Sagnir - 01.04.1989, Síða 96

Sagnir - 01.04.1989, Síða 96
Jón Ólajur ísberg við þessari nýlendustefnu, sem hann sagði vera upprunna hjá stór- útgerðarmönnum. Héðinn lýsti þeirri skoðun sinni að réttast væri að Græniand yrði undir alþjóðlegri stjóm, sem bæri hagsmuni innfæddra fyrir brjósti. Pétur Ottesen var ekki í neinum vafa um rétt íslendinga í þessu máli, hvorki þá né síðar. Hann sagði: „Réttur íslendinga er miklu eldri [en Danaj og rætur hans liggja djúpt og víða í meðvitund íslensku þjóðarinnar og fjölda margra erlendra fræðimanna víðs- vegar um heim...“15 Einar Arnórs- son mótmælti röksemdum Péturs og Jóns og sagði íslendinga hafa engan sögulegan né lagalegan rétt til að krefjast yfirráða á Grænlandi. Ummæli Einars hleyptu illu blóði í þá félaga og Jón Þorláksson taldi það sérlega óheppilegt að íslenskir lögfræðingar hefðu aðrar skoðanir á málinu en íslenska þjóðin. Sama skoðun kom fram hjá Pétri og hann sagði m.a. um grein Ólafs Lárusson- ar að hún væri „vægast sagt mjög óheppileg".16 Tillagan var samt samþykkt með 28 samhljóða at- kvæðum. Nokkrum mánuðum síðar spurðist Pétur Ottesen fyrir hvað ríkisstjórnin hefði aðhafst í málinu en fékk engin svör og málið var loks tekið af dagskrá ári síðar. Það virðist sem mikil samstaða hafi verið meðal þjóðarinnar í þessu máli og þeir sem voru því andvígir voru eiginlega ekki sannir íslend- ingar. Þó sérhver sögulegur atburð- ur sé einstakur þá læðist að manni sá grunur að menn hafi talið endur- komu „Gullaldar íslendinga" mögu- lega. Til þess að svo mætti verða urðu íslendingar að fá pólitískt og efnahagslegt sjálfstæði í sínu landi og þeim löndum er þeir byggðu fyrrum. Veðrabrigði alþjóðastjórn- mála var eitthvað sem veðurglöggir íslendingar voru ekki búnir að átta sig á. Lokatilraunin Einsog áður hefir komið fram munu útgerðarmenn upphaflega hafa komið fram með þá hugmynd að fá aðstöðu fyrir fiskveiðiflota á Græn- landi. Fiskiþing hélt þessu máli vak- andi með ítrekuðum ályktunum á þingum sínum. Hér er einnig rétt að geta þess að 1929 var farinn leið- angur til Grænlands til að sækja þangað lifandi sauðnaut. Alþingi veitti 20.000 kr. styrk til að flytja inn dýrin og áttu þau að bæta upp fá- tæklegt dýralíf íslands. Áhuginn á sauðnautunum var þó ekki einungis „dýrafræðilegur" heldur var einnig um að ræða pólitíska aðgerð. Ár- sæll Árnason, einn forsprakki ferð- arinnar, lýsti tilfinningum sínum þannig er hann steig í fyrsta sinn fæti á Grænland: „Það má lá mér hver sem vill, en einkennileg tilfinn- ig var það, sem greip mig er ég steig fæti á Grænland, þessa fornu eign íslendinga ... Var það metnaður, söknuður, sjálfstæðiskend?"17 Á þriðja áratugnum var ungur maður, Jón Dúason að nafni, við doktorsnám í Kaupmannahöfn. Hann átti síðar eftir að verða helsti Grœnlensk börn. „Lífsgleði, alorka, djarfmannleg framkoma og önnur norrœn skapgerð" sannaði uppruna Grænlendinga að mati Jóns Dúasonar. postuli íslensku nýlendustefnunnar. Árið 1924 bauð hann mönnum að kaupa fyrirfram doktorsritgerð sína Grönlands statsretslige StiUing i Middelalderen, sem hann hugðist verja við Kaupmannahafnarháskóla sama ár. Óvíst er hvernig salan gekk en hitt er víst að ritgerðinni var hafnað. Fjórum árum síðar varði Jón doktorsritgerðina við Lagadeild Oslóarháskóla þar sem dr. jur. Gustav Smedal formaður íshafsráðsins réði ríkjum. Á næstu árum var Jón ötull við að skrifa í blöð og tímarit um þetta hjartans mál sitt. Ríkisstjórnin hafði hins vegar öðrum hnöppum að hneppa og skipti sér ekkert af Grænlandi. Eitthvað hefir þó ríkis- valdið verið að manga til við Jón því hann gaf út bækur sínar RJettar- staða Grœnlands nýlendu íslands I—II með styrk úr ríkissjóði. Þar sem Jón Dúason var helsti forvígis- maður nýlendustefnunnar og hafði auk þess fengið skoðanir sínar viðurkenndar til doktorsprófs er ekki úr vegi að skoða þær aðeins nánar. Grænland var numið af íslending- um, þar giltu íslensk lög og landið var stjórnskipulega hluti af íslenska ríkinu á þjóðveldistímanum. Er ís- lendingar gengu Noregskonungi á hönd fylgdi Grænland með sem ný- lenda ríkisins. íslendingar voru enn til staðar á Grænlandi, þeir höfðu að vísu blandast eskimóum lítið eitt en „lífsgleði, atorka, djarfmannleg framkoma og önnur norræn skap- gerð“ sannaði hver uppruni þeirra var. Auk þess giltu þau lög til forna 94 SAGNIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.