Sagnir - 01.06.2005, Page 74

Sagnir - 01.06.2005, Page 74
Staðamál fynri og heimíldagildi Oddaverja þáttar árum þegar hann sagði: „Þá hóf hann [Þorlákur] og íyrst tilkall til umráða yfir stöðum, þ.e. þeim jörðum sem kirkjur stóðu á, og heimajarðir voru gefnar til.“"vi Deilur þær sem brutust út hér á landi með Þorláki biskupi höfðu staðið lengi yfir annars staðar í Evrópu og voru enn ekki útkljáðar. Ari eftir að Þorlákur tók biskupsvígslu kom þriðja Lateranþingið saman að frumkvæði Alexanders III. páfa. Páfi þessi var í nánu bréfasambandi við erkibiskupinn í Niðarósi. A kirkjuþinginu var algerlega tekið fyrir að nokkur maður gæti átt guðshús. Hins vegar var viðurkennt að í sumum tilfellum mættu leikmenn varðveita kirkjur, jus patronatus en ekki í nafni eignarréttar heldur í þakklætisskyni fyrir það að forfeður þeirra hefðu á sínum tíma reist kirkjumar."™ Þriðja Lateranþingið staðfesti aðeins formlega það sem lengi hafði verið álit kirkjuyfirvalda, kirkjan átti að fá yfirráð yfir stöðum og til að friðþægja þá bændur sem sátu á kirkjujörðunum var leyfilegt að gefa þeim staðinn aftur í lén til varðveislu um stundarsakir. Kirkjunnar menn töldu þessa löggjöf páfa og hans manna ekki þurfa staðfestingu veraldlegra yfirvalda. Þess vegna fór Þorlákur aldrei með boðskap sinn um yfirráð biskups yfir kirkjum landsins fyrir Alþingi. Opin bréf kirkjunnar sem Eysteinn erkibiskup mun hafa látið Þorlák fá þegar hann hélt til íslands eftir vígslu eru ekki varðveitt. Einu heimildimar sem við höfum um Staðamál fyrri em í Þorláks sögu yngri (oftast kölluð B-gerð). Þar segir að árið 1179 þegar Þorlákur hafði setið einn vetur að biskupsstóli hafi hann hafið yfirreið sína yfir Austfirðingafjórðung. Fyrst ber til tíðinda þegar hann kemur að Svínafelli. Sigurður Ormsson stórbóndi vildi láta vígja þar kirkju. Þorlákur ber þá ffam boðskap Eysteins erkibiskups. Sigurður tekur illa í hinn nýja boðskap biskups og „sagðist eigi mundu fría undan sér því sem hann hafði áður frjálslega haldið sakir landsskapar og fomrar hefðar.“'“víii Þeir kljást um málið þar sem Þorlákur grípur til kirkjuréttar og boða erkibiskups en bóndi vísar til hefðarréttarins og fomra réttinda. Biskup kveður þá sem þijóskast við og „tíundir eða heilagra manna eignir halda með þrái séu bannfærandi eftir löglegar áminningar ef þeir vilja ekki sættast og láta af sínum rangindum.“““ Bóndi gefur eftir og lætur vígja kirkju og leggur máldaga hennar í vald biskups. Svo heldur biskup áfram ferð sinni og ber hvarvetna upp erindi sitt um Austurland. Menn em tregir til að játa undan sér erfðir sínar en gefast iðulega upp fyrir biskupi. Fær biskup forræði yfir öllum stöðum austan Hjörleifshöfða fyrir utan Þvottá og Hallormsstaði. Næst ríður biskup að Höfðabrekku þar sem stórhöfðinginn Jón Loftsson í Odda réð ríkjum. Þar hafði útsynningsstormur brotið tvær kirkjur þar en Jón hafði látið gera þar nýja og mjög vandaða kirkju í staðinn. Þegar Jón fer þess á leit við biskup að hann vígi kirkjuna spyr Þorlákur hvort hann hafi heyrt boðskap erkibiskups. Jón á þá að hafa svarað með þessari frægu setningu: „heyra má ég erkibiskups boðskap en ráðinn er ég í að halda hann að engu og ekki hygg ég að hann vilji betur né viti en mínir foreldrar Sæmundur hinn fróði og synir hans.