Sagnir - 01.06.2005, Side 13

Sagnir - 01.06.2005, Side 13
Tílurð Hasarblaðsins Þorsteinssyni sem rak í rogastans þegar við létum hann hafa eitt eintak af Hasarblaðinu. Hann sagði ekki margt en maður sá það á svipnum að hann var mjög hissa. Ég veit að foður mínum, Jóni Guðnasyni, sem þá var dósent í sagnfræði, var heldur ekki skemmt. Sagnir: Þú talar um að þið hafið ekki átt neinapeninga og að þið hafið þurft að treysta á söluna. Hvernig gekk það? Stóðuð þið slyppir og snauðir eftir? GJ: Nei, ég held nú að á endanum hafi þetta alveg bjargast. Salan gekk nokkuð vel að mig minnir og einnig fengum við einhverjar auglýsingatekjur. Utgáfan var gerð af miklum vanefnum og reynsluleysi. Við unnum efnið mikið til sjálf og myndaöflunina og hönnun kápu annaðist ég að mestu leyti. Svo fengum við gott tilboð frá prentara. Hann sá bæði um umbrotið og prentunina og kom með upplagið í kassa einn eftirmiðdaginn vorið 1978. Við dreifðum því svo meðal manna. Sagnir: En hvernig gekk að afla efnis i blaðið? Var erfitt að fá fólk til að lána greinar? GJ: Mig minnir að það hafi verið talsverð fyrirhöfn að fá efhi enda var það nýbreytni að sagnfræðinemar útbyggju efni sem væri boðlegt til útgáfu. Við fengum nokkra nema til að leggja fram námsritgerðir í blaðið. I því var að finna grein Gísla Agústs Gunnlaugssonar og Stefáns Hjálmarssonar um Hlífardeiluna í Hafnarfirði 1939 og einnig átti Sigurlaug Gunnlaugsdóttir grein sem hét „Um söguskoðun Einars Olgeirssonar og sögulega efnishyggju“, sem þótti nýstárleg og greinandi. Mig minnir að það hafi verið námskeiðsritgerð, þótt ég þori ekki alveg að fara með það. Svo var frétt frá Helga Sigurðssyni sem tók þátt í útgáfu svokallaðra fagkrítiskra bæklinga sem félagar í Fylkingunni i sagnfræðinni stóðu einkum að. Loks þýddi ritstjómin langa grein eftir Eric Hobsbawn sem nefndist „Framlag Karls Marx til sagnaritunar". Þið sjáið að þetta er geysilega róttækt efhi og mjög undir áhrifum ffá róttæknibylgju sem reið húsum í Háskólanum og meðal ungs fólks á þessum tíma. Fjallað er um ffæðikenningar Karls Marx og áhrif þeirra á sagnfræðina. í greininni lítur Hobsbawm gagnrýnisaugum á margar kenningar sem vinsælar vora í félagsvísindum á þessum tíma. Okkur, sem lögðum einnig stund á nám í þjóðfélagsfræðum, þótti mikill fengur að umfjöllun Hobsbawms. Söguskoðun Einars Olgeirssonar var krufin en hann var eins og menn vita einn af forystumönnum sósíalista um áratugaskeið. Og svo var grein um verkalýðssögu en hún var einmitt að sækja í sig veðrið á þessum árum. Ólafur R. Einarsson, sonur Einars Olgeirssonar, kenndi í nokkur ár verkalýðssögu og var grein Gísla Ágústs og Stefáns skrifuð í námskeiði hjá honum. Verkalýðssagan var augljóst afsprengi róttæknibylgju þessara ára en hún var líka grasrótarsaga - andóf gegn sögu ríkisvaldsins og stofnana þess. Sagnir: Guðmundur, þú kemur inn á að þaó var vinstrislagsíða á blaðinu. Voru allir meðlimir ritstjórnarinnar svona róttœkir, þar á meðal þú? GJ: Já, það held ég bara. Róttæknin lá mjög í tíðarandanum og við vorum öll róttæk hvert á sinn hátt, hver hafði sína sérvisku