Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 81

Sagnir - 01.06.2005, Qupperneq 81
Guð hefndarinnar KRISTNI í NORÐUR-EVRÓPU Sú kristni sem upprunalega breiddist út í Norður-Evrópu er nokkuð frábrugðin kristninni sem þekkist í dag. Þegar hún náði fyrst útbreiðslu lagaði kristnin sig að hugmyndafræði þeirra þjóða sem kristniboðið í byrjun miðalda þekktust ekki hugmyndir um hinn blíða Krist. Kristur var sterkur, guð sem mátti heita á fyrir bardaga með tákni hans, krossinum, og vinna mátti bardaga með tilstyrk hans. Hann varð að vera jafn aðlaðandi guð og aðrir bardagaguðir sem þekktust í Norður-Evrópu. náði til. í byijun miðalda þekktust ekki hugmyndir um hinn blíða Krist. Kristur var sterkur, guð sem mátti heita á fyrir bardaga með tákni hans, krossinum, og vinna mátti bardaga með tilstyrk hans. Hann varð að vera jafn aðlaðandi guð og aðrir bardagaguðir sem þekktust í Norður- Evrópu. Þess vegna var áherslan fyrst og ífemst lögð á Krist sem bardagakappa og tákn hans, krossinn, tákn sigurs í bardaga. Eitt þekktasta dæmið um Krist sem bardagaguð er þegar Konstantínus, Rómarkeisari 280-337 e. Kr., fékk draumsýn fyrir bardaga. Sagan segir að í drauminum haft Konstantínus séð bæði krossinn og Jesú sjálfan. Draumsýnin átti að hafa fært Konstantínusi sigurinn og eftir á reið hann fagnandi inn í Rómarborg með tákn krossins á fánum sínum. Notkun krossins sem slíks tákns og líkar sýnir voru áffam notaðar af Karlamagnúsi og öðrum konungum Evrópu, þar á meðal norrænna konunga, allt ffam á 13 öld.1 Kristur tók á sig þá mynd sem þörf var á í líft miðaldakonunga og krossinn varð því tákn sfyrks hans en ekki dauða. í ljóðinu The Dream of the Rood, sem var skráð með rúnum á Ruthwell steininn í Skotlandi og í Vercelli handritiö á 7. öld, kemur skýrt ffam hvemig miðaldamenn sáu Jesú Krist. í því er hann nefndur konungur, óhræddur og ákafúr í að hanga á krossinum, prins og jafnvel „framreiðandi sigurs.“" Það var nauðsynlegt fyrir útbreiðslu kristni að Kristur væri höfðingi og bardagamaður svo höfðingjar samtímans gætu haft hann að fyrirmynd. „Kristur sem striðshetja sem samþykkir sjálfviljugur að beijast við hin illu öfl, er dæmi um bæði um hina engilsaxnesku hefð að endursegja kristna umijöllun með eigin skilmálum um hetjudáðir og fá að láni upplifúnina um Krist sem stríðskappa sem á uppruna sinn meðal rita grískra kirkjufeðra.“iH En hví að notast við engilsaxneskt ljóð til þess að útskýra kristni á Norðurlöndum? Kristni barst til Norðurlanda ffá nokkrum mismunandi stöðum, m.a. Bretlandseyjum, en þar var svipað samfélag og á Norðurlöndum. Norðurlandabúar kynntust fyrst kristni í gegnum trúboða frá Bretlandseyjum á 9. öld og það var þeirra útgáfa af kristni sem fyrst náði fótfestu á Norðurlöndum.‘v Auk þess var nokkur hluti eyjarskeggja af norrænum uppruna og Norðurlöndin höfðu að öllu jöfnu regluleg samskipti við Bretlandseyjar. Það útskýrir að hluta til áhrif þeirra. Seinna meir komu kristin áhrif annarsstaðar ffá. Til dæmis voru sumir sænskir konungar undir áhrifum frá grísku réttrúnaðarkirkjunni. En ffá suðri, þá sérstaklega ffá svæðinu milli Hamborgar og Bremen, kom hugmyndin um „kristið einveldis konungdæmi í umdæminu og hugmyndin um trúskiptingu fjöldans. Hugmyndin um kristni sem pólitískt hvattan almenningstrúarsöfnuð skapaðist ,..