““' Þorlákur bregst við með því að hóta Jóni bannfæringu ef hann þráast við. En stórmennið Jón segir biskupi að hann geti bannfært hvem sem hann vilji en aldrei muni hann láta biskupi eftir kirkjueignir sínar, stórar eða litlar. Biskup virðist skynja að öll alþýða fylgir Jóni að málum í þessum efnum og sér að hann mun ekki koma staðamáli sínu ffam að þessu sinni. Biskup lætur sér því nægja að gagnrýna siðferðilega vankanta og ffilluhald Jóns ef marka má Þorláks sögu yngri. Biskup hafði ekki ætlað sér að andmæli Jóns yrðu endalok málareksturs síns. Hann ætlaði að ná fram réttindum kirkjunnar með fulltingi erkibiskups í Niðarósi. En úr þeirri átt bámst aðeins sorgarfréttir fyrir biskup. Árið eftir Staðamál fyrri (1180) var Eysteinn erkibiskup flæmdur úr landi vegna deilna við Sverri Sigurðarsson konung um kirkjumál. Þetta varð til þess að höfðingjar hér á landi styrktust því þeir töldu sig hafa fordæmi í Sverri konungi. Stuðningsmannalaus varð Þorlákur að játa sig sigraðan „og því féll niður sú kæra um hans daga.““" Margir halda því fram að vegna áhrifa ffá námsárum sínum erlendis hafi Þorlákur verið ákafur kirkjuvaldssinni. En hafi hann haft brennandi áhuga á kirkjuvaldsstefnunni þá dugir sú skýring varla að Þorlákur hafi gefist upp eftir að Eysteinn hraktist úr landi. Magnús Stefánsson bendir á að Þorlákur hafi ekki gefist upp að öllu leyti og að hann hafi haldið áfram umleitunum þegar hann sá von um árangur. Nefnir hann þar mál Holts í Önundarfirði, Stafholts í Breiðafirði og Bæjar í Bæjarsveit máli sínu til stuðnings.“” Orri Vésteinsson talar einnig í sama dúr. Hann telur að svonefhd uppgjöf Þorláks útskýri alls ekki af hveiju biskup náði undir sig Breiðabólsstað í Fljótshlíð og af hveiju hann hafi látið frænda sinn, Oddaveijahöfðingjann Orm Jónsson, hafa staðinn til umráða en Ormur gat varla talist kirkjunnar maður þó hann væri djákni. Orri bendir á að Prestssaga Guðmundar Arasonar kalli Breiðabólsstað bestu landareign sem Þorlákur stýrði. Höfundur gefur þar til kynna að hann viti af fleiri slíkum eignum sem hinn helgi maður hafði yfirráð yfir. Orri heldur áfram og bendir á að í Arna sögu eru einnig upplýsingar um að í kringum 1280 hafi fólk haldið að Holt í Önundarfirði hefði verið undir stjóm biskupanna í Skálholti síðan Þorlákur fór þar með staðaforráð. Báðir staðimir em í landshlutum þar sem Þorlákur ætti engum árangri að hafa náð ef Oddaverja þœtti er trúað. Orri gælir við þá hugmynd að Þorlákur hafi hreint ekki lotið eins auðveldlega í gras og áður var haldið og segir að lokum að ef teknir em með máldagar Húsafells, Helgafells, Hítamess og Saurbæjar „sem sönnun fyrir vel heppnaðum málarekstri sem einkennir tímabilið þá er ljóst að heilögum Þorláki tókst í raun nokkuð vel upp.“"""‘ Hvort sem menn telja árangur Þorláks lítinn eða mikinn er alveg ljóst að hann var nógur til að bændur og höfðingjar hættu að vera eins ömggir um rétt sinn og áður. Fræðimenn em almennt sammála um að ein helsta afleiðing Staðamála fyrri sé sú að bændur hættu meira eða minna að ánafna kirkjunni heimajarðir og stofha staði.”“iv UMRÆÐAN UM HEIMILDAGILDI ODDAVERJA ÞÁTTAR Yfirleitt er rætt um þijár gerðir Þorláks sögu, Þorláks sögu biskups hina elstu, Þorláks sögu biskups yngri og C-gerð. Til einfoldunar hefur sú hefð myndast að kalla elstu gerðina A-gerð og þá yngri B-gerð. B- gerð og C-gerð em að mörgu leyti svipaðar enda hafa þær báðar Oddaverja þátt innanborðs sem A-gerð hefur ekki.““ Sem elsta íslenska játarasagan ber Þorláks saga mikinn keim af þýddum helgisögum. Sagan er skrifuð í svokölluðum lærdómsstíl enda stílbrögð höfúndar greinilega lærð og undir áhrifúm frá latneskri tungu, sem var ffummál helgisagnanna."“vi I grein sinni „Þorláks saga og Lilja“ nefnir Ásdís Egilsdóttir að: Þorláks saga ber[i] vott um góða menntun höfúndar. Hann hefur verið mjög vel að sér í heilagri ritningu og guðfræðilegum kenningum samtíðar sinnar, auk þess sem hann hefúr gjörþekkt játarasagnahefðina. Til þess að sýna hvemig Þorlákur líkir eftir Kristi og nýtur guðdómlegrar náðar notar höfundur Þorláks sögu fjölda biblíutilvitnana.“xvii Um ritunartíma A- og B-gerðar er í raun ekkert vitað með vissu en þó em flestir fræðimenn nokkuð samhljóða í skoðunum sínum. A-gerð Þorláks sögu er talin vera rituð um og eftir aldamótin 1200 í tilefni af töku Þorláks í tölu dýrlinga. Sagan er væntanlega skráð fyrir dauða Páls biskups árið 1211.“”'" Höfundurinn hefúr þekkt Þorlák og „vitnar einu sinni í frásögn hans sem hann hefúr sjálfúr heyrt.“"id, I A-gerð er ekkert minnst á Staðamál. Hefur sú skoðun notið mestrar hylli að sagan væri líklega rituð undir handaijaðri Páls biskups Jónssonar. Páll biskup var eftirmaður Þorláks og óskilgetinn sonur Jóns Loftssonar og Ragnheiðar systur Þorláks. Að margra mati hefur Páll viljað halda sig við helgi Þorláks og ekki viljað rifja upp óþægileg fjölskyldumál með því að skrifa inn móður sína og föður og deilur þeirra við dýrlinginn/1 Um ritunartíma B-gerðarinnar hafa verið skiptar skoðanir. Vitað er með vissu að B-gerðin var ekki rituð fyrr en eftir 1222 þar eð ráða má af lokaorðum Oddaverja þáttar að Sæmundur Jónsson, sonur Jóns Loftssonar, hafi verið látinn þegar þátturinn var ritaður en hann lést 1222. Finnur Jónsson og Hannes Þorsteinsson töldu þáttinn vera ritaðan um 1220-30 og Guðbrandur Vigfusson taldi B-gerð varla eldri en frá 1250.1'1 Síðari tíma ffæðimenn hafa talið söguna nokkm yngri og Jón Jóhannesson taldi söguna ekki eldri en frá dögum Áma biskups Þorlákssonar en hann lést við lok 13. aldar.1'" Jón Böðvarsson tekur í sama streng og segir að „yngri sagan hafi verið sett saman á tímum Ama biskups Þorlákssonar, sem staðarmálum hreyfði að nýju og bar ffarn til sigurs þau baráttumál kirkjunnar, sem Þorlákur Þórhallsson barðist fyrir fyrstur íslenskra manna, svo vitað sé."11"1 Undir þetta taka þau Armann Jakobsson og Ásdís Egilsdóttir í grein sinni „Er Oddaveijaþætti treystandi?“ Þau em sammála því að sagan 72 Sagnir 2005
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.