Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 57

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 57
TIMINN FLETTIR SPILUNUM TVISVAR 51 vit á því en almenningur, hvort hún er framkvæmanleg“. (Alþt. 1907, B. 2143). Geta má um afstöðu nokkurra þing- manna í viðbót. Þórhallur Bjarnarson, síðar biskup, bar fram breytingartillögu, sem var felld, um að fara eftir hinum gömlu fjórðungum og hafa kjördæmin aðeins 4. Greiddi hann síðan atkvæði með frumvarpinu. Ólafur Briem bóndi á Álfgeirsvöllum: „ . . . Ég get ekki betur séð en að frumv. gjöri öllum hlutaðeigendum góð skil, að það sé mjög réttsýnt, annarsvegar gagn- vart einstökum kjósendum, að því leyti sem það tryggir vel rétt þeirra, sem eru í minni hluta, og gjörir mönnum mögu- legt að sameina sig í flokk, þótt þeir eigi ekki heima í sama kjördæmi, og hins- vegar gagnvart einstökum kjördæmum. . . . Það er.ekki alls kostar heppilegt, að hver einstakur þingmaður sé að ota sín- um tota og toga sinn skækil, í stað þess að hafa það fyrir augum, hvað landinu í heild sinni sé fyrir beztu, og þá um leið hinum einstöku kjördæmum. . . . Það væri mikilsvert að geta komið þessum lögum sem fyrst í framkvæmd.“ (Alþt. 1907, B. 2111—2113). Guðmundur Bjömsson landlæknir: „ . . . Þetta er einsætt mál. Allir segja, að það sé þarfleg réttarbót, sem eigi að komast á bráðlega! . . . [Eftir að hafa hrakið nokkrar mótbárur, heldur hann áfram] Aðrar mótbárur eru mér enn óskiljanlegri, t. d. strjálbyggðin, er á að vera því til fyrirstöðu, að þingmannsefni geti kynnzt kjósendum, ef kjördæmin eru stór. Halda menn að landið minnki eða verði innan skamms tíma orðið miklum mun þéttbýlla en nú;... Nei, nei. Fólkinu fjölgar hægt, samgöngur batna seint — þeir sem álíta, að frumv. sé gott, geta ekki verið þekktir fyrir aðrar eins hégóma-mótbárur. — Það hefir hinsveg- ar verið sagt, að þessi aðferð miði að því, að þingið verði sönn ímynd þjóð- arinnar. En er þá nokkur sérstök ástæða til þess að flýta því, láta það ekki dragast, að breyta svo kosning- arlögunum, að þingið verði sem sönn- ust ímynd þjóðarinnar? Þeirri spurn- ingu verð ég að svara játandi. Á næstu þingum verður að líkindum gjört út um mál, sem þjóðina varðar miklu, varðar mestu allra mála, og er hörmung til þess að vita, ef þingið er þá ekki rétt líking þjóðarinnar. Þess vegna er það geysimikill ábyrgðarhluti fyrir þingið að fresta þessu máli. . . . [Hlutfallskosn- ingin] tryggir það, að meiri hluti þjóðarinnar ráði úrslitum allra mála á þingi; hún tryggir þjóðræði, tryggir hið sanna þingræði. Ef þetta frumv. verður ekki samþykkt nú, getur svo farið, að meiri hluti á næsta þingi sé í minna hluta hjá þjóðinni: Svo öfugum úrslit- um geta núgildandi kosningarlög vald- ið. Þess vegna er háskalegt að fresta þessu máli“. (Alþt. 1907, B. 2118—2119). Guðlaugur Guðmundsson sýslumaður: „ . . . Það sem menn almennt vilja, mun vera þetta, að hvert kjördæmi hafi sinn mann, er það geti að nokkru leyti skoðað sem sína eigin eign, og beitt fyrir sig í þeim sérstöku málum, sem kjördæmið varða. Það hefir verið ljóslega sýnt, að það fyrirkomulag — einmenningar — getur samt sem áður orðið ranglátt gagn- vart skoðanaflokki, sem er í minni hluta, leitt til flokksharðstjórnar; fyrirkomu- lag það, sem hér liggur fyrir, er því í raun réttri bæði frjálslegra og réttlát- ara . . .“ (Alþt. 1907, B. 2096—2097). Stefán Stefánsson skólameistari: „ . . . Fyrir mitt leyti get ég lýst yfir því, að þótt mér geðjist ekki alls kostar að frumv., þá álít ég þó miklar réttarbæt- ur í því fólgnar, en er óráðinn í því ennþá, hvoru megin ég greiði atkvæði“. (Alþt. 1907, B. 2109). T Tannes Hafstein tók að sjálfsögðu oft *■ til máls í umræðunum. Hann lýsti yfir því, að málið væri ekki flokksmál, og myndi hann ekki gera það að fráfarar- atriði, þótt frumvarpið yrði fellt. Lítið gerði hann úr samþykktum þingmálafund- anna, — sem mest áhrif virtust hafa á fjölda þingmanna —. „Ef menn vilja bíða
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.