Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 19

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 19
RÍKISVALD OG FRELSI 13 sem á athafnafrelsi þeirra verður að leggja. Dýrkeypt reynsla af mörgum öðrum stjórn- arkerfum hefur leitt í ljós, að ekkert þeirra veitir mönnum eins mikla vernd gegn ófrelsi og misbeitingu ríkisvaldsins. Niðurstaðan er því sú, að frelsi manna er þeim mun meira sem hið frjálsa athafna- svið þeirra er minni takmörkunum háð af hálfu samfélagsins og því meiri áhrif, er þeir geta sjálfir haft á eðli og framkvæmd þeirra hafta, sem á þá eru lögð. Það liggur í augum uppi, að aukin af- skipti ríkisins skerða athafnasvið ein- staklingsins, en margir munu halda því fram, að hann sé í rauninni ekkert verr settur þrátt fyrir þetta, ef honum er á lýð- ræðislegan hátt tryggð áhrif á meðferð ríkisvaldsins. Þetta er vafasöm skoðun. Að vísu er óhjákvæmilegt að skerða frelsi manna á ýmsa lund, en þar er um að ræða illa nauðsyn, vegna þess að frelsi einstakl- ingsins rekst á önnur markmið, sem talin eru skipta enn meira máli. Ekkert lýðræði er svo fullkomið, að afskipti þess af at- höfnum einstaklingsins verði ekki skoðuð sem frelsisskerðing. Hins vegar er slík frelsisskerðing oft óhjákvæmileg af öðrum orsökum, og þá skiptir að sjálfsögðu höfuð- máli, að hún sé lýðræðislega framkvæmd. III Þetta vandamál væri þó ekki eins erfitt viðureignar og raun er á, ef öruggt væri, að hverju sinni væri aðeins um að ræða val á milli athafnafrelsis einstaklingsins annars vegar, en lýðræðislega ákveðinnar takmörkunar á athafnasviði hans hins veg- ar. En fjarri fer, að svo sé. Fari afskipti ríkisvaldsins fram yfir ákveðið mark, bend- ir margt til þess, að lýðræðislegt aðhald um starfsemi þess verði erfiðara og bresti jafnvel alveg að lokum. Sé þetta rétt, hafa aukin ríkisafskipti tvöfalda hættu 1 för með sér: Þau minnka hið frjálsa athafna- svið einstaklingsins, en draga um leið úr áhrifum hans á þau öfl, sem takmarka frelsi hans. Það er því mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hvort þessi kenning á við rök að styðjast. Fyrir henni eru tvær meginröksemdir. Sú fyrri byggist á, að frjáls skoðanamynd- un og flokkaskipun í lýðræðisþjóðfélagi sé því aðeins möguleg, að nægilegur fjöldi einstaklinga hafi svo mikið athafnafrelsi, að þeir geti sæmilega öruggir gengið í ber- högg við skoðanir þeirra, sem hafa ríkis- valdið í höndum sér hverju sinni. Ef ríkis- valdið hefur eitt yfirstjórn allrar efnahags- starfsemi, ræður fræðslu og uppeldi, eru ekki mikil líkindi til, að stjórnarandstað- an yrði öflug, jafnvel þótt hún væri í orði kveðnu frjáls gerða sinna. Þeir, sem með völdin færu í nafni meirihlutans, hefðu þá góða aðstöðu til þess að sjá svo um, að fylgi við þá borgaði sig betur en andstaða, og fyrr eða síðar má telja víst, að þeir menn kæmu til valda, sem ekki víluðu fyrir sér að neyta þessarar aðstöðu. Leikreglur lýðræðisins eru orðnar til í þjóðfélagi efnahagslega óháðra einstakl- inga, sem skipa sér í flokka í baráttu um meðferð ríkisvaldsins. Á meðan ríkisvald- ið er ekki orðið ofjarl í þjóðfélaginu, er ekki mikil hætta á því, að stjórnaraðstaða skapi meirihlutaflokkum færi á að halda völdunum um ófyrirsjáanlegan tíma. Slík misnotkun ríkisvaldsins gengur heldur varla mjög langt, ef stjórnarflokkarnir eiga það yfir höfði sér að tapa í næstu kosn- ingum. En þegar svo er komið, að enginn aðili eða samtök geta boðið ríkisvaldinu byrginn, er hætt við, að öllum tækjum þess verði ótrauðlega beitt til að viðhalda völdum ráðandi flokks. Kosningar mundu þá brátt verða hreint formsatriði og sjálf- krafa traustsyfirlýsing til stjórnarinnar, en hin raunverulega valdabarátta mundi færast bak við tjöldin í herbúðum valdhaf- anna. Óneitanlega virðist tilhneigingin vera þessi, enda þótt þróunin mundi vafalaust fara mjög eftir því, hve sterk ítök lýð- ræðislegir stjórnarhættir ættu í hugum manna með hverri þjóð. Segja má, að með-

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.