Sagnir - 01.06.2009, Qupperneq 26
Sagnir, 29. árgangur
1985 er þó einkum minnst fyrir þá nöturlegu staðreynd
að þ ann dag var það meðal embættisverka Vigdísar
Finnbogadóttur að undirrita lög um bann við verkfalli
flugfreyja, einnar af hreinræktuðustu kvennastéttum
landsins.48 Og þegar kvennafrídagurinn var endurtekinn
í þriðja skiptið árið 2005 virtist hann vera orðinn
nógu staðnaður til að skipuleggjendur hans misstu
endanlega sjónar á upprunalegu hugmyndinni; þeir
hvöttu vinnuveitendur til að taka virkan þátt í deginum
með því að veita frí og tryggja þannig góða þátttöku.49
Þannig skyggir síðari tíma ímynd kvennafrídagsins á
upphaflega róttækni hans, auk ákveðinnar rómantískrar
nostalgíu sem vill setja mark sitt á skrif um kvennabaráttu
tímabilsins, ekki síst vegna þess að það eru aðallega
fyrrverandi þátttakendur í þessari sömu baráttu sem hafa
frumkvæði að því að fjalla um hana.
Að endurtaka kvennafrídaginn frá 1975 út í hið
óendanlega hefur að engu þá ágætu reglu að allt á sinn
vitjunartíma. Til að réttindabarátta sé ögrandi og
kraftmikil verður hún að vera viðbragð við eigin samtíma,
en ekki einhvers konar andlaus afmælishátíð liðinna sigra
- enn eitt kafBboðið.
Tilvisanir
1) Þorgerður Einarsdóttir, „Kvennaleikhús og femínískt leikhús".
Kistan 20. apríl 2003. Sótt 31. mars 2009 af http://www.kistan.is/
Default.asp?Sid_Id=28000&tre_rod=008|002|&tId=2&FRE_
ID=39871 &Meira= 1
2) Björg Einarsdóttir, „Kveikja að kvennafríi". Húsfreyjan 1:37
(1986), bls. 9-18; Gerður Steinþórsdóttir, „í samstöðunni felst
sigur kvenná*. I Konur skrifa. Til heiðurs Onnu Sigurðardóttur.
Reykjavík 1980, bls. 45-55.
3) „Jafnréttið á fundi Rauðsokkahreyfingarinnar“, Vísir 22.
október 1970, bls. 13. Ekki er ólíklegt að fyrirmyndin sé sótt til
Women 's Strike for Equality, mótmælaaðgerðar NOW (National
Organization for Women), sem tugþúsundir kvenna tóku þátt í
víðs vegar um Bandaríkin í ágúst 1970. Sjá http://www.now.org/
history/protests.html Skoðað 13. maí 2009.
4) Björg Einarsdóttir, „Kveikja að kvennafríi", bls. 10-11.
5) Miðstöð munnlegrar sögu. Viðtal Fríðu Rósar Valdimarsdóttur
og Hönnu Kristínar Einarsdóttur við Ernu Sigrúnu Egilsdóttur
2. febrúar 2008; Vilborg Sigurðardóttir, „Vitund vaknar - augu
opnast. Rauðsokkahreyfingin 1970-1975“. í Kvennaslóðir. Rit til
heiðurs Sigríði Th. Erlendsdóttur sagnfræðingi. Reykjavík 2001,
bls. 476-492, sjá bls. 491.
6) Gerður Steinþórsdóttir, „í samstöðunni felst sigur kvenna“, bls.
48.
7) Þorgerður Einarsdóttir, „Jafnrétti án femínisma, pólitík án
fræða? Um þáttaskil í íslenskri jafnréttisumræðu". Ritið 2 (2002),
bls. 9-36, sjá bls. 14-16. Þorgerður skilgreinir femínisma svo
að hann byggi „á tilteknum samfélagsskilningi, hann er útfært
hugmyndakerfi og greining á kynjamun og valdamisræmi kynjanna.
Og síðast en ekki síst felur femínismi í sér hreyfiafl eða sprengikraít,
erindi hans við samfélagið ögrar ríkjandi hefðum, gildismati og
valdahlutföllum" Sjá einnig Þorgerði Einarsdóttur, „Kvennaleikhús
og femínískt leikhús".
8) Þorgerður Einarsdóttir, „Jafnrétti án femínisma, pólitík án
fræða?“, bls. 15.
9) „Loksins skilað mínu framlagi". Morgunblaðið 23. október
2005, bls. 14.
10) Björg Einarsdóttir, „Kveikja að kvennafríi", bls. 14.
11) Gerður Steinþórsdóttir, „I samstöðunni felst sigur kvenna", bls.
51. Sjá einnig Morgunblaðið, Alþýðublaðið, Þjóðviljann og Vísi í
september ogoktóber 1975.
12) „Ekki verkfall heldur kvennafrí“, Morgunblaðið 23. október
1975, bls. 20.
13) „Baráttuaðgerð en ekki hátíð“. Vísir 17. október 1975, bls. 7.
14) „Kvennafrí veldur stöðvun dagblaða", Alþýðublaðið 16. október
1975, bls.3.
15) Kvennasögusafn Islands. Kvennaársnefnd 1975. Askja 7,
bréf Kennarafélags Hússtjórnarskólans til framkvæmdanefndar
kvennafrídagsins.
16) Kvennasögusafn Islands. Kvennaársnefnd 1975. Askja7, bréf
Þóru Sigvaldadóttur til framkvæmdanefndar kvennafrídagsins.
17) Inga Huld Hákonardóttir, Lífssaga baráttukonu. Reykjavik
1985, bls. 118; Miðstöð munnlegrar sögu. Viðtal Fríðu Rósar
Valdimarsdóttur og Hönnu Kristínar Einarsdóttur við Ernu
Sigrúnu Egilsdóttur 2. febrúar 2008; „Loksins skilað mínu
framlagi". Morgunblaðið 23. október 2005, bls. 14.
18) Kvennasögusafn Islands. Kvennafrídagur 24. október 1975.
Askja 1, dreifibréf frá jafnréttisnefnd Stúdentaráðs Háskóla Islands.
19) Kristín Marja Baldursdóttir, Mynd afkonu. Vilborg
Dagbjartsdóttir. Reykjavík 2000, bls. 100.
20) „Ekkert grín lengur“. Dagblaðið 23. október 1975, bls. 8.
21) Sjá t.d. ummæli í Alþýðublaðinu 24. október 1975, bls. 12.
22) Kvennasögusafn Islands. Kvennaársnefnd 1975. Askja7, bréf
Þóreyjar Eiríksdóttur til framkvæmdanefndar kvennafrídagsins.
Það er þó rétt að taka fram að framkvæmdanefndinni bárust
einnig skilaboð frá landsbyggðarkonum sem höfðu hist og
rætt kvenréttindi fram og til baka. Sjá Kvennasögusafn Islands.
Kvennaársnefnd 1975. Askja 7, bréf frá konunum í Mosvallahreppi
til framkvæmdanefndar kvennafrídagsins.
23) Miðstöð munnlegrar sögu. Viðtal Fríðu Rósar Valdimarsdóttur
og Hönnu Kristínar Einarsdóttur við Elísabetu Gunnarsdóttur 18.
janúar 2008.
24) Björg Einarsdóttir, „Kveikjaað kvennafríi“, bls. 14.
25) Inga Huld Hákonardóttir, Lífssaga baráttukonu, bls. 118.
26) Vilborg Sigurðardóttir, „Vitund vaknar - augu opnast.
Rauðsokkahreyfingin 1970-1975“, bls. 491; Miðstöð munnlegrar
sögu. Viðtal Fríðu Rósar Valdimarsdóttur og Hönnu Kristínar
24