Sagnir - 01.06.2005, Side 89

Sagnir - 01.06.2005, Side 89
Áhrif veðurfars á landbúnað og sjávarútveg á fyrri öldum HAFÍSINN Hafísinn er ekki fastagestur hér við land heldur kemur hann endrum og sinnum. Hann berst með Austur-Grænlandsstraumnum frá Norður- íshafinu. Þegar breidd ísrastarinnar við Austur-Grænland verður svo mikil að Austur-Grænlandsstraumurinn annar ekki ísflutningum gegnum Grænlandssund flyst hluti hennar með Austur- íslandsstraumnum að Norðausturlandi og þaðan suður með Austfjörðum. Hafísinn er einna þaulsætnastur úti fyrir Langanesi og Melrakkasléttu en ísrekið hrekst meira við norðvestanvert landið. Við suðaustanvert landið mætir ísinn Golfstraumnum sem bræðir hann. Stöku sinnum hefúr þó ísmagnið orðið svo mikið að ísinn hrekst vestur eftir Suðurlandi og þess eru dæmi að hann hafi farið inn á Faxaflóa og jafnvel inn á Sundin.*"™ Þegar samfelldur lagnaðarís er við landið verður landið í reynd hluti norðurheimskautsins og norðan- og norðaustanátt verða ríkjandi með heimskautalofti sem helst kalt vegna þess að yfir samfelldan ís er að fara.”“vm Áhrif hafíss á grassprettu geta verið býsna mikil. í Lögmannsannál er til að mynda þessi athugasemd við árið 1347: „Vetur svo harður og vor, að enginn mundi slíkan, norðanlands varð grasvöxtur enginn [auðk. höf.]. Hafisar lágu fram á Bartholomeusmessu“.x",x En samkvæmt Almanaki Þjóðvinafélagsms er Bartholomeusmessa 24. ágúst. Hér kann að vera of djúpt í árinni tekið en í grein sinni, „Ahnf hafíss á jurtagróður, dýralíf og landbúnað“, velkist Sturla Friðriksson ekki í vafa um sterkt samband grassprettu og hafíss.xl Gísli Gunnarsson hefúr aftur á móti bent á að þrátt fyrir að íshroði hafi haldist fyrir Norðurlandi ffam í ágúst 1829 gátu nýtingar orðið góðar. Áhrif hafíss urðu oft einnig staðbundin og hafði hann einkum áhrif í norðanverðri Strandasýslu og Norður-Þingeyjarsýslu, þ.e. í útsveitum. Á sama tíma gat árferði verið þolanlegt sunnanlands og i innsveitum norðanlands.xl' Vætutíð á sumrum gat líka valdið bændum meiri búsifjum en vorkuldar. Hinu má ekki gleyma að hafísinn færði stundum björg í bú. Þess sjást víða merki í annálum að reki eykst samfara hafískomum. Þetta varð raunin 1965 en þá kom mikill reki á Vestfirði með hafísnum. Selamergð gat einnig fylgt ísnum sem og hvalreki en á móti eyðilögðust fjörunytjar, til dæmis kúskel, kræklingur og sölvafjara. Þá gat og tekið fyrir fjörubeit sem venjulega batnaði ekki fyrr en nokkrum árum síðar.xm BRÆLA Á MIÐUNUM Líklega hafa stormar og öldugangur haft afdrifaríkari áhrif á íslenskan sjávarútveg en hafísar.xliii Ofveiðar eru líka óþekkt fyrirbrigði á fyrri öldum.xliv Þannig eru til sagnir um gífúrleg mannskaðaveður. Árið 1700 létust 185 menn í sjó hér við land, þar af 165 einn dag, 8. mars.xlv Mesti aflabrestur sem sögur fara af var árin 1686-1704. Þá er sögð sú saga að að veturinn 1701 hafi sjö vinnumenn Lárusar Gottrups, lögmanns á Þingeyrum, ekki fengið einn einasta fisk til hlutar. Þeir stóðu með öðrum orðum með öngulinn í rassimun í vertíðarlok. í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er hinn mikli aflabrestur ekki skýrður með lagnaðarís eða hafís, heldur segja menn einfaldlega: „síðan fiskur lagðist frá“ og „síðan fiskur hætti að ganga í fjörðinn". Lúðvík Kristjánsson, sem rannsakað hefur sjávamytjar og sjósókn manna mest, fann ekki heimildir um afla útlendinga hér við land á þessu tímabili.xl,i Ekki er ósennilegt að umrætt aflaleysisár hafi fiskur aðeins horfið af gmnnslóð. Hvarflar hugur margs þá til íslandsljóða Einars Benediktssonar: Vissirðu, hvað Frakkinn fékk til hlutar? Fleytan er of smá, sá grái er utar. Hve skal lengi dorga, drengir, dáðlaust upp' við sand?xlv“ Áhrif veðurfars á sjávarafla em flóknari en áhrifin á landbúnað. Verkkunnátta og tækni ræður gríðarmiklu um hvemig til tekst við veiðar. Einnig koma félagslegir og efnahagslegir þættir við sögu. Öldum saman veiddu íslendingar á örsmáum fleytum upp við landsteinana og ef afli brást vom engin tök á að flytja bátana á fengsælli mið.xlvlii íslenskan sjávarútveg skorti því sveigjanleika. Landeigendur óttuðust uppgang fiskveiða því þá yrði örðugra að fá vinnufólk til sveita. Fiskveiðar hefðu þó orðið mun traustari atvinnuvegur en landbúnaður líkt og Magnús Ketilsson varð vitni að í harðindunum 1753-55 og 1783-85. Þá hmndi sveitafólk niður en þeir sem gátu sótt gull í greipar Ægis lifðu mikið frekar.xllx ÁHRIF SJÁVARHITA Á ÞORSKSTOFNINN Fiskar hafa kalt blóð og em efnaskipti þeirra því mjög háð hitastigi. Þorskur sem elst upp í hlýjum sjó verður kynþroska 3-4 ára gamall en sá sem elst upp í köldum sjó nær ekki kynþroskaaldri fyrr en 12-13 ára. Þorskur sem elst upp í hlýjum sjó er því mun næmari fyrir hitasveiflum en sá sem elst upp í köldum. Athuganir sem gerðar vom á þorski á Selvogsbanka árin 1921-36 sýna ekkert marktækt samband milli sjávarhita og stofnstærðar.1 Öðm máli gegnir um þorskstofna við Vestur-Grænland þar sem er að finna miklar hrygningarstöðvar þorsks. Á ámnum 1845 - 49 var góður afli breskra skipa við Vestur- Grænland en þessi árin var hafis lítill og hitastig sjávar því hærra en endranær. Á þriðja áratug 20. aldar verður vart mikillar þorskgengdar við vestanvert Grænland en hiti jókst um það leyti. Stóraukin þorskgengd við Vestur-Grænland í byijun þriðja áratugar síðusm aldar hafði mikil áhrif við ísland er komu fram um 1930. Þannig virðist sem sveiflur í sjávarhita við vestanvert Grænland hafi meiri áhrif á þorskgengd hér við land en sveiflur í sjávarhita við strendur íslands.11 AÐLOKUM Sigurður Þórarinsson taldi að sagnffæðingar þyrftu að eiga samstarf við raunvísindamenn því saga eldsumbrota, landskjálfta, loftslagsbreytinga og hafíss hefðu mótað líf þjóðarinnar. Saga þjóðarinnar væri í reynd saga baráttu við náttúmöflin.111 Þetta sagði Sigurður árið 1956. Við 1100 ára afmæli íslandsbyggðar, 18 ámm síðar, Sagnir 2005 87
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.