Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 8

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 8
HJALTASTAÐABLAIN tftir Asgrim Jónsson. — Meðal þeirra tiu mynda, sem listamaðurinn ráðgerði að fyrst yrðu prentað'ar eftir sig, valdi hann þcssa mynd. Haun hafði málað þrjár myndir frá þessum stað, en þótti þessi bezt, og tnldi hana eitt af sinum allra bezlu oliumálverkum. Hjalta- staðabláin er á Auslurlandi. Myndin er máluð er listamaðurinn var milli fimmlugs og sextugs, ákaf- lega mild í litum og föst í formi. Verð 725,00 kr. Innrömmuð frá 945,00 til 985,00 kr. HORNAFJÖRÐUR eflir Ásgrím Jónsson. — Myndin er máluð árið 1912 og talin ein af allra feguislu vatnslitamyndum lislamannsins frá yngri árum hans. Asgrímur komst sjálfur ]>annig að orði um þessa mvnd, að hún væri að vísu frá einum fegursta stað landsins, en umfram allt væri þetta mynd af heiminum fyrir fyrra heimsstríð, er kyrrð, fegurð og hreinleiki ríkti enn í veröldinni og loft ekki iitvi blandið eins og síðar. A myndinni sést Vatnajökull og' skriðjöklarnir, sem nú eru að mestu llorfnir. Verð 645,00 kr. Innrömmuð 845,00 til 885,00 kr. Jón StefÁnsson liefir stundum verið kallaður saguaritarinn í íslenzkri málaralist, og eru það orð að sönnu. Fyrir- myndin er aðtins grind, er hann kla-ðir sínum eigin hugsunum og enduiminningum úr þjóðlifi og sögu. Jón er fjeddur á Sauðárkróki árið 1881. Ilann tók stúdenlspróf og hóf síðan verkfræðinám. En hugurinn hneigðist snemma í aðrar áttir. Ilann luvlti því námi og tók að Ieggja stund á málaralist, fyrst i Danmörku og síðar í París hjá sjálfum Matisse. Jón lekur árlega þátt í sýningum nokkurra kunnustu málara Dana og er talinn þar einn fremsti málari á Norðurlöndum. Hundruð mynda hans skreyta söfn og einkahíbýli um alla Evrópu og víðar. SUMARNOTT er eitt af allra fegurstu og kunnustu málverkum Jóus, og hefir nú í áratug verið á aðalvegg forsetabústaðarins á Bessastöðum. Líklega hefir kvj'rð islenzkra sumarnátta, með rjómalogni á tjörnum, aldrei \-erið belur Iýst. Verð 695,00 kr. Innrömmuð 925,00 til 965,00 kr. STOÐHESTAR er ein af síðustu stóru hestamyndunum, sem Jón hefir málað. Fremst á myndinni stendur reisulegur rauður foli og lætur allófriðlega, eins og herforingi, sem býsl til vopnaðrar árásar, en á bak við hann hópur hesta á beit og í ljúfum samræðum. Ilagarnir, fjöllin og jöklarnir eru lika í sólskinsskapi. Óll einkenni hins dýrðlega sumardags á íslandi eru liér dregin fram á sjónarsviðið. Verð 530,00 kr. — Innrömmuð 750,00 til 790,00 kr. DAGRENNING VID HORNBJARG. — Mynd jicssa lauk málarinn við árið 1957 og sýndi hana j>að ár á samsýningu í Kaupmannahöfn og var hún þar kölluð tröllaukið listaverk. Yzt til vinstri rís Hornbjargið upp úr dimm- bláum sjó, einskonar sambland af þokukenndum himnastiga og ferlegum kletti. Eldrauð skýin lcasta lit á bjargið og auka tign jiess og töfra. Tveir ernir svífa ofar skýjunum og „horfa i himinljómann". Líklega er hér um að ra’ða endurminningu frá æskuferðum listamannsins fvrir Horn. Verð 680,00 kr. — Innrömmuð 900,00 til 940,00 kr. Framhald á bls. 71

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.