Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 33

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 33
TÍMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 27 stéttirnar erlendis kunnu lengi glögg rök fyrir því, að aðall og almúgi ættu ekki að kjósa til sama þings, — og undir öllum kringumstæðum ætti hin fámenna aðals- stétt að hafa völd til jafns við pupulinn. Ýmislegt annað getur og valdið því, að kosningarrétturinn verði ójafn. Ef ég man rétt, var það t. d. um hríð í lögum í Belgíu, að kvongaðir menn höfðu tvö atkvæði (en konan náttúrlega ekkert), og annað auka- atkvæði gátu þeir krækt sér í, ef þeir höfðu lokið nánara tilteknum prófum. Loks er hinn þriðji misbrestur, sem get- ur orðið á jöfnum kosningarrétti, og er þá komið að því, þar sem skórinn kreppir hjá fslendingum í dag, — þegar mönnum er mismunað eftir því, hvar þeir eru búsettir í landinu. Þetta fyrirbæri er frægt úr þing- sögu Englendinga á fyrra hluta 19. aldar. Voru smákjördæmi ýmis, sem eingöngu lifðu á hefð, sem þau raunar kölluðu „sögu- legan rétt“, nefnd rotten boroughs, og gekk þingmennska þar kaupum og sölum. Svo fór þó að lokum, að almenningsálitið sagði: slíkt hneyksli skal eytt! — og voru for- réttindi „rotnu borganna“ afnumin, en komið á stórum einmenningskjördæmum, þar sem leitazt er við að ná jafnrétti kjós- endanna. T „tilskipun um stiptun sérlegrar ráðgef- A andi samkomu fyrir ísland, er á að nefn- ast Alþíng", sem út var gefin hinn 8. marz 1843, segir, að „réttindi til hluttöku í kosningu alþingismanna bera einungis slík- um fasteignar haldendum, er annaðhvort eiga jörð, að minnsta kosti af 10 hundraða dýrleika, ellegar múr- eður timbur-hús í Reykjavík eður einhverju öðru landsins verzlunarplázi, sem með löglegri virðingu í minnsta lagi hefir verið metið til 1000 ríkisbankadala andvirðis, — ellegar ogsvo þeim, er af opinberu eður beneficeruðu gózi halda jörð með lífsfestu [þ. e. hafa lífstíðar-ábúð á konungs- eða kirkju-jörð] í minnsta lagi af 20 hundraða dýrleika“. (Lovsamling for Island, XII. b., bls. 499). Enn eru talin fleiri skilyrði kosningar- réttar, svo sem 25 ára aldur, óflekkað mannorð o. s. frv. — Þess má geta, að svip- uð ákvæði giltu um kjörgengi (lágmarks- aldur þó 30 ár). Skall þar hurð nærri hæl- um, að Jón Sigurðsson væri ekki kjörgeng- ur, þar eð hann var ekki „fasteignar hald- andi“. Faðir hans bætti þó úr því með því að „hann lét honum eftir að skrifa sig fyrir einni jörðu eða jarðarparti sínum“, eins og dr. Páll E. Ólason kemst að orði (J. S. II, bls. 295). Var þó teflt á tæpasta vaðið um það, hvort gerningur þessi fullnægði ákvæðum kosningalaganna, sbr. Bréf Jóns Sigurðssonar (1911), bls. 79. Það sést af því, sem nú var sagt, að tölu- vert skorti á það samkvæmt alþingistil- skipuninni, að kosningarréttur væri al- mennur, eða að þeirri lýðræðishugsjón, sem að framan var greind, væri fullnægt að þessu leyti. Um kjördæmin er kveðið svo á í til- skipuninni: „Hið íslenzka alþing á að samsetjast af 20 mönnum, er fasteign halda í land- inu og kjósast þar til á þann í þessari tilskipun fyrirskrifaða máta, nefnilega einum fyrir kaupstaðinn Reykjavík og einum fyrir hverja af landsins 19 sýsl- um eða lögsagnarumdæmum. Sömuleið- is viljum Vér tilskilja Oss, eftir kring- umstæðunum, að nefna allt að 6 meðal landsins embættismanna, 2 andlega og 4 veraldlega, til meðlima nefndrar sam- komu.“ (Lovs. f. Isl. XII, bls. 498—499). Þarna setur konungur strax 6 lóð — 2 andleg og 4 veraldleg — á metaskál- arnar, til þess að vega upp á móti því, ef óþarfa uppreisnarandi kynni að leynast í hópi þessara 20 fulltrúa, sem „fasteign- ar haldendur11 höfðu kosið. Kjördæmin eru bundin við lögsagnarumdæmi og ákaf- lega misjöfn að mannfjölda, svo sem enn mun verða að vikið í frásögninni hér á eft- ir. í þeim heimildum, sem mér eru tiltæk-

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.