í því. Sem dæmi um þetta var útgáfa fagkrítísku bæklinganna sem ég nefhdi áðan. Nokkrir nemendur í sagnfræðinni stóðu fyrir útgáfu bæklinga sem upphaflega höfðu verið skrifaðir sem BA-ritgerðir og féllu að markmiðum Útgáfufélagsins Rótar. Að því stóðu róttækir menn, aðallega trotskíistar, og þeir gáfu út ritgerðir eftir nokkra sagnfræðinema. Ritgerðimar fjölluðu mest um sósíalistahreyfinguna og flokka hennar hér á landi. Þetta rímar mjög við þann pólitíska áhuga sem var í sagnffæðinni og í Háskólanum almennt á þessum árum. Þá var í tísku að tala um fagkrítik, þ.e. að skoða námsefni og uppbyggingu námsins innan hinna ýmsu greina Háskólans með gagnrýnum augum. Nemendur voru misvirkir en margir höfðu miklar meiningar, ekki aðeins um pólitíkina, heldur einnig um námið og hvemig ætti að stunda það innan skólans. Sagnir: Nú varst þú mjög róttœkur undir lok 8. áratugarins. Ertu ennþá sami marxistinn? GJ: Ég veit nú ekki hvort ég var marxisti. En ég var róttækur þá. Skemmtilegt er að sjá hvað maður var róttækur á sínum tíma. En það hefur rjátlast mikið af mér, ég verð að segja það. En það lifir kannski ýmislegt í gömlum glæðum. Þannig að ég held að róttæknin sé ekki alveg horfin, vona ekki. Ég veit nú ekki hvort ég var marxisti. En ég var róttækur þá. Sagnir: Hvernig finnstþér Hasarblaðið hafa staðist tímans tönn? GJ: Ég held að þessar greinar hafi enn nokkurt gildi, þótt þær séu vissulega böm síns tíma. Grein Sigurlaugar er athyglisverð kmfning á hugmyndum Einars Olgeirssonar. Á þessum tíma var sjaldgæft að kryfja söguskoðanir íslenskra manna og enn frekar út frá greiningartólum marxískra kenninga. Grein Gísla og Stefáns er hins vegar spennandi frásögn af eijum komma og krata í Hafnarfirði, stendur fyrir sínu og er táknræn fyrir áhugasvið sagnfræðinema á þessum tíma. Grein Hobsbawms er mjög fræg enda merkileg tilraun til að meta framlag Karls Marx til sagnfræði á 20. öld. Um leið er hann að kallast á við kenningar í félagsvísindum sem þá vom ofarlega á baugi. Hinsvegar er þýðingin ekki góð en okkur var að vísu nokkur vorkunn því islenskan átti ekki orð yfir mörg hugtakanna sem komu fyrir í greininni. Sagnir: Ein spurning aó lokum: Af hverju kom Hasarblaðið ekki aftur út? GJ: Ég kann ekki að rekja þá sögu. Ég lauk BA-prófi um haustið og hellti mér út í mikla vinnu næstu árin. Cand. mag. námið stundaði ég meðfram vinnu og kom lítið nálægt félagslífinu. En ég held að öllum hafi verið ljóst að blaðið myndi ekki koma út aftur undir þessu nafni. Við vonuðum þó að það yrði framhald á útgáfunni. Það leið heldur ekki langur tími þar til sagnfræðinemar hófúst handa að nýju og Sagnir urðu til árið 1980. Ég man að okkur Hasarblaðsfólki þótti nafnið bragðdauft en það vandist síðan vel þegar fram liðu stundir. Við vonuðum þó að það yrði framhald á útgáfunni. Það leið heldur ekki langur tími þar til sagnfræðinemar hófust handa að nýju og Sagnir urðu til árið 1980. Ég man að okkur Hasarblaðsfólki þótti nafnið bragðdauft en það vandist síðan vel þegar fram liðu stundir. Sagnir 200511
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.