Sagnir - 01.06.2009, Page 59

Sagnir - 01.06.2009, Page 59
/í&rfVannsfell Homiannaflöt xHrauntún |9öurðarsel Þingmiavatn Stóra' Dlmon &M Leggjarbrjótur A Myrkvavatn ^ \ r Sagnir, 29. árgangur £/ " ^ I ánafí Stffli^lalur Þjóðgarðsmörk skv. / O SKálabrekka lögum 59/1928 Skýringar o cP Tillaga 1926 að friðlýsingu Helstu vegir Janúar 2008 safu'r > y \ / f 4 * Svartagil f 'Btírfeil 780 m Hrafhab 760 0 700 1.400 2.800 ■CZHEZBHBHBB Metrar / Jónas frá Hriflu taldi nauðsynlegt að friða strax vegna alþingishátíðarinnar og nefndi í því samhengi að „fyrir rás viðburðanna hafa þeir orðið að skemtistað og sumardvalastað Reykvíkinga. En það er óhugsandi að láta það fara saman, að fjöldi manna dvelji þar eftirlitslaust og að staðurinn verði jafnframt varðveittur í sinni fornu mynd.“25 Frumvarpið var samykkt í efri deild en sofnaði í nefnd í neðri deild. Lítið var gert í málefnum Þingvalla næstu tvö árin þangað til Þingvallanefnd var skipuð þann 31. mars 1925. Matthías Þórðarson var formaður, Geir Zoéga landverkfræðingur var skrifari hennar, og Guðjón Samúelsson húsameistari var gjaldkeri. Helsta hlutverk nefndarinnar var að „gjöra tillögur til ráðuneytisins um það, hverjar framkvæmdir og ráðstafanir sjeu nauðsynlegar á hinum forna alþingisstað, Þingvelli, og í nágrenni hans á komandi tíð, sjerstaklega fyrir árið 1930, með tilliti til væntanlegra hátíðahalda það ár ...“2é í áliti nefndarinnar var greint frá annmörkum á býlum á svæðinu, langt væri að sækja hey og mikið væri um átroðning. Var þessi átroðningur bótalaus fyrir ábúanda. Lýsti nefndin áhyggjum sínum af því að það virtist „svo sem landsetarnir hafi rjett til að fyrirbjóða allan þennan átroðning eða í annan stað að krefjast bóta fyrir hann“,27 og nefndu nefndarmenn í því sambandi að núverandi prestur tæki gjald fyrir tjaldgistingu. Þar sem nefndin taldi að umferð um staðinn myndi aukast næstu árin, sérstaklega í tengslum við alþingishátíðina 1930, áleit hún að best væri að staðurinn yrði gerður að almenningi ogþar með „tekinn með öllu undan afnotarjetti ábúenda þeirra jarða, sem hann heyrir til.“28 En nefndinni fannst ráðlagt að taka frá aðeins stærra landsvæði en einungis það sem næmi þinghelginni, þó ekki nándar eins stórt og Guðmundur Davíðsson hefði viljað (sjá kort). Rökin fyrir að taka þetta svæði undir almenning voru þau að fjöldi fólks kæmi og dveldi lengri eða skemmri tíma á Þingvöllum og því væri nauðsynlegt að afmarka visst svæði þar sem gestir mættu ganga um óáreittir. Ennfremur þyrfti að nýta stærra svæði en bara þinghelgina þegar hátíðarhöld og samkomur væru á Þingvöllum. En hvað varðaði byggingu sumarhúsa, sem nefndin vissi

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.