Sagnir - 01.06.2009, Side 51

Sagnir - 01.06.2009, Side 51
talsvert frábrugðin því sem gerðist víðar annars staðar og þjóðfélagsgerðin var þar að auki allt önnur en í löndum þar sem þéttbýlismyndun var fyrir löngu hafin.7 Ferill bænarskráa og gangur umræðu á þingi Fyrst er það að segja að fyrri bænaskráin var undirrituð í júní 1863, skömmu áður en Alþingi kom saman í Reykjavík. Það ber eflaust vott um það hversu hugmyndir um trúfrelsi voru róttækar að héraðsfundur Þingeyinga að Fremstafelli 26. maí 1863 hafnaði bænarskránni sem Einar Asmundsson bóndi í Nesi í Höfðahverfi, forvígismaður málsins, hafði lagt fyrir fundinn. Hafði Einar orðið fyrir áhrifum af frjálslyndum viðhorfum í þeirri umbrotaöldu sem gengið hafði yfir Evrópu 15 árum áður, en hann var þá búsettur í Kaupmannahöfn. Þar að auki átti Einar vinskap við kaþólska presta sem á Islandi voru undir lok sjötta áratugar 19. aldar og hafa þau tengsl sjálfsagt haft mikil áhrif á frumkvæði hans í þessu máli.8 Þrátt fyrir að verða undir á héraðsfundi lét Einar ekki deigan síga, leitaði eftir undirskriftum manna utan fundar og náði alls 22 slíkum.9 Framvindan í héraðinu var svipuð tveimur árum síðar þegar önnur bænaskrá um trúfrelsi var send þaðan. Þó sleppti Einar því þá að leggja skrána fyrir héraðsfund og leitaði strax eftir undirskriftum sem erfiðlega gekk, en einungis 10 lögðu nafn sitt undir bóninaþað árið.10 Á þinginu 1863 var bænaskráin lögð fyrir það til umræðu. Hún tók alllangan tíma með hvössum skoðanaskiptum, þrátt fyrir að Jón Sigurðsson á Gautlöndum, fyrsti framsögumaður, mæltist til þess „að þingmenn töluðu sem minnst um hana nú, og með þeirri hógværð og stillingu, sem máli þessu er samboðið“.n I umræðunum komu fram tillögur annars vegar um að senda málið til sérstakrar þingnefndar oghins vegar að málið yrði tekið til skoðunar ásamt öðrum málum er tengdust rýmkun á borgaralegum réttindum í 1. eða 2. nefnd í stjórnarbótarmálinu. Voru báðar tillögurnar leiddar til lykta í atkvæðagreiðslu undir lok umræðna þar sem bóninni var vísað frá þinginu með yfirgnæfandi meirihluta, fyrst frá sérstakri nefnd með 20 atkvæðum gegn 3 og síðan frá nefnd í stjórnbótarmálinu með 15 atkvæðum gegn engu.12 Umfjöllun Alþingis 1865 um bænaskrá þess árs um trúfrelsi var heldur styttri en þrefið tveimur árum áður. Enn og aftur var það Jón á Gautlöndum sem hafði framsögu um málið og lét að því liggja að margir af nýjum þingmönnum á Alþingi kynnu að taka betur í málið en sumir af fyrirrennurum þeirra 1863.13 Jóni varð ekki að ósk sinni og fékk málið víðlíka móttökur, ef ekki harðneskjulegri, en tveimur árum áður. Umræðurnar Sagnir, 29. árgangur EinarÁsmundsson í Nesi voru afar stuttar, en enginn tók til máls sem lýstu sig bóninni fylgjandi. Var málið fellt frá fyrirhugaðri nefnd með miklum mun, 21 atkvæði gegn 2.14 Hvaðvildu Þingeyingarnirí trúfrelsismálum? Þegar bænaskrárnar eru skoðaðar er nokkur blæbrigðamunur á þeim. Svo dæmi sé tekið eru kaþólikkar sérstaklega nefndir í skránni frá 1863 og olli það nokkrum titringi hjá nokkrum þingmönnum það ár. Krafa þeirra 22 sem settu nafn sitt undir skrána 1863 var engu að síður skýr. Nú skyldi leyfa „öllum kristilegum trúarbragðaflokkum ... fullkomið trúarfrelsi hér á landi og allt það úr lögum numið, sem því hefir verið til fyrirstöðu.”15 Eftirtektarvert er að hér vilja Þingeyingarnir einungis trúarfrelsi fyrir kristna trúflokka. Töldu bænaskrármenn að Islendingar ættu njóta frelsis í þessum málum til jafns við samþegna sína í Danmörku, enda „sé hverjum skynsömum og menntuðum manni Ijóst hve ósanngjarnt og illa tilfallið það er, að leyfa ekki hverjum kristnum manni að þjóna guði með þeirri aðferð, er sannfæring manns býður”.16 Bænaskráin frá 1865 var um margt ítarlegri í röksemdafærslu sinni og tók í ýmsum tilvikum mið af því hvernigandstaðaviðfyrribænaskrávarrökstuddáþinginu 49

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.