Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Síða 46

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Síða 46
40 HELGAFELL fleiri, rétt til að kjósa tvo alþingismenn, þar sem hinar aðrar sýslur kjósa ekki nema einn; en eigi verður því neitað, að galli sá, sem nefndur var, hverfur eng- an veginn til fulls og alls fyrir það.“ (Þjóðftíð. bls. 489). Neðanmáls lætur stjórnin þess getið, að henni hafi „komið til hugar, að önnur skipting kynni ef til vill að verða álitin hentug, og hefir hún því ekki viljað leiða fram hjá sér að sýna tilraun þá, sem í þessu tilliti hefur verið gjörð og hér fylg- ir, og hafa menn leitazt við með því bæði að gjöra kjósendum hægra fyrir og að koma í veg fyrir misjöfnur þær milli fólksfjölda og þingmannatölunnar, sem eiga sér stað í sumum kjördæmum, og er gjört ráð fyr- ir, að í kjördæmum þeim, þar sem fólks- fjöldinn er mestur, verði kosnir 3 fulltrú- ar, í öðrum 2, og þar sem fólkstalan er minnst 1 fulltrúi". Síðan kemur nákvæm skilagrein um tillögur þessar, og er mjög vikið frá lögsagnarumdæmum. Einna merkilegasta kjördæmið nær frá Seltjarn- arnesi til Akraness að báðum meðtöldum, og teygir sig jafnframt inn í landið og tekur Þingvallasveitina frá Árnessýslu. Umræður urðu miklar og snerust mjög um kosti og þó raunar enn meira um galla tvöfaldra kosninga, menn fundu að hin- um ófrjálslegri efnahagsákvæðum, og ýms- ir gerðu grein fyrir bænarskrám, sem þeir stóðu að, eða sjónarmiðum sínum að öðru leyti, t. d. um það, hvort betra væri að hafa eina eða tvær þingdeildir. Sumir létu í ljós, að landsmenn væru vel ánægðir með kosningaraðferðina til þjóðfundarins og vildu halda þeim lögum lítið breyttum. Jón Sigurðsson hafði sig ekki mikið frammi í umræðunum, hélt aðeins eina stutta ræðu. Honum fannst það óþarft hjá stjórninni að færa sig nú aftur á bak frá kosningalögunum 1849. Konungkjörna menn vill hann losna við, og það sýnir skjótan pólitískan skilning hans, að hann sér strax, að tillögur, sem fram höfðu kom- ið um það, að fráfarandi Alþingi kysi sjálft einhvern fulltrúafjölda til næsta þings, voru hættulegir hugarórar: „En eins mótfallinn og ég er konungs- kosning'um, eins mótfallinn er ég því, að þingið kjósi menn til næsta þings; því það er sama á hinn bóginn, eins og að gefa þeim flokki, sem mestu ræður á þinginu, tækifæri til að hafa föst at- kvæði fyrir meiningum sínum frá einu þingi til annars. Menn mega ekki hugsa, að þingið sé einhver engill, sem gengur áfram eftir köldum reglum; menn mega gjöra ráð fyrir, að menn vilji fylgja fram meiningum sínum, og það er gott innan vissra takmarka. Hvað viðvíkur því, sem hinn fyrsti konungkjörni þing- maður talaði um setu vissra embættis- manna á þinginu, þá er ég ekki öldungis á móti því, en það virðist mér vera kyn- legt, að vilja búa hér til yfirhús, sem réði niðurlögum á málum, og mundi það verða sú sterkasta liöfðingjastjórn, sem nokkurn tíma hefir við gengizt hér á landi. Mér finnst ekki vera nauðsyn á að tala nú um kjördæmaskiptinguna; því þetta mál er allt saman skylt frumvarp- inu um stöðu íslands í ríkinu, og álít ég sjálfsagt, að því verði vísað til sömu nefndar og þeirrar, sem sett var til að skoða það“. (Þjóðftíð., bls. 187—188). Þjóðfundurinn fór eftir þessari tillögu Jóns. Skilaði nefndin áliti, áður en kon- ungsfulltrúi sleit þjóðfundinum, en ekki kom það til umræðu á þinginu. Um kjör- dæmamálið segir svo í nefndarálitinu: „Með því að nefndin álítur það ógjör- andi, að skipta landinu í kjördæmi með hér um bil jöfnum fólksfjölda, þá verð- um vér að vera fastir á þeirri skoðun, sem stjórnin hefur fylgt í frumvarpi þessu, að yfirgnæfandi ástæður séu fyr- ir því, að halda hinni gömlu kjördæma- skipun eða lögsagnarumdæmunum, eins og þau eru nú, . . . Hvað fulltrúatölunni viðvíkur, þá virðist meiri hluta nefndar- innar, bæði yfir höfuð, og einkum með tilliti til þess, að vér treystum því, að alþingi fái löggjafarvald, að ekki megi

x

Nýtt Helgafell

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.