Sagnir - 01.06.2005, Page 46
„En sautjándi júnf hefur sigrað"
lýðveldið var stofnað. Stjómvöld voru þó furðu lengi að koma sér að
því að lögskipa hann sem slíkan. Hann var gerður að lögskipuðum
fánadegi í ágúst 1944 og vorið 1945 lýsti forsætisráðherra yfir að hann
skyldi teljast þjóðhátíðardagur á sama hátt og 1. desember hefði verið
áður. I mörg ár eftir þetta birti ríkisstjómin á vorin tilmæli til
atvinnurekenda að þeir gæfú starfsfólki sínu frí þennan dag. Þannig
gekk þetta allt til ársins 1969.““ Það var svo 24. desember árið 1971 að
17. júní var loksins gerður að lögskipuðum ffídegi landsmanna.“v
LOKAORÐ
Augljóst er að ekki þótti öllum íslendingum sjálfsagt að 17. júní
yrði þjóðhátíðardagur Islands. Framan af skyggði 2. ágúst á hann og
síðar vildu margir telja 1. desember rétthærri. Það vora tvímælalaust
fyrst og fremst aðgerðir ungmennafélagshreyfmgarinnar og síðar
einnig íþróttahreyfingarinnar sem vöktu athygli á deginum og gerðu
hann að hátíðisdegi. Þessar tvær hreyfingar skiptu með sér verkum í því
að gera 17. júní að degi íþrótta, degi þjóðminningar um Jón Sigurðsson
og degi skemmtunar. Segja má að framkvæði þessara ópólitísku afla
hafi forð.að 17. júní frá því að verða að pólitísku bitbeini
stjómmálaflokkanna eins og útlit var fyrir þegar dró að aldarafmæli
Jóns Sigurðssonar. Ekki verður séð þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan
að aðrar hreyftngar, háðar eða óháðar stjómmálaflokkum, haft reynt
hvað þá tekist að helga sér 17. júní.
íþróttahreyfingin helgaði sér daginn í Reykjavík með þeim árangri
að hann varð dagur þar sem almenningur tók sér fri og lyfti sér upp.
Þegar á leið varð hann ómissandi gleðidagur í gróanda vorsins og
líklega hafa engir sem ólust upp við hann viljað sjá af honum þegar
fram í sótti. Ungmennafélagshreyfmgin tók 17. júní upp á sína arma og
rak markvissan áróður fyrir honum sem þjóðhátíðardegi allt til
lýðveldisstofnunar. UMFÍ átti fyrst og fremst ítök á landsbyggðinni og
fyrir tilverknað þess breiddist sú skoðun út um landið að 17. júní væri
hinn eini sanni þjóðhátíðardagur. Það ætti ekki að vefjast fyrir neinum
að átta sig á því að ungmennafélagshreyfmgin og íþróttahreyfingin áttu
stærstan hlut að máli þegar kom að því að velja þjóðhátíðardaginn. Þær
höfðu í sameiningu skapað 17. júní þá stöðu að ffam hjá honum varð
ekki gengið.
TILVÍSANIR
i Þessi grein er unnin upp úr sagnfræðiritgerð sem samin var á námskeiðinu „Jón
Sigurðsson
lífs og liðinn“ á vorönn Háskóla íslands 2004 undir stjóm Páls Bjömssonar.
ii Þjóðviljinn, 16. júní 1985, bls. 4-5.
iii ísafold, 19. júní 1907, bls. 165.
iv Ámi Bjömsson: „Þjóðminningardagar.“ Árbók hins islenzka fornleifafélags. Reykjavík,
1984, bls. 145.
v Fjallkonan, 26. júní 1908, bls. 103.
vi Fjallkonan, 19. júní 1908, bls. 97.
vii Norðurland, 12. júní 1909, bls. 91.
viii Norðurland, 19. júní 1909, bls. 96.
ix Viðar Hreinsson o.fl.: Saga Landsmóta UMFÍ 1909-1990. Reykjavík, 1992, bls. 13.
xNorðurland, lO.júlí 1909, bls. 107.
xi Þjóðviljinn, 19. júní 1909, bls. 116.
xii Brynleifur Tobíasson: Þjóðhátíðin 1874. Reykjavík, 1958, bls. 49-62.
xiii Þjóðólfur, 14. maí 1897, bls. 93.
xiv Indriði Einarsson: Stúdentafjelagið i Reykjavik fimmtiu ára. Reykjavík, 1921, bls. 36.
xv Dagskrá, 3. ágúst 1897, bls. 114, Fjallkonan, 6. ágúst 1897, bls. 121-22 og Þjóðólfur,
6. ágúst 1897, bls. 151-153.
xvi ísafold, 3. ágúst 1898, bls. 194.
xvii Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og
Magnús S. Magnússon. Reykjavík, 1997, bls. 93.
xviii Stefnir, 22. okt. 1898, bls. 65.
xix Fjallkonan, 3. ágúst 1898, bls. 118, Isafold, 3. ágúst 1898, bls. 193-194, ísland, 5.
