Sagnir - 01.06.2005, Side 58
Forlög þfn hafa verið mér mikið umhugsunarefni!
hins vegar að vita hvort þennan mun á lífslíkum megi rekja til þeirra
kvenna sem létust af bamsförum eða til þess almenna slits, andlegs
jafnt sem líkamlegs, sem fylgdi svo tíðum þungunum og bameignum.
FÓLK AF HOLDI OG BLÓÐI
Einn ágústdag í sumar sat ég undir suðurvegg Oddakirkju og horfði
yfir eldri hluta kirkjugarðsins. Það var heiðskírt og sólin skein. I fjarska
flutu Vestmannaeyjar í sindrandi tíbrá. Ég hafði gengið um garðinn og
aðgætt hvort ég fyndi kunnugleg nöfn eða ártöl en án árangurs. Það
kom þó ekki að sök, ég hafói elt Oddasóknarbömin milli kirkjubóka og
manntala og vissi mætavel að einhvers staðar undir ómerktu þúsmnum
þama beint af augum höfóu verið lögð til hinstu hvílu ungaböm,
unglingar, feður og mæður hverra forlög höfðu verið mér
umhugsunarefni frá því síðasta haust. Þama höfðu Halldór gjörtlari og
Gróa kona hans jarðað dætur sínar og Finnur í Langekru jarðaði hér
bæði heitkonu sína og þær vonir sem höfðu kristallast í bömum þeirra.
Líklega höfðu þau gengið mun þyngri skrefum til kirkjunnar en ég
hafói gert.
Hér höfðu þó einnig gleðilegir atburðir átt sér stað. Handan
kirkjuveggsins sem ég hallaði mér upp að höfðu pör verið gefm saman
og böm sem náðu að vaxa úr grasi höfðu verið skírð og fermd. Mörg
þeirra höfðu seinna borið þangað sína eigin syni og dætur til skímar.
Frá þessum litla gróna jarðskika var þannig hægt að rekja örlagaþræði
í allar áttir.
Það kann að virðast ankannalegt að höfundur stökkvi svona úr
felum á lokaspretti fræðilegrar greinar. Ég verð að játa að það er þó með
ráðum gert. Öll meðaltöl og allar rannsóknir eiga það nefnilega
sameiginlegt að á bak við þau leynast raunveralegar persónur sem lifðu
og dóu, tóku ákvarðanir og áttu sér drauma. Hvað ævi og örlög varðar
eiga stórir hópar fólks oft mörg einkenni sameiginleg en eins og
Oddasóknarhópurinn hefur sýnt okkur er almennur sannleikur, dreginn
af hegðun stórra hópa að meðaltali, ekki endilega besta leiðin til að
koma auga á það hvemig bæði áhrif fjölskyldu, einstaklingsviljinn og
svo hrein lukka getur spomað við þeim örlögum sem ytri aðstæður
leitast við að skapa fólki. A þetta tel ég að sé varla hægt að minnast of
oft.
Mikið og gott starf hefúr verið unnið á síðustu áratugum við að
vinna tölfræðilegar upplýsingar upp úr heimildum á borð við manntöl.
Það gæðir slíkar upplýsingar þó nýju ljósi að sjá þær settar í samhengi
við æviferil fólks og nánustu fjölskyldu. Konur, útslitnar af tíðum
bameignum, verða við þetta sýnilegur hópur og sá mikli munur sem er
á bameignum vinnukvenna eftir því í hvaða stétt þær em fæddar
minnir okkur á það að þær væntingar sem fólk gerði til lífsins hafa
væntanlega, líkt og í dag, mótast þegar í bemsku. Sömuleiðis er það
sláandi að sjá hvemig hinn skæði ungbamadauði sneiðir hjá ákveðnum
íjölskyldum á meðan hann leggst þungt á aðrar. Það gerir
landfræðilegan hreyfanleika einnig áhugaverðari að sjá dregna upp
mynd af þeim persónulegu þáttum sem em líklegir til að hafa haft áhrif
á þá ákvörðun fólks að flytjast úr sinni sveit og setjast að á nýjum stað.
