Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 9

Sagnir - 01.06.2009, Blaðsíða 9
Sagnir, 29. árgangur Þessi túlkun íslandssögunnar kemur vel fram í nýlegri blaðagrein Guðna Ágústssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, en þar lýsir hann sáttmálanum og afleiðingum hans með þeim orðum að „Gamli sáttmáli varð til og festi Island í fjötra í sjö myrkar aldir“.9 Þessi hugmynd um Gamla sáttmála er nátengd þeirri mynd af íslendingum sem ímyndarskýrsla forsætisráðherra vildi rækta með landsmönnum og selja útlendingum. Samkvæmt henni eru „Islendingar ... duglegir, bjartsýnir, áræðnir og búa yfir náttúrulegum krafti, frjálsræði og frumkvæði sem einkennir atvinnulíf og menningu landsins. Náttúrulegur kraftur er aflið sem þjóðin nýtir til að tryggja hagsæld og byggja frjálst og friðsamt samfélag til framtíðar“; þeir „eru duglegir, áræðnir og úrræðagóðir. Þeir eru frjálsleg náttúrubörn og sterkur sjálfstæðisvilji einkennir þá“. Þessi „náttúrulegi frumkraftur“ þjóðarinnar á rætur í landnámsmönnunum, sem sóttu til íslands í leit að frelsi, og hann hélst við í baráttu landsmanna við óblið náttúruöflin. Krafturinn nýtur sín þó ekki nema þjóðin sé frjáls undan erlendum yfirráðum, því það var ekki fyrr en hún leystist endanlega úr fjötrum Gamla sáttmála sem hún varð ein ríkasta þjóð veraldar. Niðurstaða ímyndarsköpunarinnar er sú að óbeisluð náttúruöflin eigi sér „hliðstæðu í agaleysi og oft á tíðum djarfri og óútreiknanlegri hegðun Islendinga. En þessa eiginleika ber ekki að hræðast því þeir hafa gegnt veigamiklu hlutverki í lífsbaráttu þjóðarinnar. Þeim ber að fagna ogþá ber að nýta“ (25-26). I nýlegri bók um stöðu þjóðernis í nútímanum bendir bandaríski félagsfræðingurinn Craig Calhoun á að hugmyndir um þjóðerni mótist ávallt af frásögnum sem eru sagðar og endursagðar í því skyni að staðsetja þjóðirnar í sögu og samtíð.10 íslendingar eru hér engin undantekning. Á stuttu tímabili frá því seint á 19. öld og fram í fyrri heimsstyrjöld mótuðu þeir þá sköpunarsögu sína sem enn er í gildi. Hún sótti ákveðin stef til eldri sagnaritara,svosemArngrímsJónssonarlærða,enþauvoru túlkuð á nýjan hátt og öðrum var bætt við. Sagnfræðingar á borð við Jón Jónsson Aðils, fyrsta fastráðna kennarann í sagnfræði við Háskóla íslands, tóku þátt í að semja þessa sögu og menntafrömuðir eins ogjónas Jónsson frá Hriflu túlkuðu hana fyrir íslensk skólabörn. Á þessum árum litu íslenskir sagnfræðingar á sig sem hálfgildings presta og hálfgildings stríðsmenn þjóðríkisins, svo notuð sé líking franska sagnfræðingsins Pierre Nora,11 því að hlutverk þeirra var að skapa þjóðinni fortíð sem greindi hana frá öðrum þjóðum og nota átti til marka framtíð hennar. Síðustu áratugina hafa flestir sagnfræðingar hafnað þessu hlutskipti og í stað þess að telja sér skylt að rækta minningar þjóðarinnar hafaþeir frekar litið áþað sem sitt hlutverk að greina sögu hennar og birta lesendum sínum gagnrýnið viðhorf til fortíðarinnar. Eins og bréf formanns Sagnfræðingafélags íslands til Geirs H. Haarde vitnar um þá hefur gagnrýni íslenskra sagnfræðinga skilað sér illa inn í söguvitund Islendinga, a.m.k. hafa ímyndasmiðir ekki talið sig hafa margt í þeirra smiðjur að sækja. Markmið ímyndasmiða er ekki heldur að rækta með þjóðinni gagnrýnin viðhorf heldur frekar að festa í sessi klisjukennda sjálfsmynd Islendinga og selja hana útlendingum. Sú staðreynd að einkenni eins og „áræðni“, „agaleysi“, „hvatvísi“ og „sterk innbyrðis tengsl“, sem þóttu meðal helstu kosta íslenskra viðskiptajöfra á meðan þeir gerðu sig gildandi á hinum hnattvædda heimsmarkaði, eru nú talin ein helsta rót þess að spilaborgir útrásarvíkinganna hrundu í október 2008 ætti að vera sagnfræðingum hvatning til dáða. Kannski er kominn tími til að þjóðin endurmeti sjálfsmynd(ir) sína(r) oghugmyndirum eigið ágæti, ágrunnigagnrýnnar skoðunar á sögu þjóðarinnar. Það skyldi þó aldrei vera að sú hugmyndasaga reyndist íslendingum heilladrýgri til lengdar en glansmyndir frá auglýsingastofum? Tilvísanir: 1) Sjá „Imynd Islands - bréf til forsætisráðherrá', www. sagnfraedingafeIag.net/2008/06/12/11.34.26/ (sótt 7. ágúst 2009). 2) ímynd. Islands. Styrkur, staða ogstefna (Reykjavík 2008), bls. 25. 3) Viðskiptaþing: ísland 2015 (Reykjavík 2006), bls. 17. 4) Sbr. erindi Olafs Ragnars Grímssonar á hádegisverðarfundi Sagnfræðingafélagsins árið 2006, „Utrásin: Uppruni - Einkenni - Framtíðarsýn“, http://www.forseti.is/media/files/06.01.10. Sagnfrfel.pdf (sótt 7. ágúst 2009). 5) „Ætla að dæmaþjóðina til ævarandi fátæktar“, Morgunblaðið, 5. júlí 2009, bls. 14. 6) Útvarpsfréttir kl. 18, 23. júlí 2009, „Stjórnarandstaðan hafnar Icesave"; http://dagskra.ruv.is/ras 1 /4463187/2009/07/23/3/ (sótt 7. ágúst 2009). 7) Patricia P. Boulhosa, Gamli sáttmáli. Tilurð ogtilgangur (Reykjavík 2006). 8) Sjá t.d. Jón Sigurðsson, „Hugvekja til íslendinga", Nýfélagsrit 8 (1848), bls. 1-24, „Um landsréttindi íslands“, Nýfélagsrit 16 (1856), bls. 1-110 og„Um rétt alþíngis", Nýfélagsrit 17 (1857), bls. 79-94. 9) Guðni Agústsson, „Gissur jarl í Steingrímshöfði“, Morgunblaðið, 16. júlí 2009. 10) C. Calhoun, Nations Matter. Culture, History, and the Cosmopolitan Dream (Milton Park 2007), bls. 41-45. 11) P. Nora, „Entre Mémoire et Histoire. La problématique des lieu x,\Les Lieux de mémoire, l.bd., 2. útg. (París 1997), bls. 27.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.