Nýtt Helgafell - 01.04.1959, Síða 73
BÓKMENNTIR
67
sýnisbókar um smekkvísi í ljóðavali, þótt
auðvitað beri að deila um smekk, livað sem
hið fornfræga orðtak segir. En hver les sýnis-»
bækur til að fá vitneskju um smekk útgef-
anda, jafnvel þótt slíkar bækur beri oft ekki
vitni um neitt annað, ef þær bera þá vitni
um nokkurn skapaðan hlut? Menn opna þær
hins vegar annaðhvort til þess að finna þar
góð kvæði ellegar til þess að fá með sem
hægustu móti eitthvert yfirlit um tímabil eða
skáldskapartegund eða jafnvel þjóðarskáld-
skap, eftir því hvaða hlutverki safnið er helzt
fallið til að gegna. Fyrri kröfunni má ætla,
að þetta safn fullnægi allvel eins og önnur
þau söfn, sem góðir menn hafa valið; það
er meira að segja talsvert fjölbreytt, þó að
það taki yfir mjög stuttan tíma í sögunni.
A hinn bóginn verð ég að játa, að mér er
ekki með öllu ljóst, hvaða sögulegum tilgangi
þessi bók gegnir, eða hverju hún lýsir. Um
sérstaka skáldskapartegund er ekki að ræða
og tímabilið er of stutt og afmarkað til þess
að það skipti sérstöku máli í íslenzkri ljóða-
gerð, ncma fyrir ýmsar þær tilraunir til stíl-
sköpunar og nýstárslegs efnisvals, sem koma
einkum fram hjá ýmsum þeim yngri mönn-
um sem byrja að yrkja á þessum árurn. Samt
ber að minnast þess, að „formbyltingin" svo-
nefnda á sér sögu lengra aftur í tímann.
Engu að síður gæti það verið skynsamleg og
þörf hugmynd að gefa út ein sér formbylt-
ingarskáld þessa tímabils, eða því senr næst,
í úrvali. En slíkt úrval gæfi bersýnilega enga
hugmynd um Ijóðagerð þessa tímabils yfir-
leitt. Og' íslcnzk ljóð 1944—1953 gefa heldur
ekki rétta lmgmynd af tímabilinu, jafrivel þó
að bókin hafi að geyma sýnishorn eftir alla
helztu höfunda, sem gáfu út ljóðabók ein-
hvern tíma á þessum tíu árum. Með því að
binda valið við bækur, sem komu út á tíma-
bilinu (óbreyttar endurútgáfur konru auk held-
ur ekki til greina), gefa útgefendur takmark-
aða eða ranga hugmynd um skáldskap margra
einstakra höfunda, og J)á liggur í augum uppi,
að safnið gefur jafnframt af sönru ástæðu tak-
markaða og ranga hugnrynd um skáldskap
tímabilsins alls, Bækur Tómasar Guðmunds-
sonar, Steins Steinars, Davíðs Stefánssonar
eða Jóhannesar úr Kötlurn, sem út komu á
þessunr árunr, svo að nokkur helztu dæmi
séu tekin, gefa vitanlega enga fullnægjandi
hugmynd unr álrrif Jressara höfunda eða þýð-
ingu i íslenzkri ljóðagerð á árunum 1944 —’53.
Utgefendur láta þess getið í fornrála að
vænta megi framhalds, og má þá búast við, að
útgáfan öðlist með tímanum ljósari og heil-
legri nrerkingu, en kostur er á að lesa út úr
þessari einu bók.
Eins og jafnan cndranær í sýnisbókunr cr
hlutur nokkurrra smáskálda ýnrist óhóflega
mikill eða óeðlilega góður í þessu safni, nriðað
við höfuðskáldin. Verður ekki sérstaklega sak-
azt við útgefanda Jressarar bókar unr ósanr-
kvænri í vali, heldur einungis á það bent, að
lesendunr sýnisbóka er gott að hugleiða, lrve
nrikil sanngirni sé í raun og veru fólgin í því
viðfelldna og kurteislega sjónarmiði að dænra
skáld eftir Jrví, sem þau hafa bezt gert, a. m. k.
Jregar unr óhjákvænrilegan samjöfnuð er að
ræða við önnur skáld. Það er lrætta á, að sýn-
isbókin deyfi næmleik lesandans á stærðar-
nrun skálda eða villi honunr að minnsta kosti
sýn. Auk þess vill svo jafnan fara, að fleiri
höfundar slæðist með, en hlutgengir mega
teljast; það bezta er oft ekki nógu gott. Ég
held fyrir mitt leyti, að útgefendur íslenzkra
Ijóða 1944—1953 hefðu mátt taka færri höf-
unda en fleiri kvæði eftir beztu skáldin, án
Jress að sögulegur tilgangur safnsins (að svo
miklu leyti, senr ég hef getað gert nrér hann
ljósanl, nrissti nokkurs í.
SMASOGUR
CAMUS
Albert Canrus, lrinn franski
höfundur, senr hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels ár-
ið 1957, er afburðagott smásagnaskáld. Hér
framar í heftinu birtist eftir hanri sagan Gest-
urinn úr safni er nefnist L’Exile et lc Royaume
og kom út 1957. Er ætlunin að birta smám
sanran fleiri sögur úr safni þessu í þýðingu
Jóns Óskars skálds.
Um Canrus birtist smágrein í Helgafelli, II,
3, bls. 138,
K. K.