Að tengja slíka þætti saman í rannsókn á skala af þessari stærð, hvað þá
enn stærri, hefur lengst af verið mjög erfitt ef ekki ómögulegt. Með
tilkomu ýmissa tæknilegra nýjunga og nýlegrar kortlagningar íslenskra
blóðbanda langt aftur í aldir er þó ef til vill von til þess að fræðimenn
kjósi í auknum mæli að takast á við slík verkefni.
TILVÍSANIR
i Unnur María Bergsveinsdóttir: „Forlög þín hafa veriö mér mikið umhugsunarefni! Örlög
247 einstaklinga á seinni hluta 19. aldar.“ BA-ritgerð í sagnfræði við Háskóla íslands
2003, Landsbókasafni íslands - Háskólabókasafni.
iiÞar að auki kom manntalið 1901 að gagni en þar koma fram ýtarlegri persónulegar
upplýsingar en í eldri manntölum og er m.a. spurt út í bameignir. Ættfræðiritin
Rangvellingabók og Austur-Landeyingabók voru höfð til hliðsjónar og að lokum má geta
þess að höfundur naut þess láns að hafa aðgang að manntölunum á rafrænu formi hjá
íslenskri erfðagreiningu en það einfaldaði eltingarleikinn til muna. Við úrvinnslu gagna
var reynt að styðjast við sjálfvirk tól (hugbúnað) í eins mörgum tilfellum og hægt var, til
að tryggja áreiðanleika útreikninga og auðvelda uppfærslur þegar endurskoða þurfti
forsendur eða gallar uppgötvuðust í gagnagrunni höfundar. Tólin sem mest var stuðst við
voru sérhæfð perl forrit, gnuplot og LaTeX.
iii Helgi Þorláksson: „Óvelkomin böm?“. Saga XXIV. 1986, bls. 79-120.
iv Loftur Guttormsson o.fl: „Ungbama- og bamadauði á íslandi 1775-1950. Nokkrar
rannsóknamiðurstöður“. Saga XXXIX. 2001, bls. 51-107, sjá bls. 65.
v Ólöf Garðarsdóttir: Saving the Child: Regional, cultural and social aspects of the infant
mortality decline in Iceland, 1775-1920. Umea, 2002, bls. 140 og Loftur Guttormsson o.fl:
„Ungbama- og bamadauði“, bls. 76-77.
vi Opinberar skýrslur á landsvísu em ekki til fyrir tímabilið 1821-1840 en ffæðimenn hafa
notast við módel sem byggist á upplýsingum úr skímarskrá átta sókna víðsvegar um
landið. Sjá t.d. Ólöfu Garðarsdóttur: Saving the Child, bls. 140.
vii Sama heimild, bls. 134.
viii Til að ákvarða fæðingarstétt einstaklings var staða foreldra í næsta manntali eftir
fæðingu bamsins athuguð og borin saman við upplýsingar í skímarskrá. Ef sú athugun
leiddi í ljós breytingar á stétt var ffekari heimilda leitað í manntalinu 1840 og í
ættffæðiritunum Rangvellingabók og Austur-Landeyingabók til að ákvarða hvaða stétt
foreldramir hefðu raunvemlega tilheyrt. Hvað varðar lausaleiksböm giffra bænda og
vinnukvenna réði fæðingarstétt föður í þeim tilvikum sem bamið ólst upp í foðurhúsum og
var skilgreint sem bam hans í manntalinu 1845 en annars var það talið til bama hjúa. Þegar
bam dó skömmu eftir fæðingu og ekki reyndi á hvort það fylgdi foður eða móður var stétt
móður látin ráða skilgreiningu bams. Þeim örfáu bömum húsfólks og embættismanna sem
fæddust í sókninni var sleppt úr rannsókninni að öðm leyti en því hvað varðar heildartölur
yfir ungbamadauða.
