Sagnir - 01.06.2009, Síða 79
Sagnir, 29. árgangur
nýlendum sjálfstæði. Það var hins vegar ekki fyrr en árið
1960 sem loksins var staðfest, í ályktun frá Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna, að sjálfsákvörðun væri lagalegur
réttur sem veita skyldi nýlendum.6 Sjálfsákvörðunarréttur
gilti þó á þessu stigi aldrei um allar nýlendur, hvað
þá staka hópa innan nýlendanna. Á þessum tíma átti
sjálfsákvörðunarréttur aðeins við um nýlendur sem
voru „skildar að með saltvatni“7 frá herraríkinu. Þannig
var friðhelgi yfirráðasvæðis að mestu leyti tryggð og
landamæri heimsins héldust svipuð, aðeins nýlendur
aðskildar frá herraríkjum fengu sjálfstæði og þærvoru
ekki klofnar upp í smærri einingar.
Fleiri möguleikar
Þessi skilgreining ríkti ein, í það minnsta í lagalegum
skilningi alþjóðasamfélagsins, fram á áttunda áratug
20. aldar, þegar farið var að nota hugtakið um kúgaða
hópa sem ekki höfðu rétt á pólitískri þátttöku í eigin
landi, svo sem svarta íbúa Ródesíu (nú Simbabve)
eða Suður-Afríku. Sú skilgreining á hins vegar við um
sjálfsákvörðunarrétt sem rétt íbúa ákveðins landsvæðis
til jafnrar þátttöku í stjórnmálum, frekar en rétt þjóða
til sjálfstæðis. Hugmyndir um hina síðarnefndu hlið
sjálfsákvörðunarréttar tóku ekki að breytast aftur fyrr
en í upphafi tíunda áratugarins, þegar Sovétríkin og
Júgóslavía tóku að liðast í sundur. Þá var litið svo á að ríki
innan sambandsríkja hefðu einnig sjálfsákvörðunarrétt.
Það þýddi jafnframt að sjálfsákvörðunarréttur gat ekki
gilt um aðrar, smærri einingar, sem ef til vill voru til staðar
innan hvers ríkis fyrir sig, heldur aðeins ríkin sjálf. Þannig
var litið á að Rússland hefði sjálfsákvörðunarrétt innan
Sovétríkjanna (sem eitt sovétlýðveldanna sem mynduðu
þau), en Tatarar sem þjóð innan Rússlands höfðu hann
ekki.8
Þetta eru þær skilgreiningar sem enn er notast við. Þá
er líka viðurkennt að þjóðir í sjálfstæðisbaráttu, sem
ekki skilar árangri einungis vegna þess að erlendur
her er í landinu og bælir hana niður, skuli einnig njóta
sjálfsákvörðunarréttar. Þar að auki er oft viðurkennt að
sjálfsákvörðunarréttur geti gilt fyrir aðra kúgaða hópa, en
ekki skilgreint hverjir þeir skuli vera.9 Margir fræðimenn
hafa fjallað um þetta, en ítarlegast hefur James Crawford
lýst því hverjir njóti sjálfsákvörðunarréttar í skilningi
alþjóðalaga.10 Til þess að draga saman möguleikana
sem hér að framan var lýst og alþjóðasamfélagið hefur
sammælst um í gegnum tíðina má segja að við lok
tuttugustu aldar hafi eftirfarandi hópar notið lagalegrar
viðurkenningar á sínum sjálfsákvörðunarrétti:
1) íbúar nýlendna, sem liggja ekki að herraríkinu.
2) Þjóðir sem eru kúgaðar og beittar skipulegu misrétti
af öðrum þjóðum í sama ríki og njóta þar ekki nokkurs
aðgangs að hinu pólitíska kerfi.
3) Þjóðir sem hafa ekki náð sjálfstæði vegna varanlegrar
viðveru erlends hers semkemur í vegfyrir sjálfstæðisbaráttu.
4) Einstök ríki innan sambandsríkja.
Þannig hafa hópar þurft að uppfylla þessar kröfur til þess
að geta gert tilkall til sjálfsákvörðunarréttar. Aðrir hópar
sem hafa gert einhvers konar tilkall til sjálfstæðis hafa hins
vegar verið taldir til aðskilnaðarhreyfinga sem, hversu
áhugaverður sem málstaður þeirra kann að vera, hafa ekki
sjálfrafa gert kröfu um sjálfsákvörðun. Þeir verðaþannig,
í augum alþjóðalaga, að hljóta hvaða sjálfstjórn sem þeir
kunna að öðlast frá þeirri fullvalda einingu sem þeir eru
taldir tilheyra, verða að öðlast viðurkenningu ríkisins
sem ætlunin er að kljúfa sig frá. Þessar skilgreiningar hafa
þó, eins og fram hefur komið, tekið miklum breytingum.
Barátta sem á einum tíma er þannig talin hafa verið
ólögleg aðskilnaðarstefna getur síðar verið álitin hafa
verið réttmæt barátta fyrir viðurkenningu á hinum löglega
viðurkennda sjálfsákvörðunarrétti. Þessar breytingar hafa,
eins og hér hefur verið sýnt, ekki verið í formi hægfara
þróunnar heldur hefur skilgreiningum verið bætt við eftir
því sem alþjóðasamfélaginu sýnist þurfa hverju sinni. Nú
er þetta að gerast á ný. Fimmti möguleikinn á því hverjir
eigi að njóta sjálfsákvörðunarréttar er nú í þróun.
Stríðið í Suður-Ossetíu og túlkanir á því
í ágúst 2008 braust út stríð í Suður-Ossetíu. Suður-
Ossetía er svæði sem á landakortum er sýnt innan
landamæra Georgíu en hefur í raun stjórnað sér sjálft frá
því í byrjun 10. áratugarins. Þegar Sovétríkin liðuðust
í sundur tók við borgarastyrjöld í Georgíu þar sem tvö
héruð landsins, Suður-Ossetía og Abkasía, lýstu yfir
sjálfstæði oghlutu það í raun. Það sjálfstæði var hins vegar
aldrei viðurkennt af nokkru ríki fyrr en í lok stríðsins í
ágúst 2008. Þá viðurkenndi Rússland sjálfstæði svæðanna
tveggja og naut í því stuðnings frá Níkaragva. Enn er
deilt um nákvæmlega hvað átti sér stað í þessu stríði og
hverjum hvað er að kenna. Þó má segja með nokkurri
vissu að forseti Georgíu, Mikheil Saakhasvili, hafi ætlað
sér að ná aftur yfirráðum Suður-Ossetíu með hervaldi.
Rússar, sem höfðu haft friðargæslulið í bæði Suður-
Ossetíu og Abkasíu frá því á tíunda áratuginum, sættu sig
ekki við þetta og sendu inn aukinn herafla til þess að koma
í veg fyrir að áætlanir Georgíumanna gengu eftir. Stríðið
sem af hlaust var þannig í raun stríð á milli Rússlands
og Georgíu, háð í Suður-Ossetíu.11 Niðurstaða stríðsins
77