Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 51

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 51
TIMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 45 hann það að sér, þá fær hann fleiri í lið með sér, og þá mega þeir vara sig hinir, sem á móti standa, því það sé ég á félagsritunum nýju, að hann þorir að segja yfirvöldunum sannleikann“. Reykjavíkurpóstur; „ . . . Það er öllum kunnugt, að frá upphafi hafa lausamenn verið haldnir skaðlegir velmegun lands- ins, bæði af löggjafanum, stjórnarráð- unum og helztu og vitrustu mönnum lands þessa . . . .“ Þess má geta til gamans, að 8 árum síð- ar var einn af ritstjórum Reykjavíkur- póstsins, Þórður yfirdómari Jónassen, helzti málsvari jafnréttis fyrir þurrabúðarmenn á Alþingi. Sumir þeirra, sem á þinginu á undan höfðu verið frumkvöðlar að því að veita þurrabúðarmönnum nokkur réttindi, t. d. Vilhjálmur Finsen landfógeti, töldu nógu langt gengið og voru andvígir fullu jafnrétti við borgarana. — Jón Sigurðsson kom ekki til þings 1855. 1858—1900: Sýslurjtar pólitískt sóknarband ú verður hlaupið yfir langt árabil. Að- eins skal þess getið, að með stjórnar- skránni 1874 var Alþingi veitt löggjafar- vald í stað þess að vera ráðgjafarþing. Samtímis var því skipt í 2 þingdeildir, þjóðkjörnum alþingismönnum fjölgað í 30, og 9 stærstu kjördæmin gerð að tvímenn- ingskjördæmum. Annars voru kjördæmin hin sömu og áður, samtals 21. Tíu árum síðar birtist í 5. árg. Tímarits bókmenntafélagsins merkileg grein eftir fyrsta íslenzka hagfræðinginn, Indriða Ein- arsson, „Um kosningar og kjósendur til al- þingis“. Áður hafði hann í C-deild stjórnar- tíðindanna 1882 birt fyrsta tölu-yfirlitið um kjósendur og kosningar á íslandi. Þessar greinar eru stórfróðlegar um margt, og í Tímarits-greininni bendir Indriði afdráttar- laust á ranglæti gildandi kosningalaga. Skal hér tekinn upp nokkur kafli: „Það er auðvitað, að kosningarlög geta aldrei verið svo réttlát, sem maður get- ur framast hugsað sér, en munurinn á sumum kjördæmum landsins gæti þó, og það með þeirri kosningaraðferð, sem nú er höfð, verið talsvert minni en hann er. Aðalgallinn á niðurskipun kjördæm- anna er það, að þau eru bundin við sýsl- urnar; sýslurnar eru pólitískt sóknar- band, sem ekki virðist mega leysa. Þann- ig velur Suður-Þingeyjarsýsla 1 þing- mann, og hefir þó 3767 manns, og Norð- ur-Þingeyjarsýsla, sem aðeins hefir 1569 manns, velur sömuleiðis 1; afleiðingin er sú, að 2 menn 1 norðursýslunni hafa eins mikil áhrif á löggjöf og landsstjórn og 5 menn í suðursýslunni. . . . Ojöfn- uðurinn kemur víðar niður; . . . Vest- mannaeyjar eru kjördæmi með 557 manns, eða liðugum 5. hlut þess mann- fjölda, sem flest kjördæmi hafa; einn einasti maður á Vestmannaeyjum á því eftir kosningarlögunum að hafa jöfn áhrif á skoðanir alþingis, og hér um bil þrír Norður-Þingeyingar, fjórir Skag- firðingar, fimm Reykvíkingar, sex Snæ- fellingar og sjö Suður-Þingeyingar.“ Síðan bendir Indriði á ýmsar breytingar, sem gera mætti á kjördæmaskipuninni, til þess að gera hana réttlátari, og heldur áfram: „Ef sérstaklega væri tekið tillit til þess, að kosningarrétturinn gæti kom- ið sem jafnast niður, yrði að líkindum að skipta landinu niður í stærri kjör- dæmi en nú eru, sem hvert fyrir sig ætti að velja fleiri þingmenn en nú er títt; þá væri skipting á líkan hátt og nú hefir verið sagt að minnsta kosti hugsanleg, og yrði á þessa leið: I. Skaftafells, Rangárvalla, og Vest- manneyjasýsla, með 9421 manns, kysi 4 þingmenn. II. Árness, Kjósar- og Gullbringusýsla og Reykjavík, með 14484, kysi 6 þingmenn. III. Borgarfjarðarsýsla, með 2598, 1 þingmann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.