ix Loffur Guttormsson o.f.l: „Ungbama- og bamadauði“, bls. 70 og Ólöf Garðarsdóttir:
Saving the Child, bls. 178.
x Ólöf Garðarsdóttir: Saving the Child, bls. 61.
xi Þess ber að geta að Oddasóknarhópurinn sem liggur að baki þessari rannsókn inniheldur
ekki einungis heila systkinahópa heldur líka hluta af systkinahópum sem annað hvort byija
að myndast fyrir 1830 eða halda áffam að verða til effir 1840. Til að athugun á áhrifúm
fjölskyldumeðlima á hvem annan sé marktæk einskorðast athugun á systkinahópum við
hópa sem innihalda 4 einstaklinga eða fleiri.
xii Ólöf Garðarsdóttir: Saving the Child, bls. 140.
xiii Helgi Skúli Kjartansson: „Ungböm þjáð af þorsta“. Sagnir- tímarit um söguleg efni X.
1989, bls. 98-100, og Monika Magnúsdóttir: „Hnípin kona í vanda: Hugleiðingar um
mæður átjándu aldar“. Sagnir- timarit um söguleg efni XVIII. 1997, bls. 67-72.
xiv Ólöf Garðarsdóttir: Saving the Child, bls. 130.
xv Sama heimild, [bls. ekki getið].
xvi Helgi Skúli Kjartansson: „Ungböm þjáð af þorsta“, bls. 127-129.
xvii Guðmundur Hálfdánarson: íslenskþjóðfélagsþróun á 19. öld. Reykjavík, 1993, bls.
23.
xviii Gísli Ágúst Gunnlaugsson: „Um fjölskyldurannsóknir og íslensku Qölskylduna
1801- 1930“. Saga XXIV. 1986, bls. 7-43 og Guðmundur Hálfdánarson: íslensk
þjóðfélagsþróun á 19. öld, [bls. ekki getið].
xix Hagskinna. Sögulegar hagtölur um ísland. Ritstjórar Guðmundur Jónsson og Magnús
S. Magnússon. Reykjavík, 1997, tafla 2.31, bls. 155.
xx Gísli Gunnarsson: Upp er boðið ísaland: Einokunarverslun og islenskt samfélag 1602-
1907. Reykjavík, 1987, bls. 38 og Guðmundur Jónsson: Vinnuhjú á 19. öld. Ritsafn
Sagnfrœðistofnunar 5. Reykjavík, 1981, bls. 80.
xxi Gísli Gunnarsson: „Fátækt á íslandi fyrr á tímum“. Ný Saga IV. 1990, bls. 72-81.
xxii Sjá t.d. Gísla Gunnarsson: Upp er boðiö ísaland, bls. 37.
xxiii Vissulega er mögulegt að af þeim foreldrum sem em flokkaðir sem hjú hafi
einhveijir náð að komast í bændastétt effir 1845. Gæfan hefur þó ekki verið þeim hliðholl
lengi því annars hefðu þeir að öllum líkindum verið taldir með bændum í
Rangvellingabók og Austur-Landeyjabók.
xxiv Lausleg þýðing: „Fertility rate”.
xxv Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Family and Household in Iceland 1801-1930: Studies in
the relationship between Demographic and Socio-Economic Development, Social
Legislation and Family and Household Structure. Uppsölum, 1988, bls. 83.
xxvi Gísli Gunnarsson: Upp er boöið ísaland, bls. 35.
xxvii Aðfluttir meðal foreldra Oddasóknarhópsins vom 31 talsins af þeim 180 foreldmm
sem koma fyrir í skímarskránni. 18 af 31 aðfluttu foreldri eignast böm sem flytjast í burtu
á fullorðinsámm og em það samtals 13 böm af þeim 46 sem fluttust burt.
xxviii Gísli Ágúst Gunnlaugsson: Family and Household, bls. 167.
xxix Körlum vom áætluð 38.9 ár ólifúð, konum 42.6. Sjá Hagskinnu, töflu 2.47, bls. 199.
56 Sagnir 2005