Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 22
16
HELGAFELL
öðru fremur orðið vettvangur, þar sem
ríkisstjórninni er veitt stöðugt aðhald um
meðferð hins mikla valds, sem henni hef-
ur verið fengið í hendur. Þetta á sér stað
með fyrirspurnum til einstakra ráðherra
og almennum umræðum, þar sem stjórnin
gerir grein fyrir stefnu sinni og þingmönn-
um gefst kostur á að koma fram skoðun-
um sínum. Þessu hlutverki hefur Alþingi
Íslendinga ekki tekizt að gegna, svo að
verulegt gagn sé að, enn sem komið er.
Hafa oft liðið mánuðir á undanförnum ár-
um, án þess að ríkisstjórninni þætti ástæða
til að skýra Alþingi frá gangi hinna brýn-
ustu vandamála.
Því miður virðist hin mikla skerðing á
athafnasviði einstaklingsins og lýðræðis-
legu aðhaldi, sem óneitanlega hefur átt
sér stað hér á landi, ekki hafa borið tilætl-
aðan árangur í traustri og skynsamlegri
stjórn þjóðarbúskaparins. Þvert á móti
hafa í kjölfar hverra bjargráða fylgt nýjar
plágur. Hvað veldur þessu? Að mínum
dómi er meginorsökin sú, að ríkisvaldið
hefur ekki í ákvörðunum sínum tekið nægi-
legt tillit til þeirra lögmála, sem gilda um
starfsemi þess hagkerfis, sem við eigum
við að búa. Þrátt fyrir aukin afskipti ríkis-
valdsins er athafnasvið einstaklinga á ís-
landi enn allvítt og fjöldi manna efnalega
sjálfstæður. Af þessu leiðir, að sífelld tog-
streita á sér stað annars vegar milli ein-
staklinganna í þjóðfélaginu, sem vilja not-
færa sér það frelsi, sem þeir hafa, til þess
að bæta hag sinn, og hins vegar ríkisvalds-
ins, sem leitast við að sveigja þá til þess
að haga sér í samræmi við áætlanir sínar.
Á meðan markaðshagkerfið er ekki alveg
afnumið, hljóta einstaklingarnir að nota
sér það svigrúm, sem þeir hafa, til þess að
auka hagsæld sjálfra sín. Tilraunir ríkis-
valdsins til þess að breyta þessu með því
að rugla markaðshagkerfið með höftum,
styrkjum, niðurgreiðslum og óeðlilegri
verðlagningu verða oft til þess eins að
opna nýjar leiðir til óeðlilegrar ágóða-
myndunar í stað þess að beina framleiðslu-
þáttunum á heilbrigðan hátt þangað, sem
þeir koma þjóðhagslega að mestum not-
um.
Ég sá því nýlega haldið fram, að megin-
ástæðan fyrir því, að svo mikil opinber
fjárfesting væri nauðsynleg, væri sú, að
fjármagn einstaklinganna leitaði ekki út
um landið í sjávarútveg og landbúnað.
Þetta er rétt, en lausnin má ekki reynast
verri en sjúkdómurinn. Ef þeir atvinnu-
vegir, sem hér er um að ræða, eru raun-
verulega hagkvæmari þjóðarbúinu en aðr-
ir, ætti að vera hægt að skapa þeim vaxtar-
skilyrði í samræmi við það, svo að fjár-
magn leiti þangað sjálfkrafa, vegna þess
að ágóða sé þar von. Á meðan sú leið er
farin, sem ofan á hefur verið undanfarin
ár, að ríkisvaldið keppist við að beina fjár-
magninu í eina átt, en ágóðavon einstakl-
inganna dregur það í aðra, hlýtur niður-
staðan að verða kapphlaup um fjármagn
og fjárfestingu, sem aðeins getur endað
með óstöðvandi verðbólgu. Ef ríkisvaldið
telur hagkvæmt, að fjármagn leiti 1 ein-
hverja ákveðna farvegi, verður að skapa
þær aðstæður, er geri þetta fjármagnseig-
endum hagkvæmt. Engin önnur leið get-
ur náð tilgangi sínum til lengdar, á meðan
skrefið er ekki tekið til fulls og þegnar
þjóðfélagsins sviptir ráðstöfunarrétti á
eignum sínum.
V
Þetta og fjöldi annarra hliðstæðra dæma
úr íslenzkum efnahagsmálum undanfar-
inni ára sýnir, að lítil líkindi eru til, að
afskipti ríkisins af efnahagsmálum nái til-
gangi sínum, ef ekki er við ákvörðun
þeirra tekið fullt tillit til lögmála mark-
aðsins. Sé þessa ekki gætt, er hætt við, að
þau verði til þess eins að gera alla starf-
semi markaðsins óeðlilega og breyta hinu
frjálsa verðmyndunarkerfi úr sæmilega ör-
uggum áttavita varðandi hina hagkvæm-
ustu nýtingu framleiðsluþátta þjóðarbús-
ins í marklausan vindhana. Það efnahags-
kerfi, sem við nú búum við, hefur því