Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 34

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Side 34
28 HELGAFELL ar, hefi ég ekki fundið gögn um það, hve margir kjósendur voru í hverju kjördæmi né um land allt, er hinar fyrstu kosning- ar fóru fram sumarið 1844. Nokkuð má þó marka af því, sem dr. Páll E. Ólason segir um kosningarnar í ísafjarðarsýslu, — en á því svæði eru nú 3 kjördæmi, Vestur- og Norður-ísafjarðarsýslur og ísafjarðar- kaupstaður. Þarna voru 80 nöfn á kjörskrá, og neyttu 52 kjósendur atkvæðisréttar síns. ísafjarðarsýsla var í hópi hinna fjölmenn- ustu kjördæma, íbúar þar 4110 árið 1845. íbúatala alls landsins var á því ári talin 58558 (Skýrslur um landshagi, I. b.). Með svipuðu hlutfalli milli íbúatölu og kjós- endatölu ætti kjósendatalan á öllu land- inu að hafa verið milli 1100 og 1200 og þó vafamál, hvort það er ekki of hátt áætlað. Óhætt sýnist að fullyrða, að kjósendatal- an hafi ekki náð einum af hverjum 50 íbú- um landsins. Heldur fór illa fyrir Vestmannaeyjum í kosningunum. Eyjarnar voru um það bil 10 sinnum fólksfærri en ísafjarðarsýsla og 13 sinnum fólksfærri en stærsta kjördæm- ið, Árnessýsla. Ekki fengu eyjaskeggjar þó notið forréttinda sinna, því að þegar til átti að taka fannst enginn „fasteignar hald- andi“ nægilega efnum búinn í kjördæm- inu. Það var því ekki að furða, þótt kan- cellíið skrifaði Hoppe stiftamtmanni hinn 14. nóvember 1843: „Foranlediget heraf skulde man til behagelig Efterretning og videre Be- kjentgjörelse tjenstligst melde, at det efter det saaledes Oplyste er en Selv- fölge, at intet Valg af Althingsmand til Althinget for denne Gang vil blive at foretage paa Vestmanöe“. (Lovs. f. Isl., XII, bls. 666). Á hinu fyrsta Alþingi, sem saman kom * hinn fyrsta dag júlímánaðar 1845, var mikill fögnuður yfir þeim vísi til frelsis, sem fengizt hafði. Hitt duldist þó engum, að hér var aðeins um hið fyrsta skref að ræða, og að alþingistilskipunin var fjarri því að vera nógu frjálsleg um kosningar- rétt og kjörgengi og annað fyrirkomulag kosninganna. Þó bar mönnum talsvert á milli um það, hvar lausnarinnar væri að leita um einstök atriði. Hinu fyrsta Alþingi bárust 17 bænarskrár um málið með 1986 undirskriftum. Sýnist sú tala hafa nálgazt það að vera tvöföld tala kjósendanna, svo að víðar hefur áhug- inn á málefnum landsins náð en til „fast- eignar haldenda“. Skýrust var, sem vænta mátti, bænarskráin frá Íslendingum í Kaup- mannahöfn, enda flutt af Jóni Sigurðssyni. Snerist meiri hluti þingmanna að þeirri stefnu, sem þar var mörkuð, þótt síðar yrði. Annars stangaðist það nokkuð í fyrstu, hverjar réttarbætur menn fóru fram á í bænarskránum. Engin niðurstaða varð af umræðum um kosningafyrirkomulagið á þingi 1845, en á hinum næstu tveim þingum, 1847 og 1849, urðu þær þeim mun fjörugri, og þá ekki síður á fundum úti um land og í blöðum, eftir að undirbúningur hófst undir þjóð- fundinn 1851. Verður nú reynt að segja nokkuð frá hinum helztu ágreiningsatrið- um. Eitt hið fyrsta, sem menn greindi á um, var það, hvort heppilegra væri að hafa „ein- faldar“ kosningar eða „tvöfaldar“, eins og það var þá kallað, en nú myndi þetta nefnt beinar kosningar og óbeinar. Síðarnefnda aðferðin, að kjósendur í hverri sókn eða á öðru takmörkuðu svæði kysi kjörmenn, sem síðan kæmi saman til þess að kjósa þingfulltrúann, var nokkuð víða í tízku, og enn er þessi aðferð sumstaðar notuð, t. d. við forsetakosningar í Bandaríkjun- um. Páll Melsted kammerráð — faðir Páls gamla Melsteðs sagnfræðings —, sem þá var sýslumaður Árnesinga og brátt átti eftir að verða amtmaður sunnan og vest- an (1849), var í hópi þeirra, sem mest höfðu hugsað þessi mál. Hann hafði átt sæti í embættismannanefndinni í Reykjavík 1839 og 1841 og skrifað athugasemdir um ráð- gjafarþing, sem birtust í Fjórum þáttum

x

Nýtt Helgafell

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.