Sagnir - 01.06.2009, Side 13

Sagnir - 01.06.2009, Side 13
Sagnir, 29. árgangur vera fyrir neðan sína virðingu að ræða sagnfræði við stjórnvöld. Sagnfræðingafélagið hefur staðið sig aðeins betur. ADJ: Við höfum rætt það í ReykjavíkurAkademíunni að fara af stað með fræði sem eru beinlínis andófsfræði, í andófi gegn ríkjandi hugmyndum. Að vinna til dæmis skipulega að því að finna hugmyndir í hagvísindum sem andæfa ríkjandi hugmyndakerfi hagfræðinnar, lögfræðideild sem tekur afstöðu með almenningi á móti kapítalinu og umhverfisvísindi sem taka afstöðu með lýðræðinu. Mér finnst alvegþess virði að skoðaþetta. SP: En ættu ekki vísindin í eðli sínu að vera þannig að fræðimaðurinn sé alltaf í einhvers konar andófi gegn þeirri þekkingu sem er til staðar, gegn hinni ríkjandi mynd? Þannig virkar allt fræðasamfélag og allt styrkjasamfélag líka. Krafan um að gera eitthvað nýtt er þar býsna rík. Oftast felst það í því að gagnrýna ríkjandi hugmyndum. ADJ: Þetta er það sem felst í þessu akademíska frelsi sem er sprottið frá Þýskalandi, í því hlýtur að felast andóf. Þú ert alltaf að koma fram með nýjungar í vísindum. En af einhverjum ástæðum brotnaði þetta kerfi niður á síðustu árum hvað varðar nýtingu akademíunnar í þágu lýðræðisins. ÍÞÍNUM HÖNDUM Náttúran er villt og lýtur eigin lögmálum. Það er því á okkar ábyrgð hvernig við umgöngumst hana. Látum þau áhrif sem við höfum á umhverfi okkar vera til hins betra. Sígarettustubbar eru mörg ár eða áratugi að eyðast í náttúrunni og hafa þar að auki fundist i maga fugla, fiska og sjávarspendýra. VÍNBÚÐIN

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.