Sagnir - 01.06.2005, Síða 42

Sagnir - 01.06.2005, Síða 42
„En sautjándi júní hefur sigrað' kónginum. Líklega hefur enginn íþróttaviðburður 20. aldar vakið jafn mikla athygli alþjóðar og ástæðan var sú að norðlenski glímugarpurinn, Jóhannes Jósefsson, strengdi þess heit á fundi Ungmennafélags Akureyrar snemma árs að halda velli í konungsglímunni eða heita minni maður ella. Jóhannes var harðsnúinn íþróttamaður og eldheitur ættjarðarvinur en mörgum þótti hann tala heldur digurbarkalega í þetta sinn. Lék mönnum hugur á að vita hvemig færi með honum og sunnlensku þremenningunum, Hallgrími Benediktssyni, Guðmundi Stefánssyni og Sigurjóni Péturssyni sem allir töldust frábærir glímumenn. Svo fór að Hallgrímur sigraði en Jóhannes varð i þriðja sæti. Jóhannes hélt því ekki velli á Þingvöllum en hann gerði meira. Ungmennafélag íslands var stofhað þennan dag á Þingvöllum og Jóhannes var kosinn formaður. Hvítbláinn blakti yfir tjaldborg UMFÍ og skar sig talsvert úr því hafi af dönskum fánum sem þama var. Þegar beiðni kom frá Hannesi Hafstein ráðherra um að ungmennafélagar tækju niður fána sinn svo hann truflaði ekki hátignina svaraði Jóhannes af miklu stærilæti að sá fáni yrði ekki dreginn niður fyrr en að sér dauðum og þar við sat."‘" UMFÍ skipaði sér í sjálfstæðisbaráttuna strax á fyrsta degi. Þegar beiðni kom frá Hannesi Hafstein ráðherra um að ungmennafélagar tækju niður fána sinn svo hann truflaði ekki hátignina svaraði Jóhannes af miklu stærilæti að sá fáni yrði ekki dreginn niður fyrr en að sér dauðum og þar við sat. Árið 1908 var engin þjóðhátíð haldin í Reykjavík og var skýringin sú að hugir manna vom bundnir við alþingiskosningar um uppkastið fræga sem fóm fram um haustið. Slíkar hátíðir vom þó haldnar m.a. á Sauðárkróki, ísafirði, í Skafiártungu, á Vopnafirði og í Framnesi við Dýrafjörð. Síðasta þjóðhátíðin í Reykjavík var haldin 2. ágúst 1909. Enn var Stúdentafélagið i forystu hátíðarhaldsins og Bjami Jónsson frá Vogi formaður hátíðamefndar. Flutt vom hin hefðbundnu minni konungs, íslands, íslendinga erlendis (Vestur-íslendinga) og Reykjavíkur."iv PÓLITÍSK ÁTÖK UM 17. JÚNÍ 1910 í REYKJAVÍK Árið 1910 vom engin hátíðahöld á vegum Stúdentafélagsins, hvorki 17. júní né 2. ágúst. Nú virtist 2. ágúst hnigna sem þjóðhátíðardegi en 17. júní færðist í aukana. Hann var nú orðinn einn af átakapunktum stjómmálabaráttunnar og það kom vel í ljós að þessu sinni. Hvergi verður þess vart að íþróttir hafi verið iðkaðar í Reykjavík 17. júní en róttækasta stjómmálahreyfingin, Landvamarmenn, gekkst fyrir hátíðahöldum í minningu Jóns Sigurðssonar. Bjöm Jónsson ráðherra var mjög í fararbroddi fyrir þessari samkomu og gat hennar ítarlega í blaði sínu ísafold. Þar er einnig tekið fram að auk ráðherra og þingmanna úr liði hans hafi verið fátt manna úr höfðingjaliði bæjarins.x” Gengið var að leiði Jóns Sigurðssonar undir tónum lúðrasveitar og þar flutti Þorsteinn Erlingsson skáld minningarræðu um Jón. Upphaf ræðu hans var þetta: Mikla samkoma ! Við komum hingað í kvöld eins og þennan dag í fýrra og undanfarin ár til að leggja hér sveigana okkar. Og staðurinn og stundin er góð og vel valin, og í rauninni ætti þetta að vera minningardagurinn okkar, þjóðhátíðardagur okkar, því það munu allir vera mér sammála um, þeir sem atburðinn og aðdragandann þekkja, að 2. ágúst 1874 hefði orðið minni og líklega lítill glæsidagur, ef þess manns hefði ekki notið við sem hér hvílir.xxvi Þama kvað Þorsteinn fyrstur manna upp úr með að 17. júní, en ekki 2. ágúst, ætti að vera þjóðhátíðardagur íslendinga. Að lokinni ræðu sinni lagði hann tvo blómsveiga á leiði Jóns, annan frá 40 Sagnir 2005 ttSVSjé- • - v’- ■ ,^j3§Sjjj5 Á5"*«gj§ + klM Wj p * :i 'v3vl kIÍ . Vrvi Vl ■~l jV*k' (ÁjP ..v ljífv<ákfc' .4. Jóhannes Jósefsson var mikill glímukappi og var einnig kosinn fyrsti formaður UMFÍ. Landvamarfélaginu og hinn frá stjóm Meirihlutaflokksins á þingi. Því næst söng mannfjöldinn „Eldgamla ísafold“ og stóðu allir berhöfðaðir meðan sungið var. í lok fréttar Bjöms ráðherra i ísafold ítrekaði hann að á næsta ári væri aldarafmæli Jóns Sigurðssonar og hvatti eindregið til að þá yrði búið að koma upp minnisvarða um sjálfstæðishetjuna."™ Stjómarandstaðan var lítt hrifin af þessu tilstandi sem hún kom hvergi nærri og lét í ljós áhyggjur sínar af því að aldarafmæli Jóns Sigurðssonar yrði þjóðskrípaleikur og landssvívirðing í höndum núverandi stjómarflokks."™' Hér vom stjómmálaöflin komin í hár saman út af Jóni Sigurðssyni. Bæði vildu eigna sér hann og hætta virtist á að 17. júní yrði bitbein pólitískra afla innanlands. Þetta átti þó eftir að breytast þegar UMFÍ tók forystu í hátiðahöldunum árið eftir. Hér voru stjórnmálaöflin komin í hár saman út af Jóni Sigurðssyni. Bæði vildu eigna sér hann og hætta virtist á að 17. júní yrði bitbein pólitískra afla innanlands. Þetta átti þó eftir að breytast þegar UMFÍ tók forystu í hátíðahöldunum árið eftir. Þó að Stúdentafélag Reykjavíkur hafi átt upptökin að þjóðhátíðarhaldi í Reykjavík 2. ágúst var nokkur mótsögn í því fólgin að félagið var einnig með í ráðum að halda 17. júní hátíðlegan í höfúðborginni allt ffá 1907. Annað hvort varð að víkja og 2. ágúst vék. Svo virðist að tilkoma ungmennafélagshreyfingarinnar árið 1906 hafi haft töluverð áhrif á þessi umskipti. Hinir þjóðræknu ungmennafélagar héldu ífam Jóni Sigurðssyni en létu kónginn sem vegsamaður var á þjóðhátíðum, liggja í láginni. Iþróttamót sem TJMFÍ stóð fyrir, og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.