Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 11

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 11
FORSPJALL 5 sjálfsögðu er ekki hægt að gera nema mjög lauslegar tillögur í þessu stutta spjalli. Fyrst verður þá að leggja áherzlu á það meginatriði, að bein laun frá ríkinu til ein- stakra listamanna hljóta að eiga réttlæt- ingu sína í því, að þjóðfélaginu hefur mis- tekizt vegna fámennis þjóðarinnar eða ann- arra ástæðna að búa listamönnum sínum þau starfsskilyrði og efnahagsaðstæður, sem við verði unað. Án þessa ástands hefði eng- um dottið laun til listamanna í hug, en lát- ið nægja að hlaða á þá orðum og yfirþyrma þá á afmælum. Ef þetta gildir almennt, þá leiðir af því, að aldrei ætti að styrkja listamenn — frekar en aðra menn — til starfa, sem þeir hafa þegar á annan hátt fengið góð skilvrði til að vinna. Listamenn, sem hafa viðunandi laun við leikhús, hljóm- sveit, skreytingu opinberra bygginga eða önnur störf í listgrein sinni, eiga ekki að þurfa á frekari styrkjum að halda, nema þá til náms eða vegna annarra sérstakra aðstæðna. ví miður skortir marga góða listamenn sb'k skilyrði, og til þeirra ættu launin að renna. Jafnframt þarf fyrirkomulag styrkjanna að vera þannig, að þeir komi að sem beztum notum og örvi listamenn sem mest til frjórrar listsköpunar. Sá hátt- ur, sem verið hefur á úthlutun hingað til, að reynt sé að veita sem ílestum smáupp- hæðir á ári hverju, er áreiðanlega ekki heppilegur frá þessu sjónarmiði. Smástyrk- JÓHANN S. HANNESSON Ófreski Nei, þú ert jafnt og aðrir engum Hkur, alsjálf hver kennd, liver hugsun, röddin, brosið og augun mædd og kýmin. Yrði kosið á kærri vin, þá þegði eg. En slíkur er aldavaninn, að það nær of skanunt að eiga við þig skipti lífs og sálar. Eg þekki rakt af rótum allt, sem brjálar mér reynslu af þér sem stökum manni, cn samt, þegar þú flenntum lófa ypptir öxlum, úteygur sé eg hjá þér fylgjur tvær, og mér finnst þú á milli þeirra hvcrfa, á mótum ósamrýmanlegra gerfa: hjarðkonungsins, sem hörpu drottni slær, hræsins í kös, með brotið gidl úr jöxlum.

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.