Sagnir - 01.06.2005, Page 44
„En sautjándi júní hefur sigrað”
sögu. Þau voru dreifð um byggðir landsins en átti eftir að fjölga
umtalsvert á næstu árum.™1' Kannski var lítið ungmennafélag í
Flóanum, Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi, dæmigert fyrir þau
ungmennafélög sem ekki áttu heima nærri neinum af fyrmefndum
hátíðastöðum en vildu minnast frelsishetjunnar. Hinn 5. júní 1911 er
bókað í fundargerð félagsins að samþykkt hafi verið „að hefja fána á
loft á Aldar afmæli Jóns Sigurðssonar.““x“
„EN 17. JÚNÍ HEFUR SIGRAГ
Eftir aldarafmælið höfðu menn hægt um sig og næstu árin var lítið
um að vera í þjóðhátíðarmálum landsins. Flaggað var á Akureyri á
fæðingardegi Jóns Sigurðssonar 1912 en engin hátíðahöld fóru fram.xl
Söngfélagið 17. júní stóð fyrir söngskemmtun af svölum Hótels
Reykjavíkur að kvöldi 17. júní það ár.xli Fyrri heimsstyrjöldin hafði
letjandi áhrif á hátíðahöld og mannfagnaði. Ungmennafélag íslands
gekkst þó fyrir Landsmóti í Reykjavík í annað sinn 1914. Var þar ekki
minna um að vera en í fyrra skiptið og íþróttavöllurinn þéttsetinn dag
eftir dag. Mótið hófst 17. júní og stóð til 24. júní. En þetta voru íjörbrot
Landsmóta UMFÍ um sinn. Eftir þetta féllu þau niður í 26 ár og hafa
Þannig tókst íþróttahreyfingunni aö slá
tvær flugur í einu höggi. Henni tókst að
festa 17. júní í sessi sem hátíðisdag
Reykvíkinga og einnig náði hún að
tengja daginn íþróttahreyfingunni
sterkum böndum.
ekki síðan verið haldin í Reykjavík. Það kom því í hlut íþróttasambands
íslands, ÍSÍ, sem stofnað var 1912 að hafa forgöngu um hátíðarhald í
höfuðstaðnum þann 17. júní næstu árin. Samkomur voru haldnar á
íþróttavellinum og nú bættist knattspyman í hóp með frjálsíþróttum og
glímu, um sinn að minnsta kosti.xl"
í Vísi 20. júní 1913 birtist grein um 17. júní og var þá frá því skýrt
að þann dag hefði það líklega gerst í fyrsta sinn á hátíðisdegi að
„Dannebrog var ekki sjáanleg á einni einustu stöng 1 öllum bænum...“
Þá var hin fræga fánataka varðskipsins fslands Falk á Reykjavíkurhöfh
nýlega um garð gengin og þjóðræknum íslendingum svall móður.
Greinarhöfundur sem nefnir sig „íslending“ gerir það að tillögu sinni
fyrstur manna að 17. júní verði gerður að lögskipuðum helgidegi.xliii
Líklega hefur hann ekki grunað hversu langur tími myndi líða þar til sá
draumur yrði að vemleika. Ellefu ámm síðar var þó svo komið að 17.
júní var orðinn ffidagur allra nema verkamanna sem vom famir að
halda 1. maí hátíðlegan.xliv
Hinn 14. júní 1916 er sagt frá því í Vísi að ÍSÍ ætli að halda 17. júní
hátíðlegan með „margvíslegum skemtunum: glímum, söng,
knattspymu, danzi, gamanvísum ofl.“xlv í Vísi tveim dögum síðar er
auglýsing ffá Kaupmannafélagi Reykjavíkur þar sem þess er getið að
stjóm félagsins vænti þess að kaupmenn loki búðum sínum kl. 2 daginn
eftir.xl,i Sú hefð myndaðist á næstu ámm að búðir væm lokaðar 17. júní.
í grein í Morgunblaðinu 2. ágúst 1916 er minnt á það að sá dagur hafí
lengi verið þjóðminningardagur íslendinga en nú hafi 17. júní bolað
honum frá og sé orðinn þjóðhátíðardagur okkar. „Baráttan milli þessara
daga hefur nú staðið í nokkur ár og hefur valdið dálitlum raglingi. En
17. júní hefur sigrað.“xivii
Fleiri dagar komu þó til greina. ísland hlaut fullveldi 1. desember
1918 og fljótlega var farið að halda daginn hátíðlegan, meðal annars af
háskólastúdentum. Margir litu á hann sem þjóðhátíðardag. Þessi dagur
var valinn af stjómvöldum en hafði ekki táknræna merkingu í augum
þorra íslendinga sem virðast ekki hafa borið til hans djúpar tilfinningar.