ágúst 1898, bls. 121-122, Þjóðólfur, 5. ágúst 1898, bls. 141-143, Dagskrá, 6. ágúst 1898,
bls. 14-16, og ísland, 10. ágúst 1898, bls. 127.
xx Fjallkonan, 31. ágúst 1898, bls. 135.
xxi Þjóðólfur, 22. sept. 1899, bls. 182.
xxii Fjallkonan, 8. ágúst 1899, bls. 135.
xxiii Stefán Jónsson: Jóhannes á Borg. Minningar glimukappans. Reykjavík, 1964, bls.
128-137.
xxi\ Reykjavík, 7. ágúst 1909, bls. 153.
xxv ísafold, 18. júní 1910, bls. 153.
xxvi Sama heimild, bls. 154.
xxvii Sama heimild, bls. 153.
xxviii Lögrjetta, 22.júní 1910, bls. 117.
xxix Noróurland, 2. júlí 1910, bls. 109.
xxx Ingimar Jóhannesson: Skarphéðinn 1910-1950. Minningarrit. Reykjavík, 1955, bls.
26-32.
xxxi Skinfaxi, okt. 1915, bls. 124.
xxxii Isafold, 13. maí 1911, bls. 123.
xxxiii Vísir, 5. mars 1911, bls. 39, 7. mars 1911, bls. 42 og 8. mars 1911, bls. 45-47.
xxxiv Ingólfur, 27. júní 1911, bls. 102.
xxxv Visir, 27. júní 1911, bls. 7.
xxxvi Vestri, 25. júní 1911, bls. 118-119.
xxxvii Vísir, 20. júní 1911, bls. 85.
xxxviii Jón M. ívarsson: „íþróttafélaga- og ungmennafélagatal á íslandi 2004“. Handrit í
eigu höfundar, bls. 1-115.
xxxix Héraðsskjalasafn Árnessýslu: Gjörðabók Umf. Samhygðar 1908-1913. [Útgst. ekki
getið], bls. 94.
xl Norðurland, 22. júní 1912, bls. 99.
xli Visir, 17. júní 1912, bls. 52.
xlii Visir, 19. júní 1915, bls. 1.
xliii Visir, 20. júní 1913, bls. 1.
xliv Visir, 18.júní 1924, bls. 1.
xlv Vísir, 14. júní 1916, bls. 1.
xlvi Vísir, 16. júní 1916, bls. 1.
xlvii Morgunblaðið, 2. ágúst 1916, bls. 2.
xlviii Jónas Jónsson: „17. júní og 1. desember“. Timinn, 16. maí 1940, bls. 206.
xlix Leikskrár Allsherjarmóta 1922-1938.
1 Visir, 18. júní 1931, bls. 2.
li Visir, 20. júní 1938, bls. 3.
lii Þinggerð 11. þings UMFÍ 13.-14. júni 1936. Reykjavík, 1936, bls 23.
liii Aðalsteinn Sigmundsson o.fl.: 17.júní. Reykjavík, 1937, bls. 1-31.
liv Skinfaxi, apríl 1944, bls. 8-33.
lv Eiríkur J. Eiríksson: „ísland fijálst“. Skinfaxi, apríl 1944, bls. 5.
lvi Jón M. ívarsson: „íþróttafélaga- og ungmennafélagatal“, bls. 1-115. Sjá einnig; Jón M.
ívarsson: „Skýrslur ungmennafélaga til UMFÍ 1911-2002“. Handrit í eigu höfimdar, bls.
34-39.
lvii Hagskinna, bls. 60.
lviii Þórarinn Þórarinsson: Sókn og sigrar. Saga Framsóknarflokksins II. Reykjavík, 1986,
bls. 125.
lix Alexander Jóhannesson o.fl.: Lýöveldishátiðin 1944. Reykjavík, 1945, bls. 161 og 186.
lx Tíminn, 4. maí 1944, bls. 177.
lxi Alexander Jóhannesson o.fl.: Lýðveldishátiðin, bls. 161.
lxii Sama heimild, bls. 92.
Ixiii Ámi Bjömsson: Þjóðminningardagar, bls. 154.
lxiv Stjórnartíðindi 1971. A, bls. 239-240.
44 Sagnir 2005