Sagnir - 01.06.2009, Síða 77

Sagnir - 01.06.2009, Síða 77
Sagnir, 29. árgangur Sölvi Karlsson Réttur hverra til hvers? Sjálfsákvörðunarrétturog breytingará honum Sú hugmynd að þjóðir eigi rétt á því að ráða sér sjálfar - njóti sjálfsákvörðunarréttar - er ein lífseigasta og mikilvægasta hugmynd ríkjakerfis 20. aldarinnar. Hún myndar grundvöllinn að öllum samskiptum milli ríkja og hefur gert það síðan á 17. öldinni. Hugmyndin virðist einföld í fljótu bragði: Þjóðir ráða sér sjálfar. Grundvallarhugmynd sem byggja má á kenningar bæði um fullveldi og lýðræði. Hún verður hins vegar mun flóknari þegar farið er að spyrja hvað þetta raunverulega þýðir eða þegar á að fara að beita henni. Hvað eru þjóðir ? Hverju ráða þær? Þetta eru spurningar sem flókið er að svara og svörin má oftar en ekki túlka á ólíka vegu. Aldrei hafa orðið til jafn mörg ný ríki og á 20. öldinni. Þau eru oftast mynduð á kostnað einhverja annarra ríkja og þetta þýðir að aldrei hefur verið jafn nauðsynlegt að skilgreina það hverjir það eru sem eiga rétt á því að mynda þessi ríki. Stór hluti þessara ríkja hefur verið myndaður á friðsamlegan hátt, en fæðingu sumra þeirra hafa fylgt mikil átök. í þeim átökum hafa aðilar oft deilt um mismunandi hugmyndir um sjálfsákvörðunarréttinn og hinar skyldu hugmyndir um fullveldi þjóða. Ein slík átök eru nýliðin. í stríðinu Suður-Ossetíu í ágúst 2008 urðu tímamót í sögu sjálfsákvörðunarréttarins. Sögulegar hugmyndir um fullveldi Til þess að fjalla almennilega um hugmyndir um sjálfsákvörðun þjóða er nauðsynlegt að líta fyrst á aðra og mun eldri hugmynd. Fullveldi (e. sovereignty) hefur allt síðan um miðja 17. öld verið grundvöllur ríkjakerfis, fyrst Evrópu, og síðar - með útbreiðslu evrópskra stjórnmálahefða - heimsins alls. Hún hafði verið til enn lengur, en við friðarsamningana í Vestfalíu árið 1648 var fullveldi lögfest. í því felst réttur ríkja til fullra yfirráða innan landamæra sinna, til þess að halda landamærum sínum eins og þau eru og bann við afskiptum annarra ríkja af þessum málum. Þetta er grunnregla allra alþjóðasamskipta á okkar tímum. Upprunalega átti fullveldi við um ríki sem voru flest í raun ekkert annað en yfirráðasvæði einhvers ákveðins leiðtoga. Undir lok 18. aldar tók þetta hins vegar að breytast og farið var að tengja fullveldi ríkja við þjóðir og rétt þjóða til þess að ráða sér sjálfar. Sjálfsákvörðunarréttur þjóða var ekki orðinn fastmótað hugtak eins og gerðist á 20. öldinni, en á 19. öldinni varð þjóðernishyggja allsráðandi í Evrópu og helsta pólitíska birtingarmynd hennar var sú skoðun að fullveldi skyldi tilheyra þjóðum, ekki leiðtogum. Það þýddi líka að hvert ríki sem vildi láta taka sig alvarlega ætti að byggja ein (og aðeins ein) þjóð, og að hver þjóð sem vildi vera viðurkennd sem slík yrði að eiga sér ríki yfir að ráða.1 Þegar þessi tenging hafði verið gerð milli fullveldis og þjóðernisstefnu tóku að skapast vandamál. Sum ríki voru á þessum tíma þegar orðin þjóðríki, svo sem Frakkland og England. Mörg voru það hins vegar ekki og höfðu ekkert endilega verið að stefna að því, svo sem Austurríki-Ungverjaland, rússneska keisaradæmið og Ottómanaveldið. Samkvæmt forskrift þjóðernisstefnu þyrfti að hluta slík ríki í sundur, enda væru þau ekki þjóðríki. Hluti af fullveldinu, eins og fyrr segir, er krafan um að ríki hafi rétt á landamærum sínum - njóti þess sem er kallað friðhelgi yfirráðasvæðis (e. territorial integrity). Ef hins vegar á að kljúfa ríki í sundur vegna þess að þjóðirnar sem í því búa eigi rétt á fullveldi þýðir það að brjóta verður regluna um friðhelgi yfirráðasvæðis. Það var út af þessu vandamáli sem kenningar og reglur um sjálfsákvörðunarrétt þjóða tóku að mótast að lokinni fyrri heimsstyrjöld. Þau ríki sem helst töpuðu í þeirri styrjöld voru einmitt fjölþjóðaríki. Rétt er að taka fram að skýr munur er á því að njóta fullveldis og að hafa sjálfstjórn (e. autonomy). Margar þjóðir njóta sjálfstjórnar innan stærra fjölþjóðlegs ríkis. Þannig er mögulegt að veita þjóðum sem vilja fá að ráða sér sjálfar einhverja viðurkenningu, án þes að rjúfa friðhelgi yfirráðasvæðis ríkisins. Sem dæmi um þetta má nefna Rússland, þar sem fjölmargar þjóðir búa. Flestar þeirra njóta einhvers konar sjálfstjórnar, en reyni þær að kljúfa sig frá Rússlandi (líkt og Téténar) er brugðist harkalega við því sem stjórnvöld í Moskvu sjá sem tilraun til þess að brjóta á friðhelgi yfirráðasvæðis síns ogþar með fullveldinu. Sjálfsákvörðun verður réttur Vegna vandamálanna við að samræma fullveldi og þjóðernishyggju urðu til á 20. öld kenningar um rétt 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.