Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Page 44
38
HELGAFELL
annarri deildinni væru 8 embættismenn,
„4 andlegrar og 4 veraldlegrar stéttar, er
veljist í fyrsta sinn af þjóðfundinum í sum-
ar og síðan af hinum 18 seinasta árið áður
en ný völ fara fram, kosningarréttur sé
eins frjáls og tiltekið er í kosningarlögun-
um til þjóðfundarins, og þó aðeins bundinn
við 25 ára aldur. Af hinum 18 séu að
minnsta kosti 5 útskrifaðir úr skóla, eða
hafi tekið eitthvert lærdóms próf, og séu
þeir kosnir af f jölmennustu kjördæmunum
og Reykjavík“ (Lanztíðindi 20. marz 1850).
Hætt er við, að mönnum þætti það ein-
kennileg takmörkun á kosningarréttinum
í dag, ef sumum kjördæmum væri bein-
línis gert að skyldu að kjósa „lærða menn“
á þing. Árnesingar voru með tillögur ekki
ólíkar þessu. í 1. þingdeild áttu að vera
embættismenn einir, en í 2. þingdeild
„hverrar helzt stéttar menn“. Þó vildu þeir,
að þingmenn væri 42, og að hinir sömu
væri kjósendur til beggja deilda. Ennfrem-
ur er sá varnagli sleginn um 1. þingdeild,
að „þá viljum við, að það séu þjóðhollustu
embættismennirnir, sem þar eiga setu, og
mun það affarabezt, að það séu þeir, sem
alþýða ber traust til og sjálf kýs“.
Skagfirðingar eru rómantískir og vilja,
að lögréttan fái „endurrisið af dvala sín-
um“ og kjósi 2 lögmenn í stað amtmanna.
í tillögu þeirra segir ennfremur: „Kjörnu
þingmennirnir (lögréttumennirnir) séu 48
að tölu, valdir samkvæmt frjálslegum kosn-
ingarlögum til tveggja ára í senn, og með
nokkru tilliti til fólkstölu í hverri sýslu,
eða þannig ígildi lögréttunnar fornu; og
þar að auki séu, þá þar að lútandi er kom-
ið íkring, allir þeir fulllaunaðir valdamenn
12—14 að tölu, sem lögreglustjórinn sam-
kvæmt þingsins þörfum fyrirfram velur og
aðvarar, árlega skyldir til að sækja þingið
án endurgjalds, samkvæmt fornri lagaskip-
un og venju“.
Margar tillögur viku að kjördæmaskip-
uninni sérstaklega. Til dæmis vildu Vestur-
Skaftfellingar 30 þjóðkjörna þingmenn
(auk 4 konungkjörinna), „en landinu öllu
sé skipt í kjördæmi, án þess að það sé far-
ið eftir sýsluskiptum, heldur svo, að hér-
um 2000 manns séu í hverju kjördæmi, en
kjördæmi hvert kjósi einn fulltrúa fyrir
sig “
Nefndin í Árnessýslu vill koma á jöfn-
uði um stærð kjördæma, en bendir á vand-
kvæði á því, þegar skipta þarf svo, að hlut-
ar úr tveimur sýslum þurfi að vera í kjör-
dæmi saman:
„Álítum við, að þvílík kjördæma skipt-
ing sé í fyrstu ekki auðgjörð, og svo að
afleiðingar hennar ekki muni verða án
annmarka: virðist okkur í öllu tiltæki-
legra, að kjördæmum væri skipað eftir
hinni gömlu þingaskipun, og að í hverju
þingi sé 1 þingmaður kosinn í 1. þing-
deild, en 2 í aðra þingdeild. Við teljum
sjálfsagt, að Reykjavík sé og kjördæmi,
og yrði með þessum hætti 14 þingmenn
í 1. þingdeild, en 28 1 2. eða samtals á
alþingi 42 alþingismenn, og hefir oft
fyrri verið stungið upp á hinni sömu
þingmanna tölu. — Að sönnu verða kjör-
dæmi eftir þingaskipun nokkuð misjöfn
með tilliti til fólksfjölda, en þó miklu
jafnari en kjördæmin eru nú, eða geta
orðið, nema landinu sé skipt í kjördæmi
án tillits til sýsluskipta, og þingmanna
talan verður með þessum hætti betur
samsvarandi fólksf jöldanum en hún get-
ur orðið eftir öllum þeim uppástungum,
sem hinni núverandi kjördæmaskipun
vilja halda, og sem okkur eru kunnar. ...
Þá litið er á fólkstöluna virðist sem
Þorskafjarðarþing verði harðast úti, ef
eftir þingaskipun væri kosið; en það er
aðgætanda, að í þessu þingi er búenda-
talan í samanburði við fólksfjöldann sem
1:9%, en í hinum þingunum, (nema
Kjalarnesþingi) sem 1:7—8 (Johnsens
jarðatal), svo ef tillit er tekið til bú-
endatölu eða hinna líkl. kjósenda tölu,
verður mismunurinn ekki svo mikill“.
Borgfirðingar vildu halda sér við lög-
sagnarumdæmin og því ekki breyta öðru
en því að gera Þingeyjarsýslu að einu
kjördæmi, en norður- og suður- sýslurnar