Sagnir - 01.06.2009, Page 82

Sagnir - 01.06.2009, Page 82
Sagnir, 29. árgangur sum þessara atriða eru umdeild í báðum tilfellum, einkum þjóðernishreinsanirnar. En sé orðum vesturlanda trúað í málefnum Kosovo og rússneskum málflutningi um hvað gerðist í stríðinu í Suður-Ossetíu er ljóst að líkindin eru mjög mikil. Til viðbótar við hversu þröngt skilgreindar ástæðurnar fyrir sjálfsákvörðunarrétti Kosovo voru, var líka erfitt að viðurkenna þetta sem einhverskonar nýja leið til þess að öðlast sjálfsákvörðunarrétt, vegna þess að aðeins 62 (eða 63 með Taívan) ríkja heims viðurkenna sjálfstæði héraðsins. Það sem meira máli skiptir er að þar eru líka aðeins þrjú af fimm ríkjum sem eiga fastafulltrúa í Oryggisráði Sameinuðu þjóðanna - Bandaríkin, Bretland og Frakkland. Rússland og Kína viðurkenndu á þeim tíma ekki að þessar kröfur útlistaðar hér að ofan gætu veitt nokkurn rétt til sjálfsákvörðunar fyrir héraðið. Hins vegar hefur þetta nú breyst: Rússland hefur í raun viðurkennt hina nýju leið. Með því að viðurkenna sjálfstæði Abkasíu og Suður-Ossetíu á svipuðum forsendum og vesturlönd viðurkenna sjálfstæði Kosovo hafa Rússar í það minnsta viðurkennt þessa leið að sjálfsákvörðunarrétti. Síðan deila aðilar um hvort þessar aðstæður hafi komið upp í hverju tilviki fyrir sig, en geti fallist þeir á annað borð á að svo sé hljóta þeir að viðurkenna að sjálfsákvörðunarréttur sé viðeigandi fyrir viðkomandi svæði. Þannig skiptir ekki öllu hvort aðstæður í Suður-Ossetíu hafi verið eins og þær í Kosovo til dæmis hvað varðar þjóðernishreinsanir heldur einungis að þeir sem tali fyrir sjálfsákvörðunarrétti héraðsins trúi því og noti þær sem hluta af sínum rökum. Kína hefur ekki viðurkennt þessa leið og mun sennilega seint gera það vegna aðstæðna í Xinjang og Tíbet. Hins vegar hefur Kína, allt fráþví á 10. áratugnum, haft þá stefnu að einfaldlega taka ekki afstöðu innan öryggisráðsins í málefnum sem þessum sem oft á tíðum varða það sem hægt er að kalla afskipti af innanríkismálum annarra ríkja. Það hefur ekki verið fylgjandi, en ekki heldur beitt neitunarvaldi.20 Þess vegna er afstaða Kínverja í samhengi til hinnar nýju leiðar til sjálfsákvörðunarréttar ekki nálægt því jafn mikilvæg og hinna ríkjanna sem eiga fastafulltrúa í öryggisráðinu. Niðurstöður Sagnfræðingar veigra sér oft við því að spá fyrir um framtíðina, enda spámennska ónákvæm vísindagrein. Þó tel ég að það megi segja með nokkurri vissu að hin nýja leið til sjálfsákvörðunarréttar sé komin til þess að vera. Ef þessi fjögur af fimm ríkjum sem eiga fastafulltrúa í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna ætla að vera samkvæm sjálfum sér munu þau ekki eiga annan kost en að samþykkja það í framtíðinni þegar aðrir hópar gera tilkall til þessarar leiðar að hún sé löggild. Það að stórveldin muni vera samkvæm sjálfum sér er síðan með öllu óvíst. Þar að auki hafa þau alltaf þá leið út að hafna einfaldlega þeirri túlkun á atburðum sem aðskilnaðarhóparnir leggja fram, líkt og vesturlönd gera nú um Abkasíu og Suður- Ossetíu og Rússar gera enn í sambandi við Kosovo. Hér hefur ekki gefist færi á því að fara ítarlega í alla þætti hinnar nýju leiðar til sjálfsákvörðunarréttar sem sett var fram. Það má vissulega færa rök fyrir þvf að sjálfstæði bæði Kosovo annars vegar og Suður-Ossetíu og Abkasíu hins vegar hafi aðeins hlotið náð ólíkra hluta alþjóðasamfélagsins vegna stórveldapólitík hvers tíma fyrir sig. Einnig má benda á dæmi önnur svæði sem hafa krafist oghlotið sjálfstæðis með svipuðum rökum, svo sem Bangladess eða Austur-Tímor, og spyrja hvort þetta sé nokkuð nýtt. Eg vil meina að þó svo að endanleg útkoma hafi verið svipuð hafi þessar sjálfstæðisbaráttur verið eðlisólíkar þeim sem hafa átt sér stað í Kosovo, Abkasíu og Suður-Ossetíu. Þessi þrjú svæði og sjálfstæði þeirra - sem orðið er raunin, þrátt fyrir óánægju gömlu herraríkjanna - hafa markað tímamót í þróun sjálfsákvörðunarréttar. Tímamót sem skipta máli fyrir sjálfstæðisbaráttur um allan heim, allt frá frá Vestur-Sahara til Aceh. Ahugavert verður að sjá hvernig stórveldin munu taka á því, hvort þau muni samþykkja að aðrir fylgi þeim fordæmum sem þau hafa nú þegar skapað, eða reyna að afneita þeim og halda sig við að þessi dæmi séu sui generis. Eitt er víst og það er að hugmyndin um sjálfsákvörðun sem lagalegan rétt hefur öðlast nýja mynd. Boðið hefur verið upp á nýja leið og fleiri munu í framtíðinni gera kröfu um að fá að fylgjahenni. Tilvísanir: 1) Sheehan, James J. „The Problem of Sovereignty in European Historý‘ American HistoricalReview, 2006. 111(1): bls. 1-15. Bls. 10. 2) Gott yfirlit yfir þróun sjálfsákvörðunarréttar er t.d. að finna í: Pétur Dam Leifsson, „People’s Right to Self- Determination.“ Afmœlisrit Háskólans á Akureyri. Ritstjóri: Hermann Oskarsson. 2007, Háskólinn á Akureyri: Akureyri. bls. 267-277. 3) Eftir fyrri heimsstyrjöldina varð Súdetaland hluti af Tékkóslóvakíu, nýju fjölþjóðlegu ríki. Tékkóslóvakía var eitt þeirra ríkja sem myndað var með sjálfsákvörðunarrétt 80

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.