í grein sem Jónas Jónsson birti í Timanum 16. maí 1940 ber hann saman
17. júní og 1. desember þeim síðamefnda mjög i óhag. Hann leggur til
að fæðingardagur Jóns Sigurðssonar verði löghelgaður
þjóðhátíðardagur því þá sé vorið í algleymi og flytji þjóðinni fógnuð
bjartra og mildra daga. Þá „...yrði hætt að binda nokkum sérstakan
þjóðarfagnað við 1. desember, úr því að þjóðinni hefur aldrei tekist að
tengja við þann dag aðrar endurminningar en þær sem beinlínis snerta
harða veðráttu, sólarlitla daga, málamiðlunarkennda samninga og
skammdegismyrkur.“xiviii
ALLSHERJARMÓT ÍSÍ
Árið 1920 efhdi ÍSÍ til leikmóts á íþróttavellinum í Reykjavík
dagana 17.-20. júní. íþróttafélag Reykjavíkur sá um ffamkvæmd
mótsins i umboði ÍSÍ. Mótið var í raun arftaki Landsmóta UMFÍ enda
tekið ffam í blöðum að sex ár væm nú liðin ffá síðasta leikmóti.
Nokkuð var um þátttöku íþróttamanna utan af landi og styrkti það stöðu
mótsins. Það varð einnig til að auka vægi þess að Íslandsglíman var ein
af keppnisgreinunum. Svokallað leikmót ÍSÍ var haldið með þessu sniði
1921 en árið 1922 hlaut það nafnið Allsherjarmót ÍSÍ og hélt því nafni
allt til lýðveldisstofnunar. Mótið var haldið annað hvert ár að nafninu
til, hitt árið hét það einhverju öðm nafni en var þó í raun sama mótið.
Mótið hófst jafhan 17. júní og stóð ffá þremur dögum upp í viku.
Fijálsíþróttir vom hryggjarstykki mótanna en fimleikar, glíma og
reiptog vom einnig meðal keppnisgreina. Reykvíkingar fjölrnennm á
mótin og óhætt er að segja að þau hafi verið stærsti íþróttaviðburður
ársins.xlix
Fimleikasýning á Melavelli 17. júní 1927.
Þetta var íþróttahátíð með Landsmót UMFÍ sem fyrirmynd og
fastur liður var skrúðganga íþróttamanna út á Melavöll 17. júní. Þá var
staðnæmst 1 kirkjugarðinum við Suðurgötu og forseti ÍSI lagði
blómsveig frá íþróttahreyfingunni á leiði Jóns Sigurðssonar. Benedikt
G. Waage, forseti ÍSÍ 1926-1962 var mikill áhugamaður um eflingu 17.
júní og var jafnan viðstaddur hátíðahöld íþróttamanna þann dag og hélt
oft hátíðarræðu á íþróttavellinum.
Þannig tókst íþróttahreyfingunni að slá tvær flugur í einu höggi.
Henni tókst að festa 17. júní í sessi sem hátíðisdag Reykvíkinga og
einnig náði hún að tengja daginn íþróttahreyfingunni sterkum böndum.
Mótin vom vel sótt af almenningi sem kom þúsundum saman á
Þessi þátttaka íþróttamanna sýnir hve
sjálfsagðar íþróttir þóttu á hátíðinni og
má jafnvel líta á hana sem einskonar
umbun til ungmennafélags- og
íþróttahreyfinganna fyrir dugnað þeirra
við að halda 17. júní hátíðlegan
undanfarna áratugi.
íþróttavöllinn þótt misjafnlega viðraði. Árið 1931 var svo komið að 17.
júní var nefndur dagur íþróttamanna.1 Þetta fyrirkomulag hélst í stómm
dráttum allt til 1938 en þá var Allsheijarmótið fært affur til miðs júlí en
í staðinn var stofnað til sérstaks „17. júní móts“ af hálfu ÍSÍ. Ástæðan
var sögð sú að 17. júní væri það snemma sumars að íþróttamenn, sem
flestir byijuðu að þjálfa sig með vorinu, væm ekki komnir í fúlla
æfingu. Skrúðgangan, blómsveigurinn og ræðan við leiði Jóns forseta
vom á sínum stað sem fyrr. Reyndar þurfti að ffesta fyrsta 17. júní
mótinu til 19. júní vegna veðurs en ný dagskráratriði, pokahlaup og
42 Sagnir 2005