Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Síða 13

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Síða 13
FORSPJALL 7 jafnframt þ\'í sem reynt verði að tryggja, að þau listamannalaun, sem nauðsynleg eru, verði sem áhrifaríkust örvun til list- rænnaí starfa. ★ ★ ★ Kjördæmafrumvarpið er komið fram. Og um þá mikilvægu breytingu á stjórnskipulagi Islands, sem í því felst, mun barátta stjórnmálanna verða háð næstu mánuði. Með stuðningi þriggja þing- flokka á málinn að TENINGUNUM . . , vera trvggður tram- KASTAÐ f v , i • • gangur a þvi þmgi, sem nú situr, en einnig á því, sem saman kemur að næstu kosningum loknum. Þess er varla að vænta, að samkomulag geti náðst í máli sem þessu á nægilega breiðum grundvelli nema með málamiðlun, sem menn hljóta að sætta sig misjafnlega vel við. Því er ekki að neita, að margir, ekki sízt Reykvíkingar, hefðu kosið, að gengið hefði verið mun lengra í réttlætis- átt og öllum landsmönnum trvggð hlut- fallslega jöfn áhrif á skipun Alþingis. Flest- um mun þó ljóst orðið. að það verður að sætta sig við minna, ef tryggja á framgang þeirra miklu réttarbóta, sem í kjördæma- frumvarpinu felast. Hætt er við, að ágreiningur um þetta atriði hefði riðlað fylkingum þeirra, sem að frumvarpinu standa, ef nokkur líkindi hefðu verið á, að Framsóknarmenn yrðu í því málsvarar réttlætisins. En því fór að sjálfsögðu fjarri. Hins vegar hafa þeir gef- izt upp á að hamla gegn fjölgun þingmanna í þéttbýlinu og jafnvel fallizt á svipaða tölu þingmanna þar og sömu tölu uppbót- arsæta og tillögurnar gera ráð íyrir. Með þessu hafa þeir þegar fallizt á annað megin- atriði frumvarpsins, svo að nú má segja, að deilan standi aðeins um það eitt, hvort skipta eigi landinu utan Reykjavíkur í 5—(! manna kjördæmi með hlutfallskosn- ingu eða halda núverandi einmennings- og tvímenningskjördæmum með fáeinum breytingum. Andstöðu sína gegn stórum kjördæmum með hlutfallskosningum hafa Fram- sóknarmenn byggt á sögulegum rökum. Því hefur verið haldið fram, að með stækk- un kjördæma væri sjálfstæði héraðanna skert og þannig rofin ein af undirstöðum þeirrar þjóðskipunar, sem Islendingar hafa átt við að búa frá upphafi. Þessari rök- semd hefur verið s^ro rækilega hnekkt af öðrum nú að undanförnu, að ekki er þörf að fjölyrða um liana. Er það sannast. að segja furðulegt, að íslenzkur stjórnmála- flokkur á miðri tuttugustu öld skuli telja skattheimtusýslur þær, sem erlendir kon- ungar komu á hér á landi, svo helgan þátt íslenzkrar stjórnskipunar, að hann megi ekki rjúfa, hvað sem í húfi er. Mun óhætt að fullyrða, að á fleiri sviðum gæti verið tímabært að endurskoða umdæmaskipt- ingu landsins með tilliti til aðstæðna á þessari öld, þótt annað kunni að hafa þótt vel henta fyrir siðskipti. Annars er ekki ætlunin að rita langt, mál um þessi efni hér að sinni, enda birtist í þessu hefti HELGAFELLS löng og ýtar- lega grein eftir Pétur Benediktsson um sögu kjördæmamálsins, frá því að Alþingi var endurreist. Kemur þar meðal annars glöggt í ljós, að á þau réttlætissjónarmið,

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.