Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 64

Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Qupperneq 64
58 HELGAFELL an úr kjördæmi hans hefði tekið í hönd hans með slíkum ákafa, að olnbogi hans 'gekk niður um borðplötu úr gleri). Spítalalæknarnir sögðu, að enginn uppskurður hefði verið gerður. Það var alltaf sama sagan með veikindi hans — eng- um bar saman. Stundum var það bakið, fæturnir, lifrin, blöðruhálskirtillinn, lungun, hjartað og — flaskan eins og venjulega. Stundum gerðist hann akfeitur, en annað veifið grindhoraður: hann léttist einu sinni um fjörutíu og eitt pund á fá- einum vikum. Jafnvel beztu vinir hans vissu ekki, hvað var að. Sumir vilja halda því fram, að hann hafi verið sídrukkinn síðustu árin. Það eru ýkjur. Hann hafði alltaf drukkið mikið, og nú drakk hann stundum í óánægjuköstum meira en fyrr. En hann var ekki sídrukkinn. Hann fór í bindindi (hans bindindi var í því fólgið að drekka bjór í viskýstað) og hélt það dögum og jafnvel vikum saman. Meinið var undir lokin, að hann var hættur að þola drykkinn. Sú var tíðin að hann lék sér að því að „spenna þriggja pela flösku“ eins og hans nótar myndu orða það — milli lágnættis og fimm að morgni og vera samt kominn á skrifstofuna kl. hálf-níu eða níu, eftir tveggja tíma svefn. Þegar hér var kom- ið sögu, var hann farinn að lyppast niður á öðru glasinu. Hann fór að gera sér titt um peninga, inn- eignir og fjárhagslegt öryggi urðu honum nú fyr- ir öllu. Hann fór að hugsa sér að eiga rólega og notalega daga, fjarri stjórnmálum. „Konan mín og ég eigum nóg fyrir dálitlu nautabúi í Arizona," sagði hann, „og ég er vís að setja upp lögfræðiskrifstofu fyrir nágranna og vini.“ Hann þekkti menn, sem þekktu fjármálalífið. Að þeirra ráði fór hann að braska með olíu og úraníum og græddi talsvert á eina miljón — á pappírnum, Þessir sniðugu vinir hans ýttu óspart undir hann, hann var nú kominn í bindindi og orð- inn sanntrúaður braskari. En svo fóru ýmsir fé- lagar hans að sjá sig um hönd. Þeir skárust úr leik, meðan hæst fram fór og McCarthy var heima í Wisconsin og gat ekki í bili haft auga með fjármálum sínum. Hann tapaði stórfé. Nú dró óðum að því sem verða vildi. Hann fór á sjóðandi túr. Um dánarorsök hans fer ýmsum sögnum enn. Margir eru þess fullvissir, að McCarthy hafi drukkið sig í hel. Líklega hefir hann gert það á sinn hátt — en ekki eins og algengast er. Það er hugsanlegt, að lifrin í honum hafi verið eyði- lögð af margra ára drykkju, orðin eins og blautt sag, en dauða hans bar svo brátt að, að önnur skýring er líklegri. Hann gekk með guluveiki og vín er eitur fyrir gulusjúklinga, jafnvel þótt í hófi sé. Það eru mestar líkur til þess, að drykkjuskapur hans undir lokin — eftir að hann frétti um afdrif peninga sinna — hafi riðið hon- um að fullu. Hver sem upptökin voru, er víst, að lifrin og vínið áttu þátt í dauða hans. —o— Þegar hann dó lustu allir sanntrúaðir fylgis- menn hans upp sáru ópi: morð, morð. Þetta gera sanntrúaðir fylgismenn ævinlega. Þeir sögðu, eins og vænta mátti, að kommúnistar, Trumans- og Achesonsmenn, meðlíðendur fólksins, mennta- menn eða svokallaðir egghausar, Eisenhowers- menn, Félag Ameríkumanna til átaka í lýðræðis- nafni, kommúnistasleikjur úr hermálaráðuneyt- inu, klíka Adams og Brownells í stjórninni og öll önnur myrkranna, landráðanna og svikanna öfl hefðu tekið höndum saman til að klekkja á þessum föðurlandsvini. Þeim hefði tekizt að drepa með honum lífsviljann. Blaðaútgefandinn William Loeb i Manchester í New Hampshire var stuðningsmaður McCarthys. Hann sagði að fjand- menn McCarthys, og taldi þeirra meðal „hinn andstyggilega hræsnara í Hvítahúsinu" hefðu „eyðilagt í honum nýrnahetturnar, auk annarra kirtla." Aðrir tóku vægar til orða og alþýðleg- ar. Þeir sögðu, að McCarthy hefði dáið úr harmi yfir misheppnaðri krossför. Þeir hefðu sagt þetta, jafnt þótt hann hefði verið lostinn eldingu eða bitinn af óðum hundum. En þó að slíkir dómar væru vitanlega ekki á rökum reistir, þurfa þeir samt ekki að vera rangir. Lifsviljinn er, eins og við vitum, nauðsynlegur lífinu. Menn geta hjar- að, þótt hann hverfi, en eigi lífið í vök að verj- ast gegn sjúkleika, elli, eða gálauslegu líferni, kann lifslöngun að ráða úrslitum. Full ástæða er að vísu til að ætla, að vanlíðan McCarthys undir lokin hafi fremur átt rætur sínar að rekja til tómrar pyngju og eyddra drauma um kúabú í Arizona heldur en misheppnaðrar krossferðar. Krossferð hans, ef krossferð skyldi kalla, hafði endað í ógöngum tveimur og hálfu ári áður. Og hvort sem drykkjuskapur hans var nú meginor- sök að dauða hans, þá er líklegt, að hann hefði getað treint sér lífið með þvi að drekka ekki, en hann kaus að drekka. En játum við þetta, vakna jafnharðan ótal spurningar um McCarthy. Hvers vegna riðu hon- um að fullu atburðirnir 1954? Úr hvaða efni var hjarta hans gert, að það skyldi óðara láta und- an? Ósigra hafði hann beðið, það fór ekki milli mála, en slíkum ósigrum snúa einmitt flestir lýð- foringjar sér í hag. Hitler og Gandhi, svo að nefndir séu menn af neðsta og efsta þrepi sið- gæðisstigans, risu hvað eftir annað eins og fön- ixar úr ösku eftir þess háttar ófarir. Hvað gerð- ist eiginlega 1954, sem væri svo skelfilegt? Hann lenti í rimmu í sjónvarpi, fjöldi Ameríkumanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.