Sagnir - 01.06.2009, Side 69

Sagnir - 01.06.2009, Side 69
Sagnir, 29. árgangur Saga og minni Tilurð þjóðarsáttarinnar hefur lítt verið rannsökuð af sagnfræðingum. Einungis tveir þeirra hafa fest þessa sögu á blað, Helgi Skúli Kjartansson í yíírlitsriti sínu ísland d 20. öldog Guðmundur Magnússon í bók sinni Frá kreppu til þjóðarsdttar. Rit Helga Skúla, ísland á 20. öld, er yfirlitsrit og því er eðli málsins samkvæmt stiklað á stóru í sögu lands og þjóðar á 20. öld. Þeir sem aðhyllast þá söguskoðun að hlutur ríkisstjórnarinnar í þjóðarsáttinni hafi verið hverfandi hafa m.a. rökstutt mál sitt með tilvísunum í fyrrnefnt verk Guðmundar Magnússonar, en þar er að finna 28 blaðsíðna kafla um þjóðarsáttina. Hann kemst sem fyrr segir að þeirri niðurstöðu að allt frumkvæði að samningunum, gerð þeirra og eftirfylgni, hafi verið verk aðila vinnumarkaðarins21 og þakkar Einari Oddi Kristjánssyni, Ásmundi Stefánssyni og Guðmundi J. Guðmundssyni, sem Gunnari Birgissyni, fyrrverandi varaformanni VSI, tókst að lempa til þátttöku vegna vinskapar frá gamalli tíð.22 Guðmundur segist hafa fengið afdráttarlausa niðurstöðu rannsóknar sinnar með því að ræða við stjórnmálamenn, embættismenn og forystumenn í verkalýðshreyfingu og meðal vinnuveitenda á tíma þjóðarsáttar.23 í tilvísanaskrá þjóðarsáttarkafla bókarinnar er að finna eftirfarandi viðmælendur: Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSl 1989-1992, Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ 1980— 1992, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl 1986-1999 og Arnar Sigurmundsson, formaður Landssambands fiskvinnslustöðva. Heimildarmenn Guðmundar eru þrír forystumenn atvinnurekenda og einn forseti ASI.24 Það sem vekur athygli við rannsókn Oþekkti embættismaðurinn, stytta eftir Magnús Tómasson Guðmundar er að hugmynd Þrastar Ólafssonar frá 1985, sem telja má fyrirmynd þjóðarsáttarinnar25 og síðar verður vikið að, er hvergi að finna. Einnig er furðulegt að Guðmundur skuli ekki hafa komið auga á að efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar voru forsenda fyrir þjóðarsáttarsamningunum.26 Mér er minnisstætt þegar Axel Kristjónsson, kennari minn í Melaskóla forðum, sagði okkur krökkunum frá Kópavogsfundinum 1662 þungur á brún. Hann var trúr þeirri ríkjandi söguskoðun að erfðahyllingin á Kópavogsfundinum 1662 hafi verið þvinguð fram með hótunum Henriks Bjelke hirðstjóra undir byssukjöftum soldáta hans. Þessi lífsseiga saga er í stuttu máli á þá leið að Brynjólfur biskup Sveinsson hafi í fyrstu neitað að skrifa undir eiðskjalið, en Bjelke hafi þá bent á hermenn sína sem stóðu hjá í viðbragðsstöðu með brugðnar byssur og spurt hann hvort hann „sæi þessal' Biskup og þingheimur hafi þá brotnað, einnig Árni Oddsson, lögmaður, sem að lokum skrifaði undir grátandi.27 Þessi útgáfa sögunnar rataði í sagnfræðirit og kennslubækur við lægri sem æðri skóla landsins sem söguleg staðreynd og til hennar er oft vitnað í ræðu og riti. Það sem gerir sögu þessa ótrúverðuga er að hennar er ekki getið í samtímaheimildum eða frásögnum. Samt sem áður var framganga Henriks Bjelke að ósekju talin táknræn fyrir svívirðu og harðræði Dana gagnvart Islendingum.28 Ofangreint dæmi sýnir hvernig saga getur orðið að sagnfræðilegri staðreynd, goðsögn sem varðveitist og er flutt áfram. Slíkar goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni (e. collective memory) okkar. En hvernig verða minningar þjóða til, hver varðveitir þær og heldur þeim við? Hvaða

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.