Sagnir - 01.06.2005, Page 40

Sagnir - 01.06.2005, Page 40
Jón M. ívarsson er fæddur 1948. Hann stundar nú BA nám í sagnfræöi við Háskóla íslands. „En sautjándi júní hefur sigrað" Þjóðhátíðardagur verður til Dannebrog fór halloka fyrir íslenska fánanum í júní 1913. Samkeppni fánanna var hörð næstu árin en að lokum hafði sá íslenski fullnaðarsigur. Hugtakið þjóðhátiðardagur var óþekkt á íslandi þegar Jón Sigurðsson fœddist 17. júní 1811. Þegar Jón lést 68 árum siðar var sú hugmynd ómótuð að helga honum slíkan dag þótt nokkrum dýrðarljóma hafi þá þegar stafað af nafni lians. Það er því ómaksins vert að kanna hvernig það kom til að árið 1944, þegar íslenska lýðveldið leit dagsins Ijós þótti íslendingum einboðið að velja fœðingardag Jóns Sigurðssonar sem stofndag þess.' ÞJÓÐRÆKNIR ÍSLENDINGAR MINNAST JÓNS Fyrstir til að minnast afmælis Jóns Sigurðssonar eftir daga hans voru góðtemplarar sem árið 1886 héldu samkomu í Reykjavík 17. júní undir forystu Þorláks Ó. Johnsons kaupmanns sem var frændi Ingibjargar, konu Jóns. Árið eftir var annað samsæti á vegum Þorláks en síðan heyrist ekki um hátíðahöld þann 17. júní fyrr en árið 1907, þegar Stúdentafélag Reykjavíkur átti frumkvæði að samkomu til að minnast afmælis Jóns." Þetta sumar var von á Friðriki konungi VIII. til landsins og það hefur eflaust átt sinn þátt í þeim áhuga sem þjóðræknir Islendingar sýndu við að minnast Jóns Sigurðssonar. Harðar deilur stóðu í stjómmálum milli Landvamarmanna sem vildu skilnað við Dani og Heimastjómarmanna sem vildu fara hægar í sakimar. Á þjóðhátíðum í Reykjavík sem haldnar höfðu verið 2. ágúst undanfarinn áratug var mikil konungshylling sem hefur ugglaust farið fyrir brjóstið á þeim fyrmefhdu. Þeir vildu fremur hylla Jón Sigurðsson. Samkoma Stúdentafélagsins hófst við alþingishúsið á Austurvelli. Safnaðist þar mikill mannfjöldi og hlýddi á ræður ritstjóranna Bjöms Jónssonar sem minntist Jóns Sigurðssonar og Bjama ffá Vogi sem flutti minni Islands. Merkisberar Stúdentafélags Reykjavíkur, Kvenréttindafélags Reykjavíkur og Ungmennafélags Reykjavíkur stóðu hver með sinn fána á stéttinni fyrir framan svalir alþingishússins meðan ræðumar vom fluttar. Ekki var minnst þar á kónginn einu orði. Svo var gengið í skrúðgöngu í kirkjugarðinn við Suðurgötu og lagður pálmaviðarsveigur á leiði Jóns. í ffásögn ísafoldar var talið að allt að 5000 menn hefðu verið viðstaddir.'" Jóns Sigurðssonar var einnig minnst þennan dag bæði á ísafirði og á Akureyri þar sem Ungmennafélag Akureyrar stóð fýrir almennri samkomu. Á báðum stöðum var „Hvítblánum,“ hinum bláa fána sem margir vildu að yrði fáni íslands, flaggað óspart.iv 38 Sagnir 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.