Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 15

Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 15
Sagnir, 29. árgangur fyrsti var heilbrigðisástædur. Þá væru aðstæður þannig að annaðhvort var konan í hættu eða það voru miklar líkur á að barnið yrði ekki heilbrigt. Annar flokkurinn var félagslegar ástœður. Þar flokkuðust inn í bágar heimilsaðstæður, mikil fátækt, sjúkdómar á heimilinu o.s.frv. Seinasti flokkurinn var mannúðarástœður. Þar voru ástæðurnar „Sérstök persónuleg óhamingju samfara barnsburðinum, án þess að heilbrigðisástæðum eða eiginlegum félagsástæðum er að dreifa.“' Frumvarpið 1934 tók einungis tillits til heilbrigðisástæðna, en þó gátu félagslegar ástæður haft áhrif. I greinagerð sem Læknafélag Reykjavíkur gaf út um frumvarpið vildu þeir skilgreina frekar muninn á heilbrigðisástæðum og félagslegum ástæðum. Félagið vildi meina að sami sjúkdómurinn gæti haft mismunandi áhrif á einstaklinga eftir því hvernig aðstæður hann byggi við. Því vildu þeir rýmka ákvörðunarrétt lækna um fóstureyðingar. Félagslegar aðstæður einar út af fyrir sig heimila aldrei fóstureyðingu samkvæmt þessu frumvarpi. Heilbrigðisástæður, þ.e. þau veikindi konunnar (sbr. þó 10 gr.), er fóstureyðing getur verið tilhlýðileg aðgerð við, verða æfmlega að vera fyrir hendi. En ófullnægjandi heilbrigðisástæður geta orðið fullnægjandi til að heimila aðgerðina að viðbættum félagslegum ástæðum.5 Svipuð frumvörp um fóstureyðingar í Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu, sköpuðu miklar deilur þarlendis, bæði meðal almennings og í stjórnmálum. I samanburði við þau mótmæli rann frumvarpið hér frekar auðveldlega í gegnum þingið.6 Læknastéttin í Noregi 1935 fékk það verkefni að semja frumvarp um fóstureyðingar, en þeir höfðu lengi haft áhyggjur af þessu vandamáli. Frumvarpið fór hinsvegar aldrei fyrir þingið og voru því fóstureyðingar bannaðar í Noregi til ársins 1964/ Fóstureyðingafrumvarpið var samþykkt ogvarð að lögum 1935. Þrátt fyrir að áður hafi verið hægt að styðjast við neyðarrétt varðandi fóstureyðingar, voru flestar framkvæmdir fóstureyðinga ólöglegar, þar sem skýrt bann við fóstureyðingum var í hegningarlögunum frá 1869. Með frumvarpinu urðu fóstureyðingar því í fyrsta skipti löglegar á íslandi, í ákveðnum tilfellum. Áður fyrr mátti einungis framkvæma fóstureyðingu ef líf móðurinnar var í bráðri hættu, en með lögunum 1935 fengu læknar frekari heimild til að vega og meta hvort að fóstureyðing væri réttlætanleg.8 Katrín Thoroddsen Katrín Thoroddsen fæddist á ísafirði 1896. Móðir Katrín Thoroddsen hennar, Theodora var skáld og kvenréttindakona og faðir hennar, Skúli Thoroddsen, var sýslumaður, ritstjóri, stjórnmálamaður og ötull talsmaður aukinna kvenréttinda. Katrín varð stúdent 1915 og var önnur konan til að skrá sig í læknanám hér á landi, en hún lauk því með fyrstu einkunn 1921. Eftir það lá leið Katrínar erlendis þar sem hún stundaði framhaldsnám í fæðingar- og barnalækningum. Katrín fluttist hún til Reykjavíkur 1926 og gerðist þar heimils- og barnalæknir. Stór hluti ættingja Katrínar voru dyggir stuðningsmenn kvenréttindabaráttunnar og voru aðhylltust margir vinstri hlið stjórnmála.9 Katrín var meðlimur í Sameiningarflokki alþýðu - Sósíalistaflokknum og sat hún á Alþingi fyrir flokkinn 1946 til 1949. Taldi flokkurinn að hún þekkti best kjör alþýðunnar, sem heimils- og barnalæknir. Katrín sat í bæjarstjórn í Reykjavík 1950 til 1954. Hún lést árið 1970.10 Árið 1931 flutti Katrín erindið Frjálsar ástir í boði Jafnaðarmannafélagsins. Erindið fjallaði um takmarkanir barneigna auk þess að vera fræðslurit um hvernig konan verður ólétt. Hún flutti erindið aftur í boði Guðspekifélagsins og þegar hún var margbeðin um að 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.