taldi þróunina frá villiþjóðum hafa verið jákvæða í flestum efnum. Framundan sá hann þjóðfélag þar sem maðurinn átti að ná slíkri fullkomnun að öll stjórnun yrði með öliu óþörf og að maðurinn yrði um síðir svo góður að allt órétt- læti hyrfi af sjálfu sér.8 Þetta minnir að sumu leyti á hugmyndir anarkista. Spencer lendir í nokkrum vandræð- um þegar hann þarf að fara að skýra hvað tekur við þegar fullkomnuninni er náð. Hann er helst inni á því að þá taki hnignun við og jafnvel að það sé einhvers konar hringrás í sögunni. Félagslegur Darwinismi byggir á þeirri hugmynd sem er studd vís- indalegum rökum að í náttúrunni ríki óheft samkeppni og hver ein- staklingur hugsi þar eingöngu um sjálfan sig. Spencer taldi að í nátt- úruástandinu standi maðurinn einn en samvinna milli manna hafi kom- ið til með samfélagsmyndun.9 Þetta er ekki fjarri því sem enski heim- spekingurinn Thomas Hobbes (1588 -1679) sagði. Fræðilega séð stenst þessi hugmynd ekki því að hægt er að benda á mörg dæmi í ríki náttúr- unnar um samvinnu dýra s.s. hjá maurum og fleiri tegundum. Það er því ekki hægt að útiloka að sam- vinna og bróðurkærleikur sé sú meginregla sem á að gilda í mann- legum samskiptum. En spurningin um mannlegt eðli er umdeild. Er maðurinn í eðli sínu slæmur eða er maðurinn í eðli sínu góður? Eða hvorugt? Spencer er með ofureinfalt svar við þessum spurningum. Hann segir að hinir líffræðilega hæfu séu jafnframt þeir sem vegni vel efna- hagslega og séu auk þess siðferði- lega góðir. Líffræðileg framþróun fer því saman við bætt siðferði. Rétt- lætistilfinning og réttsýni verður um síðir að ríkjandi dyggð. í rökréttu framhaldi af þessu telur Spencer að þeir líffræðilega óhæfu séu einnig fátækir og siðferðilega vondir. Ef þessu er ekki þannig farið getur lögmálið um framþróun ekki útskýrt efnahagslega velgengni og séu hinir hæfu og ríku ekki siðferði- lega góðir er ómögulegt að sýna fram á að þeir verðskuldi þær eignir sem þeir eiga.10 Nú er það bara þannig að það er útilokað að sýna fram á að þetta þrennt, hæfni, ríki- dæmi og gott siðferði, fari saman. Líkamleg framþróun þarf ekki endi- lega að leiða til betra siðferðis. Hinn sterki einstaklingur þarf ekki endilega að vera góður heldur má þvert á móti gera ráð fyrir að hann SAGNIR 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.