Sagnir - 01.06.2005, Page 86
Björn Jón Bragason er
fæddur 1979. Hann
lauk BA prófí í
sagnfræði voriö 2003
og stundar nú MA
nám við Háskóla
íslands.
Ahrif veðurfars á landbúnað og
sjávarútveg á fyrri öldum
Hafís og jökulís við Jökulsá á Breiðamerkursandi.
Hörðum höndum
vinnur hölda kind
ár og eindaga,
siglir sœrokinn,
sólbitinn slcer,
stjörnuskininn stritar.'
Þannig fórust listaskáldinu góða orð í kvœði sínu Alþing hið nýja. Slík er saga
þjóðarinnar i ellefu hunduð ár: Eilíft strit og þrœldómur. Á timum islenskrar
sjálfstœðisbaráttu var þessi aldalanga áþján helst skýrð með kúgun erlendra yfirvalda;
jýrst norskra, siðar danskra. Þegar íslendingar höfðu yfirgefið torfbœina og flutt í
nýtískueinbýlishús með ameriskum bílum á hlaóinu i stað fornlegra amboða var ekki
lengur talið við hœfi aó bera jafnalvarlegar sakir á frœndþjóðirnar og að þœr hefðu
kúgað okkur öldum saman. Þess í stað fundu náttúrufrceðingar nýja skýringu á vosbúð
fýrri alda: tslendingar höfðu heyjað hatrammt stríð við náttúruöflin sem mótaði sögu
þjóðarinnar öðru fremur. Helsti boðberi þessarar söguskoðunar var Sigurður
Þórarinsson jarðfrceðingur, einn fremsti visindamaður íslenskur á 20. öld. Margir aðrir
náttúrufrceðingar rituðu einnig um þessi mál og sjálfsagt hefur sagnfrceðinga landsins
rekið i rogastans frammi fýrir flóknum gröfum og töflum náttúrufrceðinganna sem þeir
kunnu auðvitað litil skil á enda flestir máladeildarstúdentar en sem kunnugt er þeim
fýrirmunað að skilja tölur.
En hvers vegna skyldum við ekki taka einhlitar náttúruskýringar í sagnfrœði góðar
og gildar? Er beint samband milli veðurfars og athafna mannanna? En fyrst af öllu er
rétt að gera sér stuttlega grein fyrir jarð- og landfrceði íslands og áhrífum
náttúruaflanna á höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, landbúnað og sjávarútveg.
84 Saanir 2005