“v Það var þessi stofnanatengda útfærsla af kristni sem varð seinna meir allsráðandi þegar kirkjan sfyrktist sem stofnun samhliða ríkisvaldi konunga um alla Norður-Evrópu. FÆÐARDEILUR, BLÓÐHEFND OG TILGANGUR ÞEIRRA Hvemig getum við vitað hvort fæðardeilur áttu sér stað á íslandi? Næstum allar heimildir um fæðardeilur á íslandi koma úr Islendingasögunum sem nú til dags eru ekki taldar óbrigðular sögulegar Elsta þekkta kristslíkneskið frá skandinavísku kirkjunni. heimildir. En þrátt fyrir það em þessar heimildir mikið notaðar af sagnfræðingum sem félagssögulegar heimildir. Þar er að finna upplýsingar um reglur og gildi samfélagsins sem þær vom ritaðar í. Þetta á einnig við um fæðardeilur. Gmnnhugmyndin á bak við fæðardeilur var hefndarskyldan sem var skylda allra karlmanna í íslensku samfélagi. Megineinkenni fæðardeilna vom að „ofbeldi er beitt til skiptis.“ Ennfremur var ofbeldið „takmarkað ... en venjulega fór ofbeldið þó vaxandi.“vi Fæðardeilur em oft aðalhluti söguþráðarins í íslendingasögunum sem margir fræðimenn telja að sýni fram á hversu mikilvægur hluti samfélagsgerðarinnar fæðardeilur vom. Jesse Byock heldur því fram að í tilfelli fæðardeilna hafi „[sjagan orðið að vera sögð þannig að hún væri möguleg, trúverðug og þar af leiðandi gagnleg innan ramma islenskra reglna um samfélagsskipan og þegnskipan fæðardeilna. Sögumar virkuðu sem ritverk um félagslegri hegðun.“vii Fæðardeilur þekktust um alla Evrópu á miðöldum og jafnvel langt fram á nýöld. Ólafúr Lámsson segir: ,,[í] sumum löndum Evrópu tíðkuðust hefndir æðilangan tíma eftir að þær hurfú hér á landi...[og höfðu] tíðkazt víða um lönd og um langan aldur áður en byggð íslands hófst.“ Hann gengur svo langt að segja að hefhigimin hafi fylgt manninum frá örófi alda.viii En hvaða félagslega hlutverki þjónuðu fæðardeilur og hefndarskyldan sem þeim fylgdi? Helgi Þorláksson segir: „Fæðardeilur einkenna samfélög þar sem skortir sameiginlegt framkvæmdavald.““ Islendingar lifðu í skammarþjóðfélagi, þ.e. þjóðfélagi þar sem athafnir og almannaálit skiptu sköpum. í slíku samfélagi var siðferðileg skylda manna að hefna. Að hefna ekki var veikleikamerki og gat gert það að verkum að menn misstu heiður sinn og komu mögulega óorði á þá sem stóðu með þeim. Hefndarskylda var því skylda allra karla, hver einasti karlmaður varð að þora að hefna. Þannig var karlmennska þeirra mæld, menn þjóðveldisaldar voru einungis eins karlmannlegir og þeir voru í augum annarra. í fæðardeilum á íslandi var lögð áhersla á að koma á friði og ljúka málum því þjóðfélagið samþykkti ekki langvarandi deilur. Þetta er stundum nefnt „friðurinn í fæðinni.“x Samfélagið samþykkti að deilumál væru útkljáð eftir lögmálum fæðardeilna en krafðist skjótra Sagnir200579
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.