Sagnir - 01.06.2009, Side 22

Sagnir - 01.06.2009, Side 22
Sagnir, 29. árgangur kafa dýpra í sögu og samhengi kvennafrídagsins. II „„Þetta var náttúrulega ekkert annað en verkfall,“ hvísla konur í eyrað á mér...“9 Endanleg ákvörðun um yfirskrift aðgerðarinnar var tekin á fundi bráðabirgðahóps um undirbúninginn í september 1975. Kvennafrídagur skyldi aðgerðin beita, enda væri þannig mest von um að breið samstaða kvenna næðist um þátttöku.10 Það var ekki þar með sagt að þátttakendur í þjóðfélagsumræðunni gæfu ákvörðuninni mikinn gaum. Þessa haustdaga var aðgerðin jöfnum höndum kölluð frí og verkfall11 og víða gætti óvissu um raunverulegt eðli bennar. Morgunblaðíð áréttar í október að skemmtistaðnum Sigtúni sé fullkomlega beimilt að ráða karlmenn í framreiðslustörf á kvennafrídaginn þar sem hann sé ekki verkfall12 og Ragnhildur Helgadóttir þingkona Sj álfstæðisflokksins leggur áherslu á að kvennafrídagurinn sé ekki verkfall þar sem enginn sé neyddur til að taka þátt í honumPAlþýðublaðið segir þó hiklaust frá því að karlmennirnir á blaðinu muni ekki gerast verkfallsbrjótar á kvennafrídaginn með því að svara í símann fyrir símastúlkuna.14 Kennarafélag Hússtjórnarskólans sendir framkvæmdanefnd kvennafrídagsins bréf og telur sig ekki geta tekið þátt í aðgerðinni þar sem meðlimir félagsins séu ríkisstarfsmenn og hafi ekki verkfallsrétt.15 Og Þóra Sigvaldadóttir á Hvammstanga vandar framkvæmdanefnd kvennafrídagsins ekki kveðjurnar J

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.