Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 38

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 38
32 HELGAFELL kjósi ekki fleiri en þau fámennu, og því beiðumst vér þess, að 4 fjölmennustu kjör- dæmin sendi 3, Reykjavík og Vestmanna- eyjar 1, og hin kjördæmin 2 fundarmenn hvert“. (Alþt. 1849, bls. 119—120). Um kjördæmin segir í bænarskránni: „Vér álítum bezt fallið, að þau haldi sér eins og þau eru, og þeim sé ekki skipt í sundur, þó fulltrúum sé fjölgað, bæði af því vér vitum, að þetta er vilji almennings, . . . og þó einkanlega þess vegna, að vér álítum það æskilegt í alla staði, að menn finnist og kynnist og beri sig saman sem flestir, svo oft sem færi gefst, um ýmsa hluti, er alla varðar, og má slíkt hægast verða, þegar eins er ástatt og nú, að það er margt og áríðandi, sem til fundanna knýr“. (S. st., bls. 120). Plagg þetta er undirritað af forseta og varaforsetum Þingvallafundarins, Pétri Péturssyni prestaskólakennara og síðar biskupi, — en hann sat nú í fyrsta sinn á Alþingi sem konungkjörinn þingmaður, — Skúla lækni Thorarensen á Móeiðarhvoli og síra Hannesi Stephensen á Ytra-Hólmi, en hann átti eftir að verða mikill þing- skörungur. Bænarskráin er skemmtileg og skilmerkilega samin. Hefði verið freistandi að prenta hér all-langan kafla, þar sem hrakinn er uggur manna um það, að ekki fáist nægir frambjóðendur til þings. „Reynslan hefir og sýnt“, segir þar, „að minnsta kosti í Danmörku, að þess háttar hræðsla er ástæðulaus“. á er næst að skýra nokkuð frá umræð- um Alþingis 1849 um fulltrúafjöldann og' kjördæmin. Svo sem að framan greinir, hafði tillaga Þingvallafundar verið sú, að taka nokkurt tillit til fólksfjöldans í hverju kjördæmi. Árnessýsla með 5000 íbúa, Rang- árvallasýsla með 4750, Gullbringu- og Kjós- arsýsla með 4500, ísafjarðarsýsla með 4200, áttu hver að kjósa 3 fulltrúa; afturúrkreist- ingarnir tveir, Vestmannaeyjar með 400 og Reykjavík með 1000 íbúa, áttu að láta sér nægja einn fyrir hvort kjördæmi, en hin 14 áttu að kjósa 2 fulltrúa hvert. Þessi tillaga var að meginhugsun sann- gjörn og skynsamleg. En við hvaða íbúa- tölu átti að setja mörkin, þar sem fulltrú- um væri fækkað eða fjölgað? Strandasýsla og Norður-Þingeyjarsýsla voru hvor um sig aðeins 300—400 íbúum fjölmennari en Reykjavík, Húnavatnssýsla 100 íbúum neð- an við ísafjarðarsýslu, Skagafjarðarsýsla og Eyjafjarðarsýsla nokkurnveginn jafn- ar öðru hundraði neðar, með nálægt 4000 íbúa hvor. Lausn málsins samkvæmt meg- inreglu Þingvallafundarins hlaut að valda reipdrætti og metingi á þinginu. Sú varð og raunin á, að þingnefndin gafst upp við að leysa vandann og lagði til, að kjördæmi yrðu hin sömu og áður, og kysi hvert þeirra tvo fulltrúa til þjóð- fundarins. Röksemdirnar eru nokkuð með sérstökum hætti. í bænarskránni til kon- ungs, sem samþykkt var í einu hljóði, seg- ir: „Þannig taldi alþing vafalaust, að hefði því á nokkurn veg orðið við komið að kjósa yfir allt land á einu og sama kjör- þingi, þá hefði það verið eðlilegast og átt bezt við; en því er þó til ókljúfandi fyrirstöðu víðátta og strjálbyggð lands þessa; en þó alþing fyrir þá sök sæi ekki annað fært en að skipta landinu í kjör- dæmi og ákveða þau með enum sömu ummerkjum og verið hefir, að lögsagnar- umdæmin ráði, þá þótti auðsætt, að ekki ætti né mætti fara eftir mismunandi fólksfjölda kjördæmanna, þegar ákveða ætti fulltrúatölu þá, er hvert þeirra kysi, heldur bæri að kjósa jafnmarga úr hverju“. (Alþt. 1849, bls. 711—712). Brynjólfur Pétursson hafði fáein orð að segja um þessa tegund af skýrleika í hugs- un, og verður senn vikið að því. Önnur röksemd fyrir jafnri fulltrúatölu kjördæma á þjóðfundinum er sú, að þar eigi „aðeins að ræða um aðalstjórnarmál- efni alls landsins, en ekki neinar þær
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.