Sagnir - 01.06.2009, Side 50

Sagnir - 01.06.2009, Side 50
Sagnir, 29. árgangur Heiðar Lind Hansson Umræður um bænarskrár varðandi trúfrelsi á Alþingi 1863 og 1865 Fyrirboðar breytinga er snerta formgerð samfélaga hafa oftar en ekki valdið titringi, ólgu og miklum átökum í heimssögunni. Nýjar hugmyndir manna um samfélagsgerðina leiða gjarnan af sér öldu viðhorfsbreytinga og um leið nýja hegðun, sem síðar getur af sér enn nýrri hugsun og uppgötvun nýrra hluta. Deigla hugmyndanna er síbreytileg. Orð enska ljóðskáldsins John Donne, „No man is an island“, fela það í sér að enginn einstaklingur eða, ef svo ber undir, samfélög manna, er eyland í hinum stóra fjölbreytilega heimi mannskepnunnar. Kvikan í leitandi hugum mannanna glóir stöðugt og umbreytir yfirbyggingunni. I gegnum árin hafa Islendingar oft þurft að taka á honum stóra sínum til að bregðast við nýjum hugmyndum um skipun samfélagsins. Hafa sumar haft margvísleg áhrif á uppbyggingu þess en aðrar ekki. Umræðan sem hugmyndunum fylgja getur oft verið mikil og ofsafengin og hefur oftar en ekki verið fjötur um fót fyrir fámenna þjóð eins og ísland að leysa. Mýmörg dæmi eru um það í sögunni. Ætlunin hér er að fjalla um þau viðhorf til trúfrelsis sem fram komu í umræðum á Alþingi árin 1863 og 1865. Þær áttu sér stað vegna bænarskráa úr Suður- Þingeyjarsýslu sem lagðar voru fram fyrir þingin tvö, en krafa þeirra var í grófum dráttum „Að öllum kristilegum trúarbragðaflokkum verði veitt fullkomið trúarfrelsi hér á landi.”1, eins og segir orðrétt í skránni frá 1863. I umfjöllun þessari verður leitast við að greina og skoða hvernig viðhorfum tillaga þessara frjálslyndu Þingeyinga mætti á Alþingi Islendinga. Ferill málsins verður rakinn allt frá því að skrárnar urðu til heima í héraði og til málalykta í atkvæðagreiðslu á Alþingi. Reynt verður að komast að því um hvað var deilt og hvaða ástæður voru fyrir því að þorri þingheims fann sig ekki knúinn til að samþykkja bónir Þingeyinganna á þessum tveimur þingum. Mál þetta er dæmigert fyrir komu nýrra tíma og hugsunar inn í íslenskt samfélag, sem var á þessum tfma í startholunum að hefja stökk sitt inn í iðnvæddan heim hins kapítalíska efnahagslífs og frjálslyndra hugmynda. Sögulegt baksvið Á þessum árum, um miðbik 19. aldar, voru áherslur frjálslyndisstefnunnar teknar að hafa áhrif í löndum Norðurálfu og kröfunni um rýmkun á borgaralegum réttindum var haldið hátt á lofti víða í álfunni. Trúfrelsi var eitt af þessum nýju réttindum. Að mati eins helsta hugmyndafræðings frjálslyndisstefnunar, hins enska John Locke, var það náttúrulegur réttur manna að ráða því hvort þeir kysu að tilbiðja almáttugan guð, hafa skoðun á mönnum og málefnum eða funda um þau svo dæmi séu tekin. Ríkið átti ekki að traðka á þessum réttindum. Undir gunnfána þessarar hugsunar sveif andi frjálslyndisstefnunar yfir Evrópu á 19 öldinni.2 Hjá Dönum, herraþjóð Islendinga, var trúfrelsi innleitt með nýrri stjórnarskrá í maí 1849 í kjölfar mikillar umbrotaöldu í Evrópu, sem hófst í Frakklandi rúmu ári áður.3 Gerð nýrrar stjórnarskrár í Danmörku olli vatnaskilum í umræðum og skoðunum Islendinga um stöðu landsins gagnvart danska ríkinu.4 Haldinn var þjóðfundur í Reykjavík árið 1851 með því augnamiði að leiða stöðu íslands í hinni breyttu dönsku stjórnskipan til lykta, en því miður án árangurs fyrir vongóða Islendinga eins og eftirminnilegt er orðið. Átökin um stöðu landsins gagnvart Dönum stóðu því yfir næstu áratugina og í raun allt til þess dags er Island varð fullvalda rfki árið 1918 og loks sjálfsætt land 1944. Ymsir áfangasigrar náðust þó á þessari vegferð Islendinga til fullveldis, t.d. með stjórnarskránni 1874 ogheimastjórn 1904. Frá því að Alþingi var endurreist með tilskipun konungs 1843 ogkom fyrst saman sumarið 1845,5 tókustþingmenn oftar en ekki á um rýmkun ýmissa borgaralegra réttinda, sérstaklega á árunum milli þjóðfundar og stjórnarskrár. Svo dæmi sé tekið var oft hart tekist á um mál á vettvangi Alþingis er snertu ýmsar myndir þessara réttinda, t.d. atvinnufrelsi, rétt til giftinga og kosningarétt.6 Umræður um trúfrelsi voru einnig dæmi um slíkt. Aukinn þungi í umræðu um þessi mál á Islandi sýnir með skýrum hætti að erlendir straumar frjálslyndisstefnunnar voru teknir að hafa áhrif á viðhorf til ýmissa málefna. Nýtt skipulag samfélagsins var í pípunum. Islensk viðhorf voru þó 48

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.