Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 30
24
HELGAFELL
aði á þennan nálæga andardrátt og leið inn
í draumheima, án þess að geta sofnað. Honum
var ami að nálægð annars manns í þessu
herbergi, þar sem hann hafði sofið einn í heilt
ár. En honum var ekki sizt ami að nálægð
mannsins fyrir þá sök, að hún þrengdi upp á
hann eins konar bróðurþeli, sem hann þekkti
vel, en vildi ekki viðurkenna einsog á stóð:
menn, sem nátta saman í herbergi, fangar
eða hermcnn, tengjast undarlegum böndum.
Hvert kvöld, þegar þeir hafa lagt frá sér vopn
og klæði, er sem hverfi allur munur milli
þeirra og þeir sameinast í fornu bræðralagi
draums og þreytu. En Daru hristi sig, honum
líkaði ckki þessi bjánaskapur, hann mátti til
að sofa.
Þegar Arabinn bærði ógnarlítið á sér
skömmu síðar, var kennarinn þó ekki enn sofn-
aður. Þegar fanginn hreyfði sig aftur, varð
kennarinn stífur, við öllu búinn. Arabinn
reis hægt upp við dogg, hreyfði sig líkt og
svefngengill. Hann sat grafkyrr og beið án þess
að líta á Daru, einsog hann hlustaði af öllum
mætti. Daru lét ekki á sér kræla: hann minntist
þess, að hann hafði skilið skammbyssuna eftir
í skúffu kennaraborðsins. Það var bezt að láta
hendur standa fram úr ermum. Hann hélt þó
áfram að horfa á fangann, sem brá fótunum
fram á gólfið, jafnmjúklegur í hreyfingum og
fyrr, dokaði enn við, reis síðan hægt á fætur.
Daru ætlaði að fara að yrða á hann, en þá
labbaði liann af stað, hreyfði sig nú eðlilega,
en fór afar hljóðlega. Ilann gekk að bakdyr-
unum, sem lágu að útihúsinu. Hann lyfti
hespunni varlega, fór út og hallaði hurðinni
á eftir sér, án þess að loka. Daru hafði ekki
bært á sér: Hann er að flýja, hugsaði hann
aðeins: Gott að losna við hann! Hann lagði
samt eyrun við. Það heyrðist ekkert í hænsn-
unum: hann var þá lagður á heiðina. Þá
heyrði hann lágt vatnsgjálfur, sem hann skildi
ekki hvað var, fyrr en Arabinn kom aftur inn
úr dyrunum, lokaði vandlega á eftir sér og
lagðist hljóðlega fyrir. Þá sneri Daru sér til
veggjar og sofnaði. Seinna fannst honum hann
enn heyra gegnum svefninn laumulegt fóta-
tak úti fyrir skólanum. Mig er að dreyma,
tautaði hann. Og hann svaf.
Þegar hann vaknaði, hafði birt yfir. Gegn-
um illa lokaðan gluggann barst kalt, hreint
loft. Arabinn svaf. Hann lá nú samanhnipr-
aður undir ábreiðunum og steinsvaf með op-
inn munn. En þegar Daru hristi liann, rauk
hann upp með andfælum og horfði á Daru,
án þess að þekkja hann. Augun voru svo
brjálæðisleg og það var svo mikil skelfing
í svipnum að kennarinn hörfaði eitt skref aft-
ur á bak. „Vertu ekki hræddur. Það er ég,
Þú átt að fara að borða.“ Arabinn skók höfuð-
ið og sagði já. Hann var aftur orðinn rólegur á
svip, en var þó einsog ringlaður, annars hugar.
Kaffið var tilbúið. Þeir sátu saman á bedd-
anum meðan þeir drukku það og átu hveiti-
kökubita. Síðan fór Daru með Arabanum í
útihúsið og benti honum á kranann, þar sem
hann var vanur að þvo sér. Hann gekk aftur
inn í herbergið, braut saman ábrciðurnar og
beddann, bjó um rúmið sitt og lagaði til í
herberginu. Þvínæst gekk hann í gegnum
kennslustofuna og út á flötina. Sólin steig
upp á bláan himininn; mild birta og glaðleg
flóði yfir hrjóstruga heiðina. Snjórinn hafði
þiðnað á stöku stað í brekkunni. Grjótið var
aftur að koma í Ijós. Kennarinn virti fyrir
sér auða hásléttuna. Hann hugsaði til Bald-
ucci. Hann liafði sært hann, að nokkru levti
vísað honum frá sér, einsog hann vildi ekki
vera á sama báti. Hann heyrði enn kveðjuorð
lögreglumannsins, og honum fannst hann vera
einkennilega tómur og varnarlaus, án þess
hann vissi hvers vegna. í þennan mund heyrði
hann fangann hósta hinumegin við skólann.
Daru hlustaði á liann hálfnauðugur, þvínæst
þeytti hann öskuvondur frá sér steini, sem
hvein í loftinu áður en hann sökk í snjóinn.
Heimskulegur glæpur þessa manns fyllti hann
bræði, en honum fannst sér ekki samboðið
að framselja hann: tilhugsunin ein gerði hann
frávita af skömm. Og hann formælti bæði
löndum sínum, sem höfðu sent honum þenn-
an Araba, og fanganum sjálfum, sem hafði
vogað sér að drepa mann, og ekki haft vit
á að flýja. Daru sneri sér við á flötinni, stóð
kyrr um stund, gekk síðan inn í skólann.
Arabinn hallaði sér yfir steinsteypt gólfið
í útihúsinu og þvoði á sér tennurnar með fingr-
unum. Daru horfði á hann. Þvínæst sagði
hann: Komdu. Hann gekk inn í herbergið á
undan fanganum. Hann fór í veiðimannsvesti
utan yfir peysuna og setti upp gönguskó.
Hann beið þess standandi, að Arabinn setti
á sig túrbaninn og sandalana. Þeir gengu