Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 32

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 32
PÉTUR BENEDIKTSSCN: Tíminn flettir spilunum tvisvar Þœttir úr sögu kjördœmamálsins i843—i847: Enginn á kjörskrá í Vestmannaeyjum þess er spurt, við hvaða stjórnarskip- ■*—1 un íslendingar búi í dag, sýnist svarið liggja nokkuð beint við: lýðræði og þing- ræði. í hugum manna hér á landi eru þessi tvö hugtök svo nátengd, að menn geta vart hugsað sér annað án hins. Þó þarf ekki langa umhugsun til þess að gera sér ljóst, að vel getur verið til þingræði án lýðræðis, og þurfum við Íslendingar þar ekki lengra að líta en í eigin barm, og hugsa til stjórn- skipunar íslenzka þjóðveldisins í fornöld. Um lýðræði án þingræðis megum við minnast þess frá sögu grísku borgríkjanna, að allir frjálsir menn áttu atkvæðisrétt um almenn mál á borgarafundum, og enn eim- ir eftir af hinu sama í ýmsum löndum, þar sem heimta má þjóðaratkvæði um viss mál- efni. Margar lærðar bækur hafa verið skráð- ar um þessi efni, og er ekki ætlunin að bæta við þær bókmenntir. Hér nægir að geta þess, að nú á tímum er vart unnt að hugsa sér lýðræði öðruvísi en í nánum tengslum við þingræði. Almenningur verð- ur að fela fámennum hópi manna umboð til að halda um stjórnartaumana. Annars er það öruggt, að allt lendir í glundroða og ringulreið, — og gengur nógu erfiðlega að komast hjá því ástandi samt. Grundvallarhugsjón lýðræðisins er sú, að allir menn séu fæddir með jöfnum rétti, séu jafnir fyrir lögunum og hafi jafnan rétt til þess að leita hamingjunnar. Þótt menn játi þessu í orði, vill þéim ganga misjafnlega að breyta eftir því. Bezti mælikvarðinn á það, hve langt eitt- hvert land er komið á braut lýðræðisins, er nú á tímum einmitt aðferðin við val þeirra umboðsmanna, sem málum eiga að ráða, — fyrirkomulag kosninganna. En markið er jafn og almennur kosningar- réttur. Almennur er kosningarrétturinn orðinn, þegar allir þegnar þjóðfélagsins, sem náð hafa nægum þroska til þess að ráða sér sjálfir hafa atkvæðisrétt. í þessu sambandi skiptir það varla máli, þótt nokkur hópur manna missi þessi réttindi við það, að þeim er að nokkru eða öllu leyti útskúfað úr mannlegu félagi vegna afbrota gegn heild- inni. Þó höfum við fyrir okkur dæmin um það, að valdhafarnir hafa misnotað þessa sjálfsögðu undantekningu til þess að níðast á andstæðingunum og sjálfum sér til póli- tísks framdráttar. Atkvæðisrétturinn getur og með mörgu móti orðið ójafn. Allir kannast við stétta- þingin úr mannkynssögunni. Forréttinda- í þáttum þessum eru margar tilvitnanir í rit frá ýmsum tímum. Stafsetning, og þó einkum kommusetning, er víða færð nokk- uð í það horf, sem nú tíðkast. Þar sem leturbreytingar eru í frumtexta er hér gleiðletrað, en feitletranir hefir höfund- ur þáttanna ákveðið. L_______________________________________

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.