Sagnir - 01.06.2009, Side 68

Sagnir - 01.06.2009, Side 68
Sagnir, 29. árgangur Einari Oddi hans mikla þátt og frumkvöðlastarf við gerð þjóðarsáttarsamninganna árið 1990. ... hann [forsetinn] skreytir sig með lánsfjöðrum, samanber dæmalausa sögufölsunarræðu hans á málþingi til heiðurs Steingrími Hermannssyni áttræðum“13 Þorsteinn Pálsson, ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, taldi að mikið þyrfti „til að koma þegar allir eru á eitt sáttir um að einn maður hafi átt svo ríkan þátt í að sameina hagsmuni umbjóðenda beggja þessara samtaka þegar mikið lá við. ... Vel fer á því að merki þess manns sem hafði nógu sterka hugsjón og sannfæringu til að ryðja lokakafla brautarinnar skuli risið á Flateyri!114 Reynir Traustason, ritstjóri DV, sagði í leiðara blaðsins: „Einar Oddur var virtur og dáður af öllum almenningi vegna framlags síns til þjóðarsáttar árið 1990 á tímum verðbólgu og ringulreiðar í efnahagsmálum. ... Einars Odds sem af fullri innistæðu var kallaður Bjargvætturinn frá Flateyri vegna framlags síns til sáttar í atvinnulífinu“15Hrafn Jökulsson minntist Einars „fyrir hans ómetanlega þátt í þjóðarsáttinni 1990, sem rauf vítahring sjálfkrafa hækkana og lagði grunn að margra ára velmegun. Hann fékk þá nafnbót, sem er merkilegri en nokkur aðalstign, að vera kallaður bjargvætturinn.16 Andstæð söguskoðun Ætla mætti í ljósi þess fjaðrafoks sem ræða forsetans olli að þar væri á ferðinni ný og einstök söguskoðun, en svo er ekki. Steingrímur Hermannsson fjallar um tilurð þjóðarsáttarinnar í ævisögu sinni. Þar bendir hann á að hlutur ríkisins hafi ekki aðeins falist í að greiða fyrir samningum, heldur hafi grundvöllur þjóðarsáttarinnar verið rekstrarskilyrðin sem atvinnulífinu voru sköpuð með hægfara aðlögun gengis á árinu 1989. Þar sem aðlögunin hafi verið gerð í sátt við verkalýðshreyfinguna var komið í veg fyrir kollsteypu og óðaverðbólgu. Til grundvallar þeim markmiðum sem sett voru um þróun kaups og verðlags var efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar. En „mikilvægast var þó ef til vill að ríkisvaldið beitti sér fyrir öllu sem að því sneri í lágum hljóðum og á bak við tjöldin. Galdurinn fólst í því að aðilar vinnumarkaðarins ættu sviðið."17 Þórður Friðjónsson, fyrrverandi efnahagsráðgjafi Steingríms, hefur svipaða sögu að segja: „Ekki síst skipti máli að leyfa frumkvæðinu að haldast á taflborði samningsaðilanna á vinnumarkaði en um leið koma skýrum skilaboðum til þeirra á bak við tjöldin um hvað væri raunsætt í kröfugerð þeirra á hendur ríkinu“18 Guðmundur J. minnist í ævisögu sinni óteljandi viðræðufunda með ráðherrum ríkisstjórnarinnar í aðdragandaþjóðarsáttarinnar. „Það hefði verið óhugsandi að gera slíka samninga án náins samráðs við ríkisstjórnina. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra hélt mjög vel á málum í þessari samningsgerð allri...19 Frásögn Halldórs Björnssonar, fyrrverandi varaformanns ogsfðar formanns Dagsbrúnar, er keimlík söguskoðun Olafs Ragnars: Mér hefur hins vegar alltaf þótt þáttur Olafs Ragnars Grímssonar vanmetinn þegar kemur að tilurð Þjóðarsáttarsamninganna. Það hefur mikið verið gert úr þætti Guðmundar J. og Einars Odds og án baráttu þeirra tveggja hefði aldrei orðið af þessum samningum. Þeir lögðu nöfn sín og virðingu á vogarskálarnar. Hins vegar er jafn ljóst að þjóðarsáttin hefði heldur aldrei orðið til nema fyrir tilstilli Ólafs Ragnars í stóli fjármálaráðherra. Hann var vakinn og sofinn að koma málum í gegn til að skapa réttu skilyrðin.20 I dag eru því við lýði tvær afar ólíkar söguskoðanir um tilurð þjóðarsáttarinnar. Hin viðtekna söguskoðun, sú sem hefur ratað inn í sagnfræðirit og vísað er í sem sögulega staðreynd, er að ríkisstjórnin hafi elcki haft styrk til að taka sjálfstætt á efnahagsvandanum. Aðilar vinnumarkaðarins hafi átt allt frumkvæði að samningunum, gerð þeirra og eftirfylgni. Rikisstjórnin var áhorfandi í þessu ferli, sem þó reyndist henni himnasending. Þremur einstaklingum er þakkað öðrum fremur, „bjargvættinum“ Einari Oddi Kristjánssyni, Asmundi Stefánssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni, sem Gunnari Birgissyni tókst að lempa til þátttöku. Hin skoðunin, sem Ólafur Ragnar og Steingrfmur halda fram, er að ríkisstjórnin hafi af markvissri herkænsku og stjórnvisku í efnahagsmálum lagt grundvöll að skynsamlegumkjarasamningumogþarmeðstýrtþjóðinni út úr ólgusjó verðbólgu inn á lygn mið stöðugleika og hagsældar. Þetta þurfti að gerast á bak við tjöldin til að forystumenn stéttarsamtaka fengju svigrúm, sviðsljósið og jafnframt heiðurinn. Af hverju urðu svo harkaleg viðbrögð við söguskoðun forsetans? Skiptir einhverju máli hvernig þessi saga er sögð ? Ef betur er að gáð má sjá að andstæðar söguskoðanir skiptast eftir pólitískum línum. Það er alkunna að þjóðarsáttin hefur fest sig í sessi sem efnahagslegt afrek og því augljóst að um mikla pólitíska hagsmuni er að tefla. Tekist er á um hverjum þjóðarsáttin er að þakka, hverjir kváðu niður verðbólgu og komu á stöðugleika. Þeim sem betur hafa í því tafli er mögulegt að halda á lofti ákveðinni hugmyndafræði, sem aftur getur greitt leið þeirra til pólitískra áhrifa og valda